Fréttablaðið - 23.03.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 23.03.2009, Blaðsíða 10
10 23. mars 2009 MÁNUDAGUR Þarfir íslenskra fjölskyldna eru mismunandi. Þess vegna fæst vinsælasta fjölskyldu- tryggingin í nokkrum útgáfum. Eftir því sem heimilið stækkar og áhugamálin breytast velur þú þá vernd sem hentar þér best innan F plús trygginganna. Þess vegna er F plús vinsælasta fjölskyldutryggingin á Íslandi. Vátryggingafélag Íslands hf. | Ármúla 3 | 108 Reykjavík | Sími 560 5000 | vis.is Vinsælasta íslenska fjölskyldutryggingin SPLASS! Drengur lætur sig gossa út í vatnstank til að kæla sig í hitanum í Hyderabad á Indlandi. Alþjóðlegi vatnsdagurinn var í gær, sunnudaginn 22. mars. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NEYTENDUR Talsmaður neytenda, Gísli Tryggvason, hvetur þá sem hafa tapað á peningamarkaðssjóð- um við slit þeirra í haust að sækja um skattaívilnanir til ríkisskatt- stjóra. Skattaívilnun mundi þýða lægri tekjuskattsstofn. Skattstjóri hafði áður hafnað því að einstakl- ingar ættu rétt á ívilnunum, en Gísli telur að meta beri hvert og einstakt tilvik. Í lögum um tekjuskatt kemur fram að skattstjóri skal taka til greina umsókn manns um lækk- un tekjuskattsstofns ef „gjald- þol manns hefur skerst verulega vegna taps á útistandandi kröfum sem ekki stafa frá atvinnurekstri“. Ríkisskattstjóri hafnaði, í svari við erindi talsmannsins, því að þetta ákvæði ætti við. Talsmaður neytenda telur hins vegar að ekki sé hægt að víkja lagaákvæði til hliðar í skattframkvæmd. Talsmaðurinn bendir á að ekki sé skilgreint hverjar séu „úti- standandi kröfur“ sem skattalög- in kveða á um. Hann hvetur því þá sem hafa tapað í sjóðunum að láta reyna á, að höfðu samráði við sérfræðinga, hvort tapið geti fall- ið þar undir. Í áliti talsmannsins, sem birt- ist á heimasíðu hans, segir að lík- legra sé að þeir sem nýlega fjár- festu í sjóðunum og fengu lægri útgreiðslu en þá sem nam upphaf- legri fjárfestingu fái ívilnun en þeir sem fengu aðeins lægri arð- greiðslur. - kóp Þeir sem töpuðu í peningamarkaðssjóðum sæki um skattaívilnanir: Tap í sjóðum lækki skattstofn FÓLK Talsmaður neytenda hvetur þá sem töpuðu á peningamarkaðssjóðum til að sækja um lækkun tekjuskattstofns hjá ríkisskattsjóra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FERÐAÞJÓNUSTA Tvöföld gengis- skráning íslensku krónunnar hér á landi og erlendis truflar ferða- þjónustuna hér á landi. Ferða- menn, sem skoða verð til dæmis á netinu, og miða við gengi íslensku krónunnar erlendis reikna út allt annað verð en miðað við gengið hér. Steingrímur Birgisson, for- stjóri Bílaleigu Akureyrar, kann- ast við þennan vanda og segir hann helst eiga við um einstakl- inga sem skoði og kaupi ferð- ir á Netinu, umreikni verðið í sinn gjaldmiðil og noti þá gengi erlendis sem sé allt annað en hér. „Þá kemur upp þessi misskilning- ur en þegar maður útskýrir málið þá skilja menn þetta,“ segir Stein- grímur. Hann kveðst bregðast við með því að umreikna verðið í evrum á gengi Seðlabankans. „Ísland er samt ódýrt þó að maður noti það gengi miðað við hvernig það var. Ef maður notar seðlabankagengið er það bara gefins,“ segir hann. Steingrímur verður ekki mikið var við þetta vandamál. „Við höfum ekki mörg svona dæmi en örfá og þá hefur starfsmaðurinn bent viðskiptavininum á að við tökum að sjálfsögðu við upphæð- inni í krónum ef viðskiptavinur- inn getur keypt krónur í sínum banka, til dæmis í Þýskalandi. Við gefum verðið upp í krónum á heimasíðunni og fáum þá uppsett verð.“ Ferðaþjónustufyrirtæki eru með samninga við erlendar ferðaskrifstofur í evrum og ann- arri mynt og eru þeir miðaðir við gamalt gengi. Einstaklingar sem kaupa ferðina á Netinu hafa hins vegar ekki upplýsingar um gengis skráningu hér á landi. - ghs ÁTTA SIG EKKI Á GENGINU Erlendir ferðamenn sem skoða verð hjá íslensk- um ferðaþjónustufyrirtækjum, átta sig ekki á því að gengi íslensku krónunnar er annað erlendis en hér. Tvöföld gengisskráning hefur truflandi áhrif á ferðaþjónustu hér á landi: Ísland er engu að síður ódýrt HEILBRIGÐISMÁL Ögmundur Jónas- son heilbrigðisráðherra gerir um miðja þessa viku grein fyrir því hvernig ná eigi fram þeim sparnaði sem fór fyrir bí þegar hann ógilti og breytti áformum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar fyrrverandi heilbrigðisráð- herra. Þær sneru að breyting- um á starfsemi St. Jósefsspítala og um sameiningu heilbrigðis- stofnana og skipulagsbreytingar samfara þeim. Þrjár nefndir eru að ljúka störfum, ein sem skoðar sér- staklega starfsemi á St. Jósefs- spítala, önnur skoðar starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suður- nesja og sú þriðja starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suður- lands á Selfossi. „Ég hef ákveðið að bíða eftir niðurstöðum þess- ara nefnda,“ segir Ögmundur. - jse Sparnaður í heilbrigðisgeira: Niðurstöður um miðja viku DÓMSMÁL Insolidum, þrotabú í eigu Daggar Pálsdóttur og Páls Ágústs Ólafssonar, sonar henn- ar, hefur verið dæmt til að greiða Saga Capital fjárfestingarbanka nær 300 milljónir króna, auk 2,8 milljóna í málskostnað. Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir helgi. Málið varðar stofnfjárbréf sem Insolidum keypti í SPRON í gegnum Saga Capital í júlí 2007. Félagið keypti bréfin fyrir tæpar 600 milljónir. Saga Capital fjár- magnaði hluta kaupanna. Í kjölfar verðfalls stofnfjár- bréfanna fór Saga Capital fram á aukið tryggingafé vegna þeirra. Í fyrstu hafnaði Insolidum ekki frekari tryggingum en óskaði eftir að leysa vandann í samráði við viðskiptabanka sinn. Á endan- um gjaldfelldi Saga Capital lánið og fór fram á að fá bréfin. - jss Héraðsdómur Reykjavíkur: Insolidum greiði 300 milljónir ÍTALÍA Hátt í hundrað þúsund manns mótmæltu mafíunni í Napólí á Ítalíu í gær. Á meðal mótmælenda var rann- sóknablaðamaðurinn Roberto Saviano. Í bók hans Gomorrah er fjallað um ýmsa glæpi mafíunn- ar. Saviano hefur notið lögreglu- verndar síðan bókin kom út. Talið er að ofbeldið sem fylgt hefur mafíunni hafi kostað um níu hundruð manns lífið á síðustu áratugum. Mótmælendur kröfð- ust aðgerða lögreglu. Ríkisstjór- inn í Compania, Antonio Bassol- ino, sagði mafíuna ekki eilífa og kvað lögreglu í héraðinu þurfa aukinn liðsstyrk. - ve Hundrað þúsund Ítalir: Mafíunni mót- mælt í Napólí

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.