Fréttablaðið - 23.03.2009, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 23.03.2009, Blaðsíða 36
16 23. mars 2009 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis- atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. MERKISATBURÐIR 1663 Sálmur Hallgríms Pét- urssonar, Allt eins og blómstrið eina, sunginn í fyrsta sinn við útför. 1839 Hugtakið „ókei“ fyrst notað í Bandaríkjunum. 1919 Benito Mussolini stofnar Fasistaflokkinn í Mílanó á Ítalíu. 1937 Sundhöllin í Reykjavík vígð að viðstöddu fjölmenni. 1960 Söngsveitin Fílharmónía syngur í fyrsta sinn opin- berlega í Þjóðleikhúsinu. 1970 Þrír leikarar halda upp á 25 ára leikafmæli, þeir Baldvin Halldórsson, Gunnar Eyjólfsson og Ró- bert Arnfinnsson. Bandaríska sápuóperan Glæstar vonir, á frummál- inu Bold and the Beautiful, var frumsýnd þennan dag fyrir 22 árum. Sögusviðið er Englaborg Kaliforníu, þar sem Forrester-fjölskyldan stýrir tískuhúsi sínu og fallega fólkið stundar dyggðir sínar og syndir til skiptis. Frá upphafi hafa margir sömu leikaranna stað- ið vaktina, eins og Susan Flannery, John McCook, Katherine Kelly Lang, Ron Moss og Hunter Tylo, en líkt og með aðrar langlífar sápuóperur hefur verið óhjá- kvæmilegt að endurráða í sum hlutverk á tuttugu ára ferli þáttarins. Glæst- ar vonir voru í upphafi systurþátt- ur The Young and the Restless, sem einnig var sköpunarverk Williams J. Bell og Lee Phillips Bell. Síðan þátturinn var frumsýnd- ur í dagsjónvarpi CBS hefur hann mælst með mest áhorf allra sápuópera í veröld- inni; áætlaðar 26,2 milljónir áhorfenda á hverjum degi, en eftir aldamót hefur þátturinn átt í auk- inni samkeppni við veruleikaþætti og spjallþætti á dagtíma. Þátturinn hefur verið gagnrýndur fyrir að eyða löngum tíma í einfaldan sögu- þráð í stað þess að þróa meðfram hliðarsögur til að gera hann flókn- ari. Þátturinn hefur einnig verið gagnrýndur fyrir að breyta sögu- þræði án fyrirvara, ekki síst þegar kemur að rómantískri pörun söguhetjanna, en um leið hrósað fyrir að dvelja ekki við vonlausan söguþráð og enda hann strax. Þó truflar enn marga að söguþráð- urinn endar oft án viðhlítandi niðurstöðu. ÞETTA GERÐIST: 23. MARS 1987 Glæstar vonir frumsýndar vestra „Starf KFUM- og K er fjölbreytt og skemmtilegt, byggt á kristilegum boð- skap. Við ræðum við börnin um Jesú Krist sem fyrirmynd, kærleikann, hvernig maður kemur fram við aðra og syngjum gömlu og góðu KFUM-söngv- ana. Þá læra börnin að biðja og ýmis Biblíuvers, en margir hafa sagt okkur árum og áratugum seinna hvernig þeir fundu huggun í lærdómi æskuáranna úr KFUM- og K þegar eitthvað bját- aði á í lífinu. Starfið er því gott vega- nesti út í lífið, enda komin á það 110 ára reynsla,“ segir Ástríður Jónsdótt- ir, kynningarfulltrúi KFUM og KFUK á Íslandi, sem hóf æskulýðsstarf sitt fyrir 110 árum. „Þá var séra Friðrik Friðriksson, oft nefndur æskulýðsfulltrúi 20. aldarinn- ar, nýfluttur heim frá Danmörku, þar sem hann hafði kynnst sams konar starfi, en í þá daga var afskaplega lítið um æskulýðsstarf fyrir íslensk börn. Friðrik var því fenginn til að stofna Kristilegt félag ungra manna (KFUM) fyrir stráka og var fyrsti fundurinn haldinn 2. janúar 1899. Eftir nokkurra vikna starf komu fermingarstúlkur að máli við séra Friðrik og kröfðust þess að hann héldi svipaða fundi fyrir stelpur og að sjálfsögðu varð hann við bón þeirra og fór af stað með Kristi- legt félag ungra kvenna (KFUK) í apríl sama ár,“ segir Ástríður um starfið sem síðan hefur haldist óslitið og er nú kraftmikið sem aldrei fyrr. Alls taka yfir 5.000 börn þátt í starfi KFUM og KFUK á ári hverju. „Stærsti hópurinn er á aldursbilinu 9 til 18 ára, en elstu félagarnir eru komnir á tír- æðisaldur. Starfið skiptist í vetrar- og sumarstarf, og á veturna sækja yfir 50 hópar hefðbundna fundi og fjölbreytt- ar þemadeildir sem tengjast ýmsum áhugamálum,“ segir Ástríður, en þess má geta að rokkóperan Hero í Loftkast- alanum er hluti af ungmennastarfi fé- laganna. Samtökin reka fimm sumarbúðir á landinu. „Sumarbúðirnar njóta mikilla vinsælda og í fyrra var sett aðsóknar- met. Krakkar koma ár eftir ár, enda erfitt að hætta vegna skemmtilegheita og kærra vinabanda þeirra á milli.“ Mikill fjöldi sjálfboðaliða og sum- arstarfmanna tekur þátt í metnaðar- fullu æskulýðsstarfi KFUM- og K. „Við leggjum mikið upp úr leiðtogaþjálfun, til að gera þá hæfa og tilbúna til að vera með börnin, eins og með námskeiðinu Verndum þau, ef koma upp vísbend- ingar um ofbeldi, misnotkun eða van- rækslu, því leiðtogar okkar þurfa að vera meðvitaðir, þekkja einkennin og að bregðast við þeim.“ Um næstu helgi verður glæsileg af- mælishátíð hjá KFUM- og K í Reykja- vík og á Akureyri. „Við munum svo halda áfram upp á afmælið árið um kring; ekki síst með börnunum í æsku- lýðsstarfinu, jafnt sumar, vetur, vor og haust.“ thordis@frettabladid.is KFUM OG KFUK Á ÍSLANDI: FAGNAR 110 ÁRA STÓRAFMÆLI SÍNU Á ÁRINU Gott veganesti á lífsins braut ÆSKULÝÐSSTARF Í 110 ÁR Ástríður Jónsdóttir er kynningarfulltrúi KFUM og KFUK á Íslandi. Í vikunni kemur út afmælisrit í tilefni af 110 ára afmæl- inu og um næstu helgi verður stórhátíð í höfuðstöðvum félaganna í Reykjavík og á Akureyri. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON AFMÆLI VALGERÐUR SVERRISDÓTT- IR alþingis- maður er 59 ára. EINAR SVEIN- BJÖRNSSON veðurfræðing- ur er 44 ára. BJARNI ÁRMANNSSON athafnamaður er 41 árs. ROKKARINN DAMON ALBARN ER 41 ÁRS. „Enginn og ekkert gerir mig hamingjusamari en fjölskyld- an mín og starfið mitt.“ Breski tónlistarmaðurinn og Ís- landsvinurinn Damon Albarn hóf ungur afskipti af tónlist og leiklist. Hann er aðalspraut- an í hljómsveitinni Blur, þar sem hann syngur og spilar á hljóm- borð ásamt því að semja lög og gáfulega, kaldhæðnislega texta undir áhrifum tónsmíða Bítlanna, Rolling Stones, Kinks og Small Faces. ÁLFRÚN HELGA ÖRN- ÓLFSDÓTTIR leikkona er 28 ára. ÍSLENSKAR LÍKKISTUR ÍSLENSKAR LÍKKISTU Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Ingi Sævar Oddson Asparási 1, Garðabæ, lést á Landspítalanum Hringbraut fimmtudaginn 19. mars sl. Útför hans verður auglýst síðar. Þuríður Antonsdóttir Hrafnhildur Ingadóttir Barði Ágústsson Oddur Ingason Gunnar Ingason Svanhildur Kristinsdóttir Ómar Ingason Aníta Berglind Einarsdóttir og barnabörn. Okkar ástkæra, Ester Magnúsdóttir frá Hellissandi, Melalind 8 Kópavogi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju 25. mars kl. 13.00. Alexander Alexandersson Hjördís Alexandersdóttir Guðmundur Jón Jónsson Bára Alexandersdóttir Þórarinn Hjálmarsson Erla Alexandersdóttir Sigurður Jón Ragnarsson barnabörn og barnabarnabörn. Boðið er upp á aðstoð við að telja fram til skatts í söluturninum og veitingastofunni Fjöregginu í Hafn- arfirði. „Þetta eru mikið til fasta- kúnnar sem koma hingað og þeir eiga margir í smá vandræðum með þetta svo ég ákvað að bjóða fram að- stoð mína,“ segir Jóhann Sveinsson eigandi. „Ég var í þessu lengi en nú geri ég þetta bara frítt,“ segir Jóhann sem var með bókhaldsþjónustu hér áður fyrr. „Margir kúnnanna unnu hér í grenndinni og komu þá hér við, nú eru margir þeirra búnir að missa vinnuna en koma þá hingað frekar til að spjalla.“ Í sjoppuna með skattframtalið Fólk kemur ekki eingöngu í Fjöreggið til að fá sér sætindi og í gogginn heldur einnig til að telja rétt fram. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI CATHERINE KEENER leikkona er 51 árs. HOPE DAVIS LEIKKONA er 45 ára.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.