Fréttablaðið - 23.03.2009, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 23.03.2009, Blaðsíða 38
18 23. mars 2009 MÁNUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Nau- nau! Er hann end- an lega farinn? Nei … ég heyri smá andardrátt … Og ég finn smá brennivínsfnyk! En samt. Verðum við ekki að gera eitthvað? Að sjálf- sögðu! Sjá- umst. Ekki koma seint heim. Skilgreindu „seint“. Nanósekúnda eftir tímann sem við ákváðum. Ég verð að fá mér nákvæmara úr. Almenna uppboðsstofan Hvar er brim- brettið mitt!?! Drengur. O-ó. Ég held að lausnin okkar hafi verið að breytast. Fyrsta, annað og þriðja. Farinn í mat! NÝ SALATLÍNA FRÁ SÓMA SEM BYGGÐ ER Á LANGRI REYNSLU AF SAMLOKUGERÐ Skoðaðu Mín borg ferðablað Icelandair á www.icelandair.is Í síðustu viku varð ég fyrir mikilli upplif-un í leikhúsi. Ég fór nefnilega á sýning-una Ég heiti Rachel Corrie í Borgarleik- húsinu. Ég hafði lesið eitthvað um Rachel þessa, vissi að hún var bandarískur friðar- gæsluliði og var drepin á Gasasvæðinu, og vissi að leikritið hafði verið gert upp úr dagbókum og tölvupósti hennar sjálfrar. Ég vissi að hún dó eftir að ísraelsk jarð- ýta keyrði yfir hana þegar hún reyndi að koma í veg fyrir að hús palestínskra fjöl- skyldna yrðu eyðilögð. Ég vissi líka að hún var jafngömul mér þegar hún dó. Þrátt fyrir það var ég alls ekki búin undir það sem beið mín. Ég er venjulega frekar hrifnæm og það þarf oft ekkert rosalega mikið til að ég fái kökk í hálsinn, en þetta skiptið var ólíkt öðrum. Það er nefnilega ekki oft sem leikhúsið er svona nálægt samtímanum, og um leið raunveruleikanum, og í þess- ari sýningu. Öll sýningin er raunveruleg, hún fjallar um raunverulega atburði með orðum raunverulegrar konu sem upplifði þá. Við þekkjum líklega flest sögu Ísraels og Palestínu og höfum heyrt um hrylling- inn sem þar gerist, en samt er þetta svo fjarlægt okkur. Dauði hennar hafði líka þau áhrif á marga Bandaríkjamenn að þeir tengdu betur við þá atburði sem þarna eiga sér stað, eins sorglegt og það nú er. Ég held að flestir Íslending- ar hefðu gott af því að sjá sýn- inguna og læra um Rachel Cor- rie. Það er ekki bara góð leið til að kynnast þessum málum á annan hátt heldur líka góð leið til að kippa okkur niður á jörð- ina og rifja upp hvað við höfum það í rauninni enn þá gott. Ég heiti Rachel Corrie NOKKUR ORÐ Þórunn Elísabet Bogadóttir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.