Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.03.2009, Qupperneq 15

Fréttablaðið - 23.03.2009, Qupperneq 15
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Ég hef frá barnæsku verið höll undir hannyrðir, en eftir að ég kynntist bútasaumi datt ég alveg í hans heim og hef ekki dottið úr honum síðan,“ segir Ágústa Mark- úsdóttir bútasaumskona, sem síðast- liðin 25 ár hefur saumað í höndun- um yfir hundrað bútasaumsteppi handa vinum og vandamönnum. „Það var fyrst í gegnum Guðfinnu í Virku sem ég komst á snoðir um bútasaum, en svo jók ég við þekk- inguna þegar dóttir mín bjó um tíma í Bandaríkjunum. Amish-fólk- ið er öðru handverksfólki þekktara fyrir bútasaum og á þeirra slóðir hef ég tvisvar farið, sem var mikið ævintýri að upplifa.“ Ágústa segir lita- og munstur- sköpun bútasaums heillandi, en bæði getur maður hannað sín eigin munstur og saumað eftir uppskrift- um úr bútasaumsblöðum. „Búta- saumsteppi segja gjarnan sögur og það er áskorun að takast á við nýtt teppi. Ég er oftast með fimm til átta teppi í handraðanum, en það tekur mig fjóra mánuði að hand- stinga hvert teppi,“ segir Ágústa um þetta mesta áhugamál sitt. „Ég hef lítinn tíma til annars, en vann þó alltaf fullan vinnudag, þar til ég hætti 68 ára eftir 25 ár hjá Orkuveitunni. Þá fannst mér fljótt afslappandi og gaman að geta allt- af sest niður og tekið í nál, því til- standið í kringum þetta gefur mér óskaplega mikið,“ segir Ágústa sem er nýorðin 75 ára. „Á afmæl- inu héldu börnin mín sýningu á 80 bútasaumsteppum mínum, en þau hafa alltaf sýnt saumaskap mínum mikinn áhuga, sem gleður mig mikið,“ segir Ágústa sem er í tveimur bútasaumsklúbbum. „Í öðrum sauma ég með Guð- finnu í Virku og tíu öðrum, en hinn er sautján kvenna bútasaumshópur sem hittist vikulega vestur í Hús- mæðraskóla. Það er virkilega góður félagsskapur og saman höfum við farið í ógleymanlega bútasaums- ferð til Bandaríkjanna.“ thordis@frettabladid.is Inn í heim bútasaumsins Mestu dýrgripir kynslóðanna eru handunnir, heimagerðir hlutir ástvina, sem gefnir eru af heilum hug og unnir af natni með heitu hjarta. Dæmi um slíkar gersemar eru bútasaumsteppi sem skreyta hvílur okkar. Hér situr Ágústa Markúsdóttir við saumaskap og innan um sum af nýjustu bútasaumsteppunum sínum, en í hverju teppi liggur margra mánaða vinna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Stuðningshlífar fjölbreytt úrval Hringdu í síma ef blaðið berst ekki KAFFIBOLLAR dökkna venjulega að innan með mikilli notkun og erfitt getur verið að ná litnum úr þeim. Samkvæmt gömlu húsráði er gott að láta bollana liggja í klórvatni um stund og eiga þeir þá að verða skínandi hvítir á ný.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.