Fréttablaðið - 23.03.2009, Blaðsíða 35
MÁNUDAGUR 23. mars 2009
Mánudagur 23. mars kl. 15:00 - 16:30. Stutt verklegt námskeið sem getur gert þér kleift
að bjarga mannslífi þegar mínútur skipta máli. Farið er í endurlífgun, notkun hjartastuðtækja,
losun aðskotahlutar og grundvallareglur skyndihjálpar.
Áhugaverð og gagnleg
starfsemi í Rauðakrosshúsinu
Ókeypis
ráðgjöf
námskeið og
Allir velkomnir í Rauðakrosshúsið
Rauðakrosshúsið er miðstöð fyrir alla landsmenn þar sem einstaklingar og fjölskyldur geta
leitað stuðnings við að takast á við breyttar aðstæður, fengið ráðgjöf um margvísleg úrræði
sem bjóðast í samfélaginu - eða nýtt krafta sína öðrum til gagns. Öll þjónusta og viðburðir
eru gestum að kostnaðarlausu.
Kynning og umræður: Sálrænn stuðningur
Mánudagur 23. mars kl. 13:00 - 14:30 og föstudagur 27. mars kl. 12:30 - 14:00. Fjallað er
um áhrif alvarlegra atburða á andlega líðan fólks og viðbrögð þess í kjölfar slíkra atburða. Bent
verður á hvað er mikilvægt fyrir fólk að gera í þessu sambandi. Umræður í lokin.
Í Rauðakrosshúsinu getur fólk sótt sér sálrænan stuðning hjá fagaðilum úr áfallateymi Rauða
krossins, prestum og djáknum sér að kostnaðarlausu. Sérþjálfaðir sjálfboðaliðar taka á móti
fólki og aðstoða það við að finna úrræði við hæfi. Ýmsir aðrir sérfræðingar veita ráðgjöf.
Rauðakrosshúsið er vettvangur fyrir ýmis konar félagsstarf og fræðslu (sjá nánari dagskrá
á heimasíðunni raudakrosshusid.is). Þar er aðstaða fyrir börn, kaffihorn þar sem lesa má blöð
og bækur, tölvuver, námskeið og ýmislegt fleira. Gestir eru hvattir til að nýta sér aðstöðuna
og félagsskap annarra til að halda uppi lifandi starfi í Rauðakrosshúsinu. Dagleg starfsemi
er í höndum sjálfboðaliða.
Dagskrá vikuna 23. - 27. mars
Verkleg æfing: Endurlífgun og hjartarafstuðtæki
Kynning: Söfnun fingurbjarga
Þriðjudagur 24. mars kl. 12:30 - 13:00. Forvitnilegt áhugamál, viltu vita meira?
Vinnustund: Áhugasviðkönnun - Skráning nauðsynleg
Þriðjudagur 24. mars kl. 13:00 - 14:30. Ef þú hefur ákveðið starf eða nám í huga, getur
könnunin staðfest hugmyndir þínar. Ef ekki, gæti hún hjálpað til við að koma auga á fleiri
möguleika. Skemmtileg og gagnleg stund fyrir alla.
Fundur: Hugarflugsfundur
Þriðjudagur 24. mars kl. 14:30 - 16:00. Umræðufundur um Rauðakrosshússið. Hvernig
sérðu starfsemi Rauðakrosshússins fyrir þér? Hvaða viðburði viltu sjá á dagskrá? Hvað
getur þú lagt að mörkum? Þínar hugmyndir skipta máli.
Ráðgjöf: Skattaskýrslan- Skráning nauðsynleg
Miðvikudagur 25. mars kl. 12:00 - 14:00. Fékkstu frest til að skila framtalinu?
Nú getur þú fengið ráðgjöf frá sérfræðingi þér að kostnaðarlausu. Tölvur á staðnum.
Námskeið: Ljósmyndun
Miðvikudagur 25. mars kl. 15:00 - 16:30. Farið verður í þá þætti ljósmyndunar sem oftast
“klikka” hjá fólki. Nokkur einföld og hagnýt ráð um hvernig gera má ljósmyndirnar þínar enn
betri. Létt spjall og fyrirspurnir í lok kynningar.
Námskeið: Nýttu afganginn
Fimmtudagur 26. mars kl. 12:30 - 13:30. Er ísskápurinn fullur en ekkert til?
Hvernig ferðu að því að búa til gómsætan og ódýran veislurétt úr afgöngum?
Kynning: Gambía
Fimmtudagur 26. mars kl. 13:30 - 14:30. Gambísk menning og tónlist. Sjálfboðaliðar Rauða
krossins í Gambíu sem hafa verið í heimsókn hjá Reykjavíkurdeild Rauða krossins segja frá landi
og þjóð.
Spjallfundur: Verkefni Rauða kross Íslands
Fimmtudagur 26. mars kl. 14:30 - 15:30. Stutt kynning og spjall um helstu verkefni félagsins
hér á landi. Gætir þú lagt eitthvað að mörkum?
Ráðgjöf: Heimilisbókhald á netinu - Skráning nauðsynleg
Fimmtudagur 26. mars kl. 16:00 - 17:00. Ráðgjafi frá Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna
mætir á staðinn og hjálpar þér að komast af stað í heimilisbókhaldinu. Tölvur á staðnum.
Námskeið: Jóga fyrir byrjendur
Föstudagur 27. mars kl. 14:00 - 15:30. Viltu prófa jóga? Langar þig að slaka á? Nú er
tækifærið. Frítt námskeið þar sem þú lærir léttar æfingar og teygjur og slakar svo vel á í lokin.
Gott er að mæta í þægilegum fatnaði og hafa létt teppi meðferðis.
Borgartún 25 Sími: 5704000 www.raudakrosshusid.is Opið alla virka daga kl. 12-17
UMRÆÐAN
Ástþór Magnússon
skrifar um lýðræði
Lýðræðishreyfingin www.lydveldi.is vill
moka út spillingu sem
hefur þróast undir flokks-
ræðinu. Höfnum bakher-
bergjamakki Alþingis þar
sem flokkseigendafélög
eða hagsmunaklíkur stýra
þingmönnum flokksins eins og
peðum á skákborði og maka síðan
krókinn á kostnað almennings.
Stjórnmálaflokkarnir hafa þró-
ast í ófreskjur lýðskrumara. Nán-
ast er sama hvort litið er til hægri,
vinstri eða miðju, þeir eru upp
fyrir haus í fyrirgreiðslupólitík
og gegnsýrðir spillingu sem nú
afhjúpast í kjölfar bankahruns-
ins.
Rót vandans liggur í flokka-
kerfinu sem mótar nýliða í gamla
formið. Kosningaloforð verða að
engu í hrossakaupum um ráðherra-
stóla og völd. Einstaklingar kosnir
með nokkur hundruðum atkvæð-
um á flokksþingi geta endað sem
forsætisráðherra. Þjóðin kaus
ekki þannig, en vegna gallanna í
kerfinu hefur flokksvélin tekið af
okkur völdin.
Beint og milliliðalaust lýðræði
mun uppræta skúmaskot og hrossa-
kaup á Alþingi. Þingmenn sem ekki
hlusta á þjóð sína í beinu lýðræði
verða valdalausir. Lýðræðishreyf-
ingin er kosningabandalag óháðra
frambjóðenda sem vinna sjálfstætt
með sín stefnumál án flokkafjötra.
Okkar kosningabandalag rúmar
fólk úr öllum áttum. Andstæður í
umdeildum málum, vinstri menn,
hægri menn og allt þar á
milli sameinast um beint
lýðræði. Við viljum færa
þér, einstaklingnum, vald-
ið til að kjósa um einstök
mál á Alþingi óskir þú
þess.
Allir geti sent Alþingi
tillögu að nýju lagafrum-
varpi sem skal tekið til
umfjöllunar ef stutt und-
irskriftum eins prósents
kjósenda. Alþingismenn
og ráðherrar geti einnig átt frum-
kvæði að nýjum frumvörpum.
Þingmenn fari með umræðu og
nefndarstörf vegna frumvarpa
á Alþingi og kynni fyrir þjóð-
inni m.a. á rafrænu þjóðþingi og
vef svæði.
Tilbúin frumvörp verði lögð
fyrir þjóðþing Alþingis til
atkvæðagreiðslu t.d. 1. maí og 1.
desember ár hvert. Hraðbanka-
kerfið verði nýtt sem kjörklefar
fyrir rafrænt þjóðþing. Ef nauð-
syn krefur geti Alþingi samþykkt
bráðabirgðalög er gilda fram að
næsta þjóðþingi. Þingmenn fara
með atkvæði þeirra sem ekki óska
að neyta atkvæðisréttar á þjóð-
þingi Alþingis.
Þingmönnum fækkað í 31 og
valdir í persónukosningum.
Alþingi velji ráðherraefni á fag-
legum forsendum. Forseti, sem
þjóðkjörinn umboðsmaður lýðsins
og eftirlitsaðili með virku lýðræði,
skipar ráðherra og veitir þeim
lausn eins og nú er. Ráðherrar sitji
ekki á Alþingi, ráðning dómara og
æðstu embættismanna verði stað-
fest af þjóðþingi Alþingis.
Höfundur er talsmaður Lýðræðis-
hreyfingarinnar.
Við færum þér völdin
UMRÆÐAN
Jón Kristjánsson skrifar
um fiskveiðar
Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi sjávar-
útvegsráðherra, skrifaði
grein í Fréttablaðið 19.
mars sl. Hann sagði að
hvalveiðar muni skaffa
200-250 störf á Vestur-
landi, kjördæmi greinarritara.
Það er svo sem gott og blessað að
veiða hvali en þessum stjórnmála-
mönnum virðist alveg fyrirmun-
að að minnast á hvað eigi að gera í
fiskveiðimálum. Á ekkert að fara
að liðka til í kreppunni? Eru menn
svona hræddir við sægreifana?
Ekki þurfa handhafar veiðiheim-
ilda að vera hræddir því lausnin er
ekki að svifta þá veiðiheimildum,
heldur hleypa öðrum að.
Þá kemur að Hafró. Þeir standa
á því fastar en fótunum að þorsk-
stofninn sé ofveiddur og því þurfi
að takmarka veiðar og draga úr
þeim.
Einar sagði að búið sé að sýna
fram á að hvalurinn éti óhemju
magn af fiski, hann sé í beinni
samkeppni við nytjastofna okkar
um fæðu og að reiknað hafi verið
út af okkar færustu sérfræðing-
um að ef við stunduðum hvalveið-
ar væri hægt að auka þorskveið-
ar! Væntanlegar hvalveiðar eru
svo smávægilegar að þær hafa
engin áhrif til fækkunar hvala,
enda notuð sú röksemd að þær séu
sjálfbærar!
Þetta skyldu þó ekki vera sömu
færustu sérfræðingar sem „reikn-
uðu út“ árið 1994 að ef fylgt væri
22% aflareglu myndi þorskafli
vera kominn í um 300 þús. tonn
2003 og fara vaxandi til 2023?
Þetta át hvala á nytjafiski sýnir
hversu glórulaust það er að ætla
sér að byggja upp þorsk-
stofninn með friðun. Það
sem við ekki veiðum fer
beint í hundskjaftinn.
Sú aðferð að byggja upp
þorskstofna með sam-
drætti í veiðum hefur
hvergi tekist. Niðurskurð-
ur hefur alltaf, alls stað-
ar, leitt til varanlegrar
minnkunar á afla.
Aukinn þorskafli fæst
aðeins með auknum þorskveiðum
og það er hafið yfir allan vafa að
í fæðuskorti, þegar fiskur er hor-
aður og vex illa, er nauðsynlegt að
auka veiðar. Auknar veiðar skapa
verðmæti og vinnu. - En þá kemur
að Hafró. Þorskstofninn er að
þeirra áliti ofveiddur, það má ekki
auka veiðar, frekar skal draga enn
úr þeim til „byggja upp stofninn“.
Sú stofnun virðist ekki læra
neitt af reynslunni og hefur huns-
að allar líffræðilegar ábendingar
sérfræðinga utan stofnunarinnar.
Það mætti láta sér detta í hug
að stofnunin sé notuð til að skapa
skortstöðu til þess að halda uppi
verði á aflaheimildum og laga
„eignastöðu“ kvótahafanna.
En er ekki kominn tími til að
fólkið í landinu geti veitt sér í
soðið? Það var Bjarni Benedikts-
son, sá gamli, sem sagði að það
gagnaði lítið að friða fiskinn en
drepa fólkið.
Höfundur er fiskifræðingur.
Fiskveiðar gegn
atvinnuleysi
ÁSTÞÓR
MAGNÚSSON
JÓN KRISTJÁNSSON
Þetta át hvala á nytjafiski
sýnir hversu glórulaust það
er að ætla sér að byggja upp
þorskstofninn með friðun. Það
sem við ekki veiðum fer beint í
hundskjaftinn.