Fréttablaðið - 23.03.2009, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 23.03.2009, Blaðsíða 41
MÁNUDAGUR 23. mars 2009 21 Larry Mullen Jr., trommari U2, segir að hljómsveitin muni ekki starfa endalaust. „Sú stund mun renna upp að við segjum að nú sé best að hætta,“ sagði hinn 47 ára Mullen. „Hljómsveitin getur ekki haldið áfram endalaust, hún bara getur það ekki.“ Sveitin hefur verið önnum kafin að undanförnu við kynn- ingu á nýjustu plötu sinni, No Line On The Horizon, og hyggur á umfangsmikla tónleikaferð í sumar. „Það væri gott að hætta þegar þú ert enn þá að gera góða hluti í stað þess að vera á niður- leið. Mér fyndist það sorglegt,“ sagði hann. U2 hættir á endanum U2 Hljómsveitin mun ekki starfa endalaust að mati trommarans Larry Mullen Jr. Billie Joe Armstrong, söngvari Green Day, segir að nýjustu plötu sveitarinnar, 21st Century Break- down, sé ætlað að hvetja almenn- ing til pólitískrar þátttöku. „Fullt af fólki fæddist á óheppi- legum tíma, þegar George W. Bush réð ríkjum. Fólk er bjart- sýnt núna vegna Obama en passið ykkur. Ekki líta á hann sem svar- ið við öllum ykkar bænum. Þið þurfið enn þá að vera vakandi og taka þátt,“ sagði Armstrong. Upp- tökustjóri plötunnar var Butch Vig sem er þekktastur fyrir Nevermind með Nirvana. Vill pólitíska þátttöku GREEN DAY Rokkararnir í Green Day senda á næstunni frá sér plötuna 21st Century Breakdown. Opnunarmynd Cannes-hátíðar- innar, sem verður haldin í 62. sinn í maí, verður þrívíddarteikni- myndin Up frá framleiðandanum Disney-Pixar. Þetta verður í fyrsta sinn sem teiknimynd frá Disney er sýnd við opnun hátíðarinnar. Myndin fjallar um 78 ára gaml- an mann sem lendir í ýmsum ævintýrum þegar hann bindur þúsundir blaðra við húsið sitt og flýgur til regnskóganna í Suður- Ameríku. Flækir það málin þegar hann kemst að því að ungur skáti hefur gerst laumufarþegi um borð. „Þetta er mikill heiður og við erum stolt af þessari frábæru mynd. Við getum ekki beðið eftir því að sýna hana kvikmyndaheiminum hinn 13. maí,“ sagði Dick Cook, formað- ur Disney. Up opnar Cannes-hátíð UP Teiknimyndin Up verður opnunarmynd Cannes-hátíðarinnar í vor. Útvarpsþátturinn Kassettan hefur göngu sína á X-inu 977 næsta laug- ardag, 28. mars, í umsjón Ómars Eyþórssonar. Í þættinum, sem verð- ur á dagskrá frá 10 til 12, verður einblínt á nýja tónlist. Hljómsveitir geta sent lögin sín til þáttarins á síð- una omar@x977.is og eina skilyrðið er að upptökugæðin séu í lagi. Að sögn Ómars myndast þarna kærkomið tækifæri fyrir hljóm- sveitir að koma sér á framfæri en margir kvarta yfir því að erfitt sé að komast að í útvarpi. Stefnt er að því að velja eitt lag í mánuði úr þeim sem berast og setja það í spilun. Kassettan í útvarpið ÓMAR EYÞÓRSSON Leyfir nýjum hljóm- sveitum að koma sér á framfæri. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VILTU SNÚA VIÐ BLAÐINU? VISSIR ÞÚ AÐ ... ... Fyrirtæki geta fengið allt að 75% niðurgreiðslu vegna þjálfunar? ... Atvinnulausir geta fengið allt að 75% niðurgreiðslu vegna þjálfunar? ... Við hjálpum fyrirtækjum að sækja um styrk og niðurgreiðslu? Kynntu þér námskeiðin okkar á www.dalecarnegie.is eða í síma 555-7080 Beinum athyglinni að einstaklingnum á ný með Dale Carnegie þjálfun - upprunalegu og enn bestu leiðinni til að þróa mannlegu hliðina í viðskiptum. NÁMSKEIÐ Í MARS OG APRÍL: Er Dale Carnegie námskeið eitthvað fyrir þig? Þriðjudaginn 24. mars frá kl. 9:00–11:00 kynnum við helstu markmið Dale Carnegie námskeiðsins. Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis. Dale Carnegie grunnnámskeið 26. mars 2009, kl. 18:00–22:00. 12 vikur. Verð 124.900 kr. Dale Carnegie framhald Aðeins fyrir þá sem hafa lokið Dale Carnegie námskeiði. 30. mars 2009, kl. 17:30–21:30. 4 vikur. Verð: 39.000 kr. Áhrifaríkar kynningar 30. og 31. mars, kl. 8:30 og kl 16:00. 2 dagar. Verð: 114.900 kr. Árangursrík sala 31. mars, kl. 8:30–12:00. 8 vikur. Verð: 134.900 kr. Breytum mótlæti í sigra 15. apríl, kl. 8:30–16:30. 1 dagur. Verð: 24.900 kr. Trúðu á sjálfan þig: “Komdu fram af öryggi” 17. – 19. apríl, kl. 8:30–16:30. 3 dagar. Verð: 105.000 kr. Dale Carnegie fyrir stjórnendur 23. og 24. apríl, kl. 8:30–16:30. 2 dagar. Verð: 127.900 kr. Vertu leiðtogi í þínu lífi 28. og 29. apríl, kl. 8:30–16:30. 2 dagar. Verð: 59.000 kr.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.