Fréttablaðið - 23.03.2009, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 23.03.2009, Blaðsíða 37
MÁNUDAGUR 23. mars 2009 17 Lyfjastofnun og leikskólarnir Mánabrekka og Sólbrekka hlutu jafnréttisviðurkenningu Seltjarn- arnesbæjar fyrir kjörtímabilið 2006 til 2010. Viðurkenningarnar voru veitt- ar við hátíðlega athöfn á Bóka- safni Seltjarnarness á Eiðistorgi síðastliðinn fimmtudag en þær hljóta þau fyrirtæki í bæjarfé- laginu sem þótt hafa unnið ötul- lega að framgangi jafnréttisáætl- unar. Leikskólarnir Mánabrekka og Sólbrekka eru fyrstu vinnustað- irnir í Seltjarnarnesbæ sem gefa út jafnréttisstefnu. Stefnan bygg- ir á starfendarannsókn þar sem greint var frá hvort viðmót og samskipti við börnin, milli barn- anna innbyrðis, starfsfólks inn- byrðis og samskipti við foreldra væru byggð á jafnréttisgrunni. Lyfjastofnun hefur einnig sett saman og unnið eftir jafnréttis- áætlun þar sem konur jafnt sem karlar gegna stjórnendastörfum. Einnig fær starfsfólk tækifæri á sveigjanlegum vinnutíma til að sinna skyldum sínum gagnvart fjölskyldunni. Jafnrétti Guðbjörg Jónsdóttir leikskól- stýra á Mánabrekku með börnin í tónmennt. Mánabrekka fékk jafnrétt- isviðurkenningu Seltjarnarnesbæjar á dögunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Viðurkenning fyrir jafnrétti Rannsóknarstofa í krabbameins- fræðum er nýtt heiti á rann- sóknarstofu við Lífvísindaset- ur læknadeildar Háskóla Íslands. Rannsóknarstofan er sú eina sinnar tegundar innan háskól- ans og fyrsti áfangi í fyrirhug- uðu sameiginlegu rannsóknasetri Háskóla Íslands og annara aðila í krabbameinsrannsóknum. Upphaflega var rannsóknar- stofan stofnuð fyrir tuttugu árum af Krabbameinsfélagi Íslands og hét þá Rannsóknarstofa í sam- einda- og frumulíffræði. Þetta var um áratug áður en erfðarann- sóknir og líftækni komust í al- menna umræðu hér á landi. Krabbameinsfélagið hætti rekstri rannsóknarstofunnar árið 2006 og var starfsemin flutt í áföngum yfir til læknadeildar Háskóla Íslands. Við rannsóknar- stofuna starfar ungt fólk að vís- indaverkefnum til háskólagráðu og hefur stofan unnið sér alþjóð- legan sess á sviði krabbameins- rannsókna. Rannsóknir flytjast til HÍ Rannsóknarstofa í krabbameinsfræðum við HÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR Verkefnið Hannað í málm hlaut hæstu úthlutunina úr starfs- menntasjóði félags- og trygginga- málaráðuneytisins eða 1, 7 millj- ón króna. Verkefnið skapar at- vinnugrundvöll næsta hálfa árið fyrir þrjá hópa hönnuða og þrjú málmiðnaðarfyrirtæki. Úthlutun styrkja fór fram á föstudaginn var en úthlutað var til 35 verkefna að þessu sinni, alls um 35 milljónum króna. Alls bár- ust starfsmenntaráði 102 styrk- umsóknir þetta árið en markmið styrkveitinganna er að efla hæfni starfsfólks og styrkja stöðu at- vinnugreina og fyrirtækja á Ís- landi. Ásta R. Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra sagði við úthlutunina að það væri ekki síst mikilvægt að tryggja sem flest námsúrræði fyrir þá sem hafa misst vinnu í árferðinu sem nú ríkir. „Þannig getur fólk nýtt tímann þegar litla vinnu er að hafa til að efla sig og gera sig betur hæft fyrir ýmis störf þegar að- stæður glæðast á ný.“ Einnig hlutu styrki: námskeið um heimavinnslu mjólkurafurða og stofnun matvælafyrirtækja, menntasmiðja karla, störf án stað- setningar og þróun náms í stein- lagna og umhirðutækni. Hannað í málm Ásta R. Jóhannesdóttir, félags- og trygg- ingamálaráðherra, talaði fyrir mikilvægi sem flestra námsúrræða fyrir þá sem hafa misst vinnu. MYND/ÚR EINKASAFNI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.