Fréttablaðið - 23.03.2009, Blaðsíða 22
23. MARS 2009 MÁNUDAGUR2 ● fréttablaðið ● heilsa og hreyfi ng
Logi Bergmann Eiðsson er mikill
kylfingur og nýtir sumarið til þess
að slá hvítu kúluna á völlum úti um
allt land. Hann segir fátt jafn gott
og að fara út á græna völlinn og
gleyma stað og stund.
„Maður verður alveg viðþolslaus
þegar maður sér glitta í grænt,“
segir Logi en fyrir skömmu hopp-
uðu margir kylfingar hæð sína af
kæti þegar snjó tók að leysa og
frost fór úr jörðu. Þeim var þó
fljótlega kippt aftur niður á jörð-
ina þegar vetur konungur sýndi
mátt sinn og megin. Venju sam-
kvæmt var snjórinn horfinn á ör-
skammri stundu og golfarar farn-
ir að streyma út á völl.
Logi byrjaði í golfinu fyrir
fimmtán árum og er kominn með
ellefu í forgjöf. Sjónvarpsmaður-
inn viðurkennir að íþróttin hafi
gripið hann frá fyrstu stundu en
skortur á tíma hafi gert það að
verkum að hann hafi ekki getað
sinnt henni sem skyldi. „Þetta
byrjaði af einhverri alvöru fyrir
svona fimm árum, þá fór maður
að stunda þetta af einhverju viti,“
segir Logi og þar skipti mestu að
hann og félagar hans stofnuðu golf-
hópinn Stullar. „Félagsskapurinn
skiptir hvað mestu í þessari íþrótt
og ég held að það eigi reyndar við
um allar íþróttir,“ útskýrir Logi en
Stullarnir hafa vaxið og dafnað í
þau fimm ár sem hópurinn hefur
verið starfræktur.
Logi segist ekki vera neitt sér-
staklega duglegur að æfa sig yfir
vetrartímann. Hann sé bara yfir
höfuð hreint ekki duglegur að æfa
sig. „Nei, ég er bara miklu meira
fyrir að spila. Ef ég verð alveg
brjálaður af golfleysi þá fer ég
upp í Bása og slæ nokkrar kúlur
en svo nenni ég því ekkert og bíð
bara eftir sumrinu.“ Logi nýtir sér
reyndar reynslu og visku vinar
síns Þorsteins Hallgrímssonar yfir
sumarið og spilar með honum einn
til tvo hringi. „Hann segir mér til
og lagar þessi smáatriði sem eru
svo mikilvæg,“ segir Logi sem
nýtir sér einnig golfkennara ef
sveiflan er í einhverju rugli. „Þá
er um að gera að láta laga það sem
fyrst svo að maður geri ekki alla í
kringum sig brjálaða yfir vitleys-
unni.“
Logi er meðlimur í Nesklúbbn-
um og kann ákaflega vel við sig
þar. „Þetta er svona lítill klúbb-
ur og mjög notalegur,“ segir Logi
sem veit fátt jafn gott og að fara
út á völl og gleyma bæði stað og
stund. Og hann er bjartsýnn á sum-
arið. „Þetta verður yndislegt golf-
sumar, það er bara ekkert annað
í boði, ég treysti því að það verði
gott veður og maður geti stundað
þetta af miklum þrótti.“ - fgg
Logi er ekki mikið fyrir að slá kúluna hvítu yfir vetrartímann. Þótt snjóað hafi á
meðan á myndatökunni stóð var byrjað að glitta í grænt nokkrum dögum síðar.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Félagsskapurinn mik-
ilvægastur úti á vellli
Crossfit-æfingakerfið kemur
fólki í gott form; bætir líkam-
legt atgervi, almenna hreysti
og andlega líðan.
„Crossfit er fyrir alla, sama hvern-
ig formið er. Þetta er alhliða æf-
ingakerfi og það kerfi sem er hvað
mestri sókn í heiminum í dag, en
Íslendingar eru með þeim fyrstu
utan Bandaríkjanna til að tileinka
sér það,“ segir Evert Víglunds-
son líkamsræktarþjálfari í World
Class, um crossfit-æfingakerfið
sem hannað er með almenna þátt-
töku í huga og þykir hið fullkomna
líkamsræktarkerfi fyrir einstakl-
inga jafnt sem hópa, án tillits til
getu eða reynslu af íþróttaiðkun.
„Öll erum við sköpuð eins og öll
þurfum við að hreyfa okkur, en í
crossfit kennum við fólki að hreyfa
sig rétt. Því miður er of algengt að
fólk beri sig vitlaust að, en með því
að gera rétt kemur árangurinn fyrr
í ljós og við færum til ákefð æfinga,
hraða, þyngdir og endurtekningar,
þannig að allir skili sömu hreyfing-
um,“ segir Evert og bætir við að
þeir sem hafa hug á að æfa crossfit
byrji á sex vikna grunnnámskeiði.
„Þá fer stór hluti tímans í tækni-
lega kennslu á framkvæmd allra
æfinga, og eftir sex vikur eru flest-
ir tilbúnir í áframhaldandi crossfit
sem býðst með þjálfara alla daga
vikunnar. Við mælum þó alltaf með
að fólk taki þetta ekki með áhlaupi
heldur hvíli sig á milli, því annars
missir það móðinn og hættir.“
Evert segir crossfit vera kjörinn
lífsstíl sem stunda megi alla ævi.
„Crossfit er frábær leið til að auka
lífsgæði, styrk, úthald og hreyfi-
getu, og allt lífið verður árangurs-
ríkara. Mælikvarði okkar er árang-
urstengdur. Við viljum ekki að fólk
einblíni á fituprósentu og vigtina,
heldur kennum því að setja miðið
á aukna afkastagetu, enda finn-
ur fólk fljótt hversu miklu sterk-
ara það verður og úthaldsmeira
í hreyfingum, lyftum og öðru,“
segir Evert sem varar við stöðluð-
um rútínum sem stöðva framfarir
í líkamsrækt.
„Mikill meirihluti þeirra sem
mætir reglulega í ræktina gerir
sömu æfingarnar ár eftir ár.
Það tekur líkamann hins vegar
ekki nema tvo mánuði að aðlag-
ast ákveðnu álagi og læra þessar
hreyfingar, og í framhaldi hættir
hann að bæta sig. Í crossfit æfum
við alla daga vikunnar en gerum
aldrei sama hlutinn tvisvar,“ segir
Evert og minnist á að hreyfigeta
mannsins minnki þegar hann eld-
ist, en orsökina sé ekki að finna
í hærri lífaldri, heldur því að við
hættum að hreyfa okkur.
„Ef við höldum áfram að hreyfa
okkur, minnkar hreyfigetan hins
vegar lítið sem ekkert, og maður á
að geta æft reglulega þar til maður
nær háum aldri og lífið tekur enda.
Rétt mataræði skiptir svo meira
máli en það eitt að mæta í ræktina,
því ekki er hægt að æfa af sér lélegt
mataræði, á meðan gott mataræði
getur styrkt mann í lélegu æfinga-
kerfi,“ segir Evert og ítrekar að
crossfit sé hagstætt fyrir budduna
í krepputíð. „Við reynum að koma
til móts við fólk á þessum erfiðu
tímum, því þótt maður missi vinn-
una verður maður að halda áfram
að lifa, en missi maður heilsuna
hefur svo margt glatast.“
Sjá nánar á www.crossfiticeland.
is. - þlg
Crossfit er fyrir alla
Evert Víglundsson er líkamsræktarþjálf-
ari í World Class, þar sem byrjað var að
kenna crossfit á haustdögum.
FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA
„Crossfit er frábær leið til að auka lífsgæði, styrk, úthald og hreyfigetu, og allt lífið verður árangursríkara,“ segir Evert en að hans
mati hentar þetta æfingakerfi öllum, óháð formi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Hrotur trufla svefn mörg hundruð Dana á hverri
nóttu. Þetta kemur fram á fréttavef Berlingske
tidende en þar segir frá rannsókn sem 1.380 Danir
tóku þátt í fyrir skömmu í tilefni af alþjóðlegum
svefndegi þann 20. mars síðastliðinn.
Um 56 prósent þeirra sem tóku þátt sögðu
hrotur, annaðhvort makans eða sínar eigin, trufla
svefn og um 30 prósent lágu andvaka í einn eða
fleiri tíma á nóttu út af hrotum. Þannig sefur um
þriðjungur þátttakenda einungis um sex tíma á
nóttu eða minna.
Of lítill svefn hefur áhrif á vinnugetu fólks á dag-
inn og almennt heilsufar. Fullorðin manneskja þarf
að meðaltali um sex til átta tíma svefn á nóttu. Sjá
www.berlingske.dk.
- rat
Danir andvaka út af hrot-
Góður svefn er
nauðsynlegur
til að halda
heilsu. Hrotur
geta truflað
svefn.