Fréttablaðið - 23.03.2009, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 23.03.2009, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 23. MARS 2009 „Það fyrsta sem kom upp í huga minn þegar ég sá þetta var hversu fallegar hreyfingar þetta eru á milli tveggja aðila,“ segir Sóley Stefáns- dóttir, í hljómsveitinni Seabear, sem byrjaði nýlega að stunda capoeira í Mjölnishúsinu, en capoeira er sam- bland af bardagalist og dansi. Sóley dvaldi í Suður-Ameríku í hálft ár þegar hún komst í kynni við íþrótt- ina. „Áhuginn kviknaði 2006 þegar ég dvaldi í Gvatemala sem sjálfboðaliði í hálft ár og fór til Mexíkó og kynnt- ist hópi fólks sem stundar capoeira. Ég heillaðist líka mikið af tónlist- inni því allir stóðu í hring, sungu og spiluðu á hljóðfæri ef þeir voru ekki inni í hringnum að dansa,“ segir Sóley sem nemur tónsmíðar við Listaháskóla Íslands og er í píanó- námi í FÍH. „Ég keypti berimbau, hljóðfærið sem er notað til að spila í capoeira. Því fylgir þurrkaður ávöxtur sem má alls ekki blotna, en ég ferðaðist með það út um alla Mexíkó. Ég lenti samt í vandræðum í tollinum í Bandaríkjunum því þeir héldu að ég væri með vopn, en náði sem betur fer að komast með það heilu og höldnu heim,“ segir hún. „Ég var með hrikalegar harð- sperrur eftir fyrstu capoeira-æfing- una því ég hef varla farið í handa- hlaup í tíu ár, en fór þarna eflaust um sextíu,“ segir Sóley sem fer í sund til að slaka á. „Ég fer oft í Suð- urbæjarlaugina. Það nærir bæði lík- ama og sál og er eitthvað sem maður getur alltaf gert.“ - ag Heillaðist af capoeira Sóley kynntist capoeira í Mexíkó og heillaðist af íþróttinni, en capoeira er eins konar sambland af bardagalist og dansi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Heilsustofnun Náttúrulækninga- félags Íslands (NLFÍ) býður upp á tvenns konar dvalarmöguleika. Annars vegar læknisfræðilega end- urhæfingu, en þá er meðferð greidd að stórum hluta af íslenska ríkinu og í slíkum tilfellum er skilyrði að læknir sendi inn beiðni fyrir dvöl. Allir sem sækja um fá svarbréf þar sem fram kemur tilboð um dvöl og dvalartíma, en hægt er að velja um einbýli eða tvíbýli. Dæmi um kvilla sem boðið er upp á meðferðir við í læknisfræðilegri endurhæfingu eru verkir, gigtar- sjúkdómar, offita, hjartasjúk dómar, liðskiptaaðgerðir, streita, áföll og missir, afleiðingar slysa, erfið veik- indi, húðsjúkdómar, krabbamein, reykingar, þreyta, þunglyndi og kvíði og öldrunarendurhæfing. Þá er boðið upp á hvíld, slökun og endurhæfingu á Heilsustofnun NLFÍ, en þá koma dvalargestir á eigin vegum og bera allan kostnað sjálfir. Dæmi um slíkt eru heilsu- dagar og stakar meðferðir, en Heilsustofnunin hefur sérhæft sig í vatnsmeðferðum og sjúkranuddi. Því er hægt að panta sjúkranudd, partanudd og heilnudd, fara í fjöl- breytt heilsuböð og leirböð þar sem djúpur hiti slakar á vöðvum og linar verki í stoðkerfi, ásamt því að hafa góð áhrif á psoriasis og önnur húð- vandamál. Eins er boðið upp á nála- stungur við ýmsum kvillum, eins og stoðkerfisverkjum, mjóbaksverkjum og verkjum eftir hálshnykki. Þess skal getið að öllum stendur til boða að nýta sér aðstöðu í baðhús- inu Kjarnalundi þar sem er 25 metra útisundlaug, 15 metra innisundlaug, heitir pottar, nuddpottar og fleira. Heimilid: www.nfli.is. - þlg Heilsan endurheimt hjá NFLÍ í Hveragerði Fólk á öllum aldri leitar sér heilsubótar hjá Heilsustofnun NFLÍ í Hveragerði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Engin málamiðlun í gæðum Fæst í apótekum, heilsubúðum og Fríhöfninni. Rannsóknir staðfesta árangur - www.celsus.is 1 hylk i á dag . Virkar strax! Eykur styrk og þol vöðva Betri árangur! Vöðvabólga og stirðleiki Byltingarkennt andoxunarefni !! Lagar fljótt vöðvabólgu, stirðleika, eymsli, harðsperrur og sinaskeiðabólgu.  Gefur aukna mýkt og vellíðan. Eykur styrk og þol vöðva. Greinilegur  árangur við  líkamsrækt, álagsvinnu og ferðalög. Íþróttafólk og sjúkraþjálfarar mæla með AstaZan AstaZan styrkir einnig húðina sem verður  fallegri og fyrr brún í sól eða ljósabekk.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.