Fréttablaðið - 23.03.2009, Síða 42

Fréttablaðið - 23.03.2009, Síða 42
22 23. mars 2009 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is Nánar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 19. – 22. júní 154.900kr. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, hótelgisting í 3 nætur með morgunverði, miði á Formúluna, íslensk fararstjórn og rútuferðir. Silverstone Verð á mann í tvíbýli: Formúla 1 F í t o n / S Í A Vináttulandsleikur: Ísland-Færeyjar 1-2 0-1 Fróði Benjaminsen (21.), 0-2 Guðjón Antoní- usson, sjm (42.), 1-2 Jónas Sævarsson (90.). Enska úrvalsdeildin: LIVERPOOL - ASTON VILLA 5-0 1-0 Dirk Kuyt (7.), 2-0 Albert Riera (32.), 3-0 Steven Gerrard (39.), 4-0 Steven Gerrard (49.), 5-0 Steven Gerrard (65.). MANCHESTER CITY - SUNDERLAND 1-0 1-0 Micah Richards (56.). WIGAN ATHLETIC - HULL CITY 1-0 1-0 Ben Watson (83.) BLACKBURN ROVERS - WEST HAM 1-1 0-1 Mark Noble (34.), 1-1 Keith Andrews (50.). FULHAM - MANCHESTER UNITED 2-0 1-0 Danny Murphy (17.), 2-0 Zoltan Gera (86.). NEWCASTLE UNITED - ARSENAL 1-3 0-1 Nicklas Bendtner (56.), 1-1 Obafemi Martins (57.), 1-2 Abou Diaby (63.), 1-3 Samir Nasri (66.). PORTSMOUTH - EVERTON 2-1 0-1 Leighton Baines (3.), 1-1 Peter Crouch (21.), 2-1 Peter Crouch (74.). STOKE CITY - MIDDLESBROUGH 1-0 1-0 Ryan Shawcross (83.). TOTTENHAM HOTSPUR - CHELSEA 1-0 1-0 Luka Modric (49.). WBA- BOLTON WANDERERS 1-1 0-1 Matthew Taylor (66.), 1-1 Robert Koren (81.) STAÐA EFSTU OG NEÐSTU LIÐA: Man, United 29 20 5 4 49-18 65 Liverpool 30 18 10 2 54-21 64 Chelsea 30 18 7 5 49-17 61 Arsenal 30 15 10 5 48-27 55 Aston Villa 30 15 7 8 43-36 52 Everton 30 13 9 8 40-31 48 ----------------------------------------------------- Portsmouth 29 8 8 13 32-46 32 Stoke City 30 8 8 14 29-47 32 Blackburn 30 7 10 13 33-49 31 Newcastle United 30 6 11 13 36-49 29 Middlesbrough 30 6 9 15 21-42 27 WBA 30 6 6 18 26-55 24 ÚRSLIT HANDBOLTI Strákarnir okkar skutu sér á topp 3. riðils í undankeppni EM 2010 með stórsigri á Eistlend- ingum, 38-24, að Ásvöllum í gær. Strákarnir áttu hreint frábæran leik og gengu í raun frá honum á 30 mínútum enda staðan í leikhléi, 20-8. Áhorfendur, sem troðfylltu Ásvelli, urðu vitni að sannkallaðri handboltaveislu í gær. „Við vorum alveg svakalega til- búnir og það skóp sigurinn. Við leiðum með tólf mörkum í hálfleik og slíkt hefst ekkert af sjálfu sér. Menn voru ekki að vanmeta and- stæðinginn og þess vegna náðum við þessu forskoti. Þrátt fyrir góð úrslit og góða stöðu erum við ekki farnir að fagna sæti í Austurríki enda er mikið eftir,“ sagði glað- beittur þjálfari íslenska liðsins, Guðmundur Guðmundsson. Eins og svo margoft áður hafði hann undirbúið lið sitt óaðfinnan- lega. Strákarnir algjörlega tilbúnir í slaginn nánast frá fyrstu mínútu. Liðið spilað lungann úr leiknum hreint stórkostlegan varnarleik og sökkti Eistlendingunum síðan með hraðaupphlaupum. Alls komu 19 mörk úr hröðum upphlaupum sem er ekki ónýtt. Það er ekki bara þessi góði varnarleikur og fínu hraðaupp- hlaup sem skapa sigurinn. And- legt ástand leikmanna er líka til fyrirmyndar og Guðmundi virðist ávallt takast að senda lið sitt inn á völlinn í hárréttu hugarástandi. Það er eins og undirbúningur hans og aðstoðarmannanna sé óaðfinn- anlegur leik eftir leik. Leikmenn landsliðsins hafa óbil- andi trú á eigin getu og því sem liðið er að gera. Menn vinna af fórnfýsi hver fyrir annan og hafa svakalega gaman af hlutunum. Það virðist líka engu skipta hverjir spila hverju sinni. Allir skila sínu. „Það eru ekki mörg landslið í heiminum sem myndu þola það að missa sex algjöra lykilmenn úr sínum hópi. Það er rosalega jákvætt hvað okkur gengur vel í þessari erfiðu stöðu,“ sagði Guð- mundur og breiddin í landsliðinu er að verða mjög mikil. Það mikil að það á eftir að verða hausverkur fyrir landsliðsþjálfarann að velja hópinn þegar sterkir menn snúa til baka úr meiðslum. „Vissulega verður það erfitt en það er ánægjulegt að sjá hvað þessir strákar falla vel inn í það sem við erum að gera,“ sagði Guð- mundur. henry@frettabladid.is Á hraðri leið á EM í Austurríki Íslenska hraðlestin skoraði 19 mörk úr hraðaupphlaupum gegn Eistlendingum og kafsigldi gestina. Niður- staðan glæsilegur 14 marka sigur. Ísland komið á toppinn í riðlinum og með annan fótinn á EM 2010. MAGNAÐUR Ásgeir Örn Hallgrímsson fór á kostum í Makedóníu og svo aftur á sínum gamla heimavelli gegn Eistum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÍSLAND-EISTLAND 38-24 Mörk Íslands (skot): Ásgeir Örn Hallgrímsson 7 (8), Aron Pálmarsson 6 (7), Guðjón Valur Sigurðsson 5/3 (7/3), Ingimundur Ingimundarson 3 (5), Ragnar Óskarsson 3 (3), Þórir Ólafsson 3 (3), Rúnar Kárason 3 (6), Vignir Svavarsson 2 (3), Sturla Ásgeirsson 2 (2), Róbert Gunnarsson 2 (4), Sigurbergur Sveinsson 2 (3). Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 12 (29) 41%, Hreiðar Levý Guð- mundsson 6 (13/1) 46%. Hraðaupphlaup: 19 (Ásgeir 4, Ingi- mundur 3, Þórir 3, Guðjón 2, Róbert 2, Vignir 2, Sturla 2, Aron). > Fjörið heldur áfram í Grindavík Hin stórskemmtilega úrslitakeppni Ice- land Express-deildar karla heldur áfram í Röstinni í Grindavík í kvöld. Þá hefst hitt undanúrslitaeinvígið er Grindavík tekur á móti Snæfelli. Grindavík ruddi ÍR auð- veldlega úr vegi á leið sinni í undanúr- slitin en Snæfell þurfti oddaleik til þess að ryðja Stjörnunni úr vegi. Vinna þarf þrjár viðureignir til þess að komast í úrslitarimmuna. Leikurinn hefst klukkan 19.15 í kvöld. Á sama tíma hefst annar leikur KR og Hauka í úrslitaein- vígi kvennaboltans. Leikið verður vestur í bæ. FÓTBOLTI Það er óhætt að segja að helgin hafi spilast vel fyrir Liver- pool. Á laugardag töpuðu bæði Man. Utd og Chelsea og Liverpool nýtti tækifærið til fullnustu í gær er það valtaði yfir Aston Villa, 5-0. United er því aðeins með eins stigs forskot á toppnum en hefur leikið einum leik færra en Liverpool. „Við hefðum átt að bæta í og skora meira til þess að fá marka- muninn meira með okkur,“ sagði Rafa Benitez, stjóri Liverpool, eftir leikinn í dag en Liverpool hefur nú skorað meira en United í vetur. „Maður veit aldrei hvað þarf til að vera meistari og við eigum að nýta öll svona tækifæri manni fleiri. Ég er samt ekki að kvarta, var mjög ánægður með frammi- stöðuna,“ sagði Benitez. - hbg Spenna í enska boltanum: Liverpool stigi á eftir United SJÓÐHEITUR Steven Gerrard skoraði þrennu í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Ísland lék í gær vináttulandsleik gegn Færeyjum í Kórnum í Kópavogi og tapaði, 2-1. Um hálfgerðan B-landsleik var að ræða þar sem þjálfarar beggja liða stilltu upp ungu og óreyndu liði. Færeyingar skoruðu tvívegis í fyrri hálfleik, í bæði skipti eftir aukaspyrnu Súna Olsen á hægri kantinum. Fyrst skoraði fyrirliðinn Fróði Benjaminsen með skalla og svo varð Keflvíkingurinn Guðjón Árni Antoníusson fyrir því óláni að skora sjálfsmark skömmu fyrir hálfleik. Ísland var miklum mun meira með boltann, sérstak- lega í fyrri hálfleik, en gekk illa að skapa sér færi. Þegar það tókst strandaði það á Gunnari Nielsen, stórgóðum markverði Færeyja, en hann er á mála hjá Manchester City. Hann var án efa maður þessa leiks. „Það var mjög lélegt að tapa þessum leik,“ sagði Davíð Þór Viðarsson sem var fyrirliði íslenska landsliðsins. „Það má skrifa bæði mörkin sem við fengum á okkur á einbeitingar- leysi. Við eigum ekki að tapa á móti Færeyjum enda erum við með betra lið en þeir. Þetta var nokkuð dapurt.“ Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari tók í svipaðan streng. „Mér fannst við virka áhugalausir í fyrri hálfleik og vorum ekki í takt við leikinn. Við vorum seinir í alla bolta og í öll návígi. Þetta var í raun bara göngubolti og full rólegt. Seinni hálfleikurinn var þó skárri en það vantaði afgerandi færi til að skora mark sem tókst þó í blálokin.“ Ólafur sagði Færeyinga einnig hafa gert vel í sinni varnarvinnu og ekki megi taka það af gestunum. Hann sagðist þó sáttur við að hafa fengið þennan leik og lært ýmislegt af honum. „Þarna fékk fullt af ungum strákum tækifæri með landsliðinu. Ég sá margt sem ég veit betur núna og hef ég nú myndað mér ákveðnari skoð- anir á mönnum.“ ÍSLENSKA KNATTSPYRNULANDSLIÐIÐ: TAPAÐI Í FYRSTA SINN FRÁ UPPHAFI FYRIR FÆREYJUM Við eigum ekki að tapa fyrir Færeyjum KÖRFUBOLTI KR hefur lagt línurn- ar fyrir frábært undanúrslitaein- vígi í Iceland Express-deildinni eftir stórsigur á heimavelli sínum í gær. „Þeir voru bara betri og pökk- uðu okkur saman,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavík- ur, í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn. Keflvíkingar byrjuðu mjög vel í leiknum og voru yfir eftir fyrsta leikhluta 25-21, en KR rétti úr kútnum í öðrum leikhluta og hafði yfir í hálfleik 54-45. Hafi varnar- leikur KR ekki verið nógu góður í fyrri hálfleik, small hann saman í þriðja leikhluta þar sem Kefl- víkingar skoruðu aðeins 12 stig. Þegar um tvær mínútur voru eftir af þriðja leikhlutanum náðu KR- ingarnir 20 stiga forystu og eftir- leikurinn var auðveldur. Benedikt Guðmundsson þjálfari KR var enda sáttur í leikslok. „Það er 1-0 fyrir okkur en það er bara korter búið af þessu einvígi. Ég bað bara um sigur í hverjum leik og mér er alveg sama hvern- ig hann kemur. Við vitum að þetta Keflavíkurlið er ekki sama lið og spilaði hérna í vetur, enda komið með frábæran Kana. Við náðum kannski ekki alveg að loka á hann en við héldum honum sæmilega niðri,“ sagði Benedikt. Þjálfari Keflavíkur var óánægð- ur með sína menn. „Það voru nokkuð margir menn hjá okkur sem léku ekki með núna. Ég þekki þá og veit að þeir taka því persónulega að hafa ekki mætt hérna í kvöld. Við erum ekki góðir ef við mætum bara með tvo menn með hausinn rétt skrúfaðan á,“ sagði Sigurður. - bb KR komið með forystuna í einvíginu gegn Keflavík: Valtað yfir Keflvíkinga HEITUR Jón Arnór Stefánsson sýndi frábæra takta í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLU KR-Keflavík 102-74 (54-45) Stig KR: Jón Arnór Stefánsson 24, Helgi Magnús- son 16, Fannar Ólafsson 14, Jason Dourisseau 12 (10 frák), Jakob Sigurðarson 9, Brynjar Björnsson 8, Baldur Ólafsson 6, Skarphéðinn Ingason 6, Guðmundur Magnússon 4, Darri Hilmarsson 2, Pálmi Sigurgeirsson 1. Stig Keflavíkur: Jesse Rosa 24, Sigurður Þorsteinsson 17 (11 frák), Gunnar Einarsson 17, Vilhjálmur Steinarsson 7, Almar Guðbrandsson 4, Hörður Vilhjálmsson 2, Sverrir Sverrisson 2, Elvar Sigurjónsson 1.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.