Fréttablaðið - 23.03.2009, Blaðsíða 4
4 23. mars 2009 MÁNUDAGUR
ORKUMÁL Iceland America Energy
(IAE), félag í meirihlutaeigu REI,
útrásararms Orkuveitu Reykjavíkur,
er svo gott sem gjaldþrota og eign-
ir félagsins í Bandaríkjunum eru
flestar verðlitlar og duga ekki fyrir
skuldum. Fjárfesting sem nemur um
1,8 milljörðum króna, og er að mestu
leyti íslensk, virðist að engu orðin.
Verði félagið gjaldþrota er það talið
hafa í för með sér fjölda málsókna
vegna ógreiddra launa og skulda við
birgja.
Tal Finney stjórnarmaður, sem á
fimmtán prósent í IAE, kynnti opin-
berlega viðskiptaáætlun til að bjarga
IAE. Þar kemst Finney að þeirri
niðurstöðu að félagið sé svo gott sem
gjaldþrota og flestar eignir félags-
ins séu verðlitlar. Grunnhugsunin í
áætlun hans er að REI leggi félaginu
til 340 milljónir króna í rekstrarfé.
Hann telur að hægt sé að margfalda
virði félagsins á nokkrum mánuðum.
Samkvæmt heimildum Fréttablaðs-
ins eru litlir möguleikar á því að
rétta félagið við í því viðskiptaum-
hverfi sem nú er í Bandaríkjunum.
Fái Finney hljómgrunn hjá stjórn-
endum OR og REI rynni rekstrar-
féð að líkindum að hluta í hans eigin
vasa þar sem hann er einn kröfuhafa
á IAE vegna leigu á skrifstofuhús-
næði, lögfræði- og ráðgjafarstarfa.
Kjartan Magnússon, stjórnarfor-
maður REI, fór til Bandaríkjanna
nýlega til að kynna sér stöðu fyrir-
tækisins og fundaði með Tal Finney.
Hann telur það ofsagt að IAE sé svo
gott sem gjaldþrota. Hann segir að
reynt sé að hámarka þau verðmæti
sem búi í fyrirtækinu. „Einn hefur
gefið sig fram og lýst yfir áhuga.“
Kjartan vill ekki gefa upp hver sá
aðili sé né hvað hann vilji að borga
fyrir IAE. Jafnframt segir Kjartan
að það komi ekki til greina að REI
leggi IAE til frekara rekstrarfé, eins
og Tal Finney telur að sé nauðsyn-
legt.
Hezy Ram, eigandi orkufyrirtæk-
isins Ram Power Inc., sem GGE,
fyrrverandi meirihlutaeigandi í
IAE, fékk til að meta stöðu fyrirtæk-
isins í desember 2008, komst einnig
að þeirri niðurstöðu að fyrirtækið
væri í alvarlegum vanda. Ram mælti
með að umsvif IAE yrðu stórlega
minnkuð með sölu eigna og skuldir
greiddar.
Spurður um stöðumat sitt á
fyrirtækinu segir Hezy Ram að hann
hafi starfað í nokkra daga hjá IAE
eftir að fyrrverandi framkvæmda-
stjóri, Magnús B. Jóhannesson, var
rekinn. „Ég kom þeirri skoðun minni
á framfæri við stjórnina að eina leið-
in til að koma í veg fyrir gjaldþrot
væri sala eigna. Mínum hugmyndum
var hafnað enda þýddi hún að eig-
endur IAE fengju ekkert.“
svavar@frettabladid.is
Diddy.is
Diddy.is
dy.is
Diddy.is
iddy.is
Diddy i.
ddy is
s
is
y isDidd .Fallegar vörur og frábært verð, sjón er sögu ríkari
Did
Didd
Did
Útsala Útsala
Full búð af nýjum vörum, allt á
að seljast, verslunin hættir. Tilvalið
tækifæri að eignast fl ott föt á frábæru
verði í kreppunni. 30%, 50% og
70% afsl. í boði.
Buxur, leggings, toppar, kjólar, mussur,
peysur og margt fl eira
í boði. Allt topp vörur. og lygilegt verð.
Stærðir frá 38 til 50.
Opið frá 13 - 18 virka daga
og 13 - 16 laugardag
Diddy.is
Faxafeni 14 • s: 588 8400
Orkuútrás REI talin
stefna í gjaldþrot
Orkuútrás REI í Bandaríkjunum virðist úr sögunni og tæpir tveir milljarðar
tapaðir. Iceland America Energy, félag í meirihlutaeigu REI, er svo gott sem
gjaldþrota, að mati stjórnarmanns. Ofsagt, segir stjórnarformaður REI.
ORKA IAE starfar að fjölmörgum verkefnum í Bandaríkjunum en illa horfir með
flest þeirra, og stjórnarmaður segir eignir verðlitlar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
■ Iceland America Energy var í eigu Enex.
■ Enex var í eigu GGE (73%) og REI (26,5%).
■ Enex var skipt upp á milli GGE og REI í febrúar.
■ REI yfirtók hlut Enex í IAE og á nú 84% í IAE.
■ GGE fékk hlut Enex í verkefnum í Þýskalandi og Kína.
SKIPTING ENEX Á MILLI REI OG GGE
LÖGREGLUMÁL Á annan tug bíla
lenti í árekstrum á Hellisheiði í
aftakaveðri á laugardag.
Tilkynnt var um þriggja bíla
árekstur á heiðinni rétt fyrir
klukkan fimm á laugardag.
Skömmu síðar urðu þrír árekstr-
ar á svipuðum slóðum og telst
lögreglunni á Selfossi svo til að
tjón hafi orðið á þrettán bílum.
Engin alvarleg slys urðu á fólki
en Hellisheiðinni var lokað á
meðan lögregla og sjúkraflutn-
ingamenn voru að störfum.
Laust fyrir klukkan sjö lentu
svo snjóplógur og fólksbíll saman
í Þrengslunum og voru þau lokuð
í nokkrar klukkustundir. - ve
Aftakaveður á Hellisheiði:
Á annan tug
bíla í árekstrum
BANDARÍKIN Leikkonan Natasha
Richardson var borin til grafar í
gær. Bara nánustu ættingjar og
vinir voru við-
staddir.
Richardson
var jarðsett í
Millbrook, um
níutíu mílur
norður af New
York. Þar gift-
ist hún leik-
aranum Liam
Neeson og ól
upp syni þeirra tvo.
Richardson lést á sjúkrahúsi í
New York síðastliðinn miðviku-
dag eftir skíðaslys í Kanada. - ve
Richardson borin til grafar:
Jörðuð nærri
heimili sínu
NATASHA
RICHARDSON
VEÐURSPÁ
Alicante
Bassel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
19°
18°
6°
5°
9°
7°
6°
6°
6°
19°
11°
19°
7°
24°
2°
15°
16°
1°
Á MORGUN
6-15 m/s
Hvassast á Vestfjörðum.
-4-3
-1 0
MIÐVIKUDAGUR
Norðlægar áttir.
5
7
3
4 2
3
3
2
5
6
8
4
3
1
2
1
2
2
5
3
5
-2
5
4
0
0 -1
-3
VÍÐA BJART
Úrkomulítið
hæg lætisveður
einkennir veðrið
í dag en lægð
kemur upp að
landinu í kvöld
eða nótt með
tilheyrandi vindi og
vætu. Vorið lætur
eitthvað bíða eftir
sér en horfur eru á
frekar svölu veðri í
vikunni og kólnar
töluvert um miðbik
vikunnar.
Soffía
Sveinsdóttir
veður-
fréttamaður
BANDARÍKIN, AP Barack Obama
Bandaríkjaforseti fagnaði á
laugardag endurkomu Frakklands
að stjórn Atl-
antshafsbanda-
lagsins (NATO)
eftir 43 ára
fjarveru. Obama
sagði fulla þátt-
töku Evrópu-
sambandslands-
ins styrkja
bandalagið og
Evrópu alla.
Franska þingið lýsti fyrr í mán-
uðinum yfir stuðningi við ríkis-
stjórn Sarkozys sem lagði það til að
Frakkar tækju aftur þátt í hernað-
arsamstarfi NATO. Frakkar hættu
samstarfinu fyrir fjórum áratug-
um í mótmælaskyni vegna hernað-
aryfirburða Bandaríkjanna.
AP fréttastofan segir vísbend-
ingar um að Bandaríkin komi til
með að styðja Anders Fogh Rasm-
ussen í forsæti NATO, líkt og
Frakkland, Þýskaland og Bretland
geri. - ve
Obama Bandaríkjaforseti:
Fagnar endur-
komu Frakka
BARACK OBAMA
REYKJANES Hópur hnísa fór mikinn
í sjónum fyrir utan Keflavík og
Njarðvík á laugardag. Sjónarvott-
ar telja að dýrin hafi verið 100 til
200 talsins, en atgangurinn sást
vel úr landi.
Þá sáu farþegar á hvalaskoðun-
arskipinu Eldingu hnúfubakstorfu.
„Hnúfubakarnir voru uppteknir
við að éta. Það var mikið af fiski
þarna, annað hvort síld eða loðnu,“
segir Roland Buchholz, skipstjóri
á Eldingunni. „Við sáum þá mjög
vel. Hnúfubakar skipta sér ekkert
af okkur þegar þeir gramsa í æti.
Þeir koma bara reglulega upp til
að anda og stinga sér svo niður og
sýna þá vel sporðinn.“
Hnúfubakarnir í Njarðvík voru
fullorðin dýr en frekar ung, að
sögn Rolands, 13 til 15 metra löng.
- ghs
Hvalir við Keflavík og Njarðvík:
Hnísur við land
STÖKKVANDI HVALIR Hundruð hnísa voru
nálægt landi við Keflavík og Njarðvík á
laugardaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/HILMAR BRAGI
EFNAHAGSMÁL „Þetta hefur geng-
ið vonum framar hingað til og
við getum ekki verið annað en
sátt, því við höfðum reiknað með
meiri samdrætti. En auðvitað eru
blikur á lofti hér eins og annars
staðar,“ segir Jón Ingvar Pálsson,
yfirlögfræðingur hjá Innheimtu-
stofnun sveitarfélaga, sem sér um
innheimtu meðlagsgreiðslna. Inn-
heimtuhlutfall greiðslnanna hefur
lækkað í kringum ellefu prósent frá
því á sama tíma á síðasta ári.
Að sögn Jóns Ingvars innheimti
stofnunin meðlagsgreiðslur að upp-
hæð 416 milljónir króna fyrstu tvo
mánuði þessa árs, miðað við 426
milljónir í fyrra. Upphæð greiðsln-
anna hækkaði um 9,6 prósent um
áramótin. Sé sú hækkun tekin með
er innheimtuhlutfallið nú um 69
prósent, en var 80 prósent.
Jón Ingvar segir að í ljósi efna-
hagsástandsins sé hátt innheimtu-
hlutfall verðugt rannsóknarefni
fyrir félagsfræðinga. „Í gegnum
árin hefur það virst sem svo að
verðmætamat fólks breytist í niður-
sveiflum, þegar þrengir að. Fólk
hugsar kannski frekar um að fram-
færa börnin sín en að kaupa sér vél-
sleða eða eitthvað slíkt. En þetta eru
auðvitað bara vangaveltur.“
Jón Ingvar segir mikið um að
atvinnulaust fólk leiti til stofnun-
arinnar og óski eftir greiðslufresti.
„Það er tekið vel í það hjá fólki í
þessu ástandi,“ segir Jón Ingvar
Pálsson. - kg
Yfirlögfræðingur segir hátt innheimtuhlutfall meðlags verðugt rannsóknarefni:
Hefur gengið vonum framar
Áhöfnin var drukkin
Fraktskip strandaði rétt utan við
Kaupmannahöfn í gærmorgun.
Danski sjóherinn hafði fylgst með
skipinu í nokkurn tíma og séð að
stefndi í strand. Þyrla reyndi árang-
urslaust að ná sambandi við skipið.
Þegar lóðsinn kom um borð reyndist
áhöfnin öll dauðadrukkin og hafði
skipstjórinn ekki orðið strandsins var.
DANMÖRK
Varð afi um helgina
Anders Fogh Rasmussen, forsæt-
isráðherra Danmerkur, varð afi um
helgina þegar dóttir hans eignaðist
stúlku sem var 3.400 grömm að
þyngd og 50 sentimetrar að lengd.
Þetta tilkynnti forsætisráðherrann á
Facebook-síðu sinni.
BARNASÝNING Yfirlögfræðingur hjá Inn-
heimtustofnun sveitarfélaga er ánægður
með innheimtuhlutfall meðlagsgreiðslna
fyrstu tvo mánuði ársins. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
GENGIÐ 20.03.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
186,9614
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
113,44 113,98
163,93 164,73
153,85 154,71
20,645 20,765
17,840 17,946
13,923 14,005
1,1874 1,1944
171,36 172,38
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR