Fréttablaðið - 23.03.2009, Blaðsíða 8
8 23. mars 2009 MÁNUDAGUR
SAMFÉLAGSMÁL Hækkun á heildar-
kostnaði við ættleiðingu hefur
ekki komið til framkvæmda. Þá
er Íslensk ættleiðing hætt við að
krefjast þess að umsækjendur
greiði nýtt 60 þúsund króna gjald
fyrir 1. apríl eða líta annars svo
á að umsækjendur hafi fallið frá
umsókn sinni. Þetta kemur fram í
yfirlýsingu frá Ingibjörgu Birgis-
dóttur, varaformanni Íslenskrar
ættleiðingar.
Í bréfi sem Íslensk ættleiðing
sendi félagsmönnum nýlega var
tilkynnt að kostnaðurinn verði
2,5-2,8 milljónir króna með ferð-
um, fyrst og fremst vegna gengis-
falls íslensku krónunnar. Heildar-
kostnaðurinn mun samkvæmt því
næstum tvöfaldast en hann hefur
fram til þessa verið 1,2-1,5 milljón-
ir króna, samkvæmt upplýsingum
Fréttablaðsins.
Í yfirlýsingu varaformanns-
ins segir að stjórnin harmi það að
kynning á þessu nýja fyrirkomu-
lagi hafi ekki verið nægilega skýr
frá hendi félagsins. Gerð verði
ítarlega grein fyrir henni á aðal-
fundi á næstunni.
Hópur umsækjenda hjá Íslenskri
ættleiðingu veltir fyrir sér að
kanna réttarstöðu sína vegna
hækkunar Íslenskrar ættleiðing-
ar. Skýringar félagsins þykja óljós-
ar og almenns eðlis og ákvörðunin
sjálf órökstudd og óskýrt hvar og
af hverjum hún hafi verið tekin.
Félagsmenn sem Fréttablaðið
hefur rætt við benda á að heildar-
kostnaður sé ekki sundurliðaður,
einstaka kostnaðarliðir ekki til-
greindir og ekki gerð grein fyrir
því hver raunáhrif gengisfallsins
eru. - ghs
NÝTT GJALD Íslensk ættleiðing tilkynnti
félagsmönnum sínum nýlega um nýtt
gjald og nærri tvöföldun á heildarkostn-
aði ættleiðinga. Hækkunin hefur ekki
enn komið til framkvæmda.
Hækkun á heildarkostnaði við ættleiðingu nærri tvöfaldast milli ára:
Þykir órökstudd og óskýr
NEYTENDAMÁL Guðbirni Magnússyni
varð brugðið þegar komið var að því
að borga fyrir ferð um Hvalfjarðar-
göngin fyrir skemmstu en hann
hafði venjulega borgað 200 krónur
fyrir kerru sem hann var með aftan
í jeppabifreið sinni. Þegar hann kom
með sömu kerru aftan í Ford-pallbíl
varð hann hins vegar að borga 800
krónur fyrir kerruna.
„Það er ósköp undarlegt að borga
margfalt meira fyrir sömu kerr-
una því hún er dregin af annars
konar bíl,“ segir Guðbjörn sem býr
í Reykjavík en gerir út á línubát frá
Akranesi og þarf því oft að fara um
göngin.
„Það er alveg skýrt í gjaldskrá
að verðið ákvarðast af bílnum,“
útskýrir Marinó Tryggvason,
afgreiðslustjóri Spalar. „Eins
og segir þar; „ökutæki í öðrum
gjaldflokki, með eftirvagn, fær-
ast upp í þriðja gjaldflokk ef
heildarlengd er yfir 8 metrar“,
það hlýtur að vera það sem um
er að ræða.“
Hann segist ekki hafa feng-
ið kvartanir vegna þessa áður.
Hann segir enn fremur ástæðu
fyrir ökumenn pallbíla til að
vera kátir því gjald fyrir slíka
bíla hefur lækkað um helming á
undanförnum árum. - jse
Bílstjóri ósáttur við gjald í Hvalfjarðargöngum:
Bíllinn ræður kerruverði
BRETLAND Frásagnir af fljúg-
andi furðuhlut sem líktist bjúg-
verpli (boomerang) og af góð-
látlegri geimveru, eru á meðal
leyniskjala sem breska varnar-
málaráðuneytið hefur opinberað,
greinir breska ríkisútvarpið frá.
Kona með hund á að hafa hitt
geimveru í nóvember 1989. Sú
kvaðst frá plánetu svipaðri jörð-
inni. Konan lýsti verunni sem
ljóshærðum manni sem talaði
með skandínavískum hreim.
Hún varð hrædd og flúði, en sá
á flóttanum hnöttótt fyrirbæri
umvafið hvítu og appelsínugulu
ljósi lyftast frá jörðu. - ve
Kona nokkur í Norwich:
Rakst á geim-
veru í göngutúr
1 Hvaða athafnamaður stend-
ur á bak við hugmyndir um að
flytja sjúklinga inn til með-
ferðar á Suðurnesjum?
2 Hver sýnir fyrir Íslands hönd
á Tvíæringnum í Feneyjum?
3 Hvað heitir forseti Rúss-
lands?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 26
UTANRÍKISMÁL „Forsvarsmenn
breskra stjórnvalda, þar með taldir
þingmenn úr báðum deildum breska
þingsins, halda fast við þá afstöðu
að það hafi verið fyllilega réttlæt-
anlegt að beita umdeildum hryðju-
verkavarnalögum til að frysta eigur
Landsbankans og íslenskra stjórn-
valda í Bretlandi í því skyni að
verja hagsmuni breskra sparifjár-
eigenda.“ Þetta segir Ólafur Elías-
son, einn talsmanna Indefence-
hópsins svonefnda, eftir fund sem
hópurinn átti í þinghúsinu í Lund-
únum fyrr í vikunni.
Á fundinum afhenti Lukka Sig-
urðardóttir þær rúmlega 83.000
undirskriftir sem söfnuðust í vetur
á vef indefence.is við mótmæla-
yfirlýsingu við beitingu hryðju-
verkalaganna. Við undirskrift unum
tók Austin Mitchell, þingmaður
Verkamannaflokksins og formað-
ur tengslanefndar breska þingsins
við Alþingi.
Ólafur segir að á blaðamanna-
fundi sem haldinn var í þinghúsinu
hafi verið lesin upp ályktunin sem
skrifað var undir í söfnuninni, en
þar er beiting hryðjuverkalaganna
fordæmd. Talsmenn hópsins röktu
hvernig málavextir horfðu við
Íslendingum, þar á meðal hvernig
æðstu ráðamenn Breta hefðu beitt
sér af hörku í áróðri gegn málstað
Íslendinga, svert orðspor þjóðar-
innar og valdið henni ómældu tjóni.
Ítrekuðu þeir ósk þeirra er skrif-
uðu undir mótmælayfirlýsinguna
um að bresk stjórnvöld bæðust
afsökunar á þessu framferði sínu
svo að leggja mætti þennan ljóta
kafla í samskiptum þjóðanna að
baki og hægt yrði að snúa sér að
því að byggja þau samskipti upp á
betri grunni.
Mitchell sagðist harma þessa
atburðarás. En hann og aðrir við-
mælendur hópsins, þar á meðal
háttsettur fulltrúi úr utanríkis-
ráðuneytinu, báru fyrir sig að bresk
stjórnvöld hefðu „ekki átt annarra
kosta völ“ en að grípa til þessara
hryðjuverkalaga til að verja hags-
muni breskra sparifjáreigenda í
íslensku bönkunum. Þessari full-
yrðingu andmæltu breskir lögmenn
sem voru í fylgd Indefence-manna.
Að þeirra sögn hefði alls ekki þurft
að beita þessum harkalegu aðferð-
um; næg önnur úrræði hefðu verið
fyrir hendi til að verja hagsmuni
sparifjáreigenda.
Ólafur segir hópinn einnig hafa
spurt bresku þingmennina hvort
þeir hefðu heyrt að einhverjar aðrar
ástæður en vernd sparifjáreigenda
kynni að hafa legið að baki ákvörð-
uninni um beitingu hryðjuverka-
laganna, eins og sögusagnir hefðu
heyrst um á Íslandi. Við það könn-
uðust þeir ekki, sem væri í sam-
ræmi við það sem fram hefur komið
í umræðum um málið á breska
þinginu. Þingmennirnir hefðu hins
vegar boðist til þess að koma fyrir-
spurn um málið á framfæri í þing-
inu, og segir Ólafur hópinn ætla að
þiggja það boð.
audunn@frettabladid.is
Réttlæta beit-
ingu hryðju-
verkalaganna
Bresk stjórnvöld álíta það eftir sem áður réttlætanlegt
að hafa beitt hryðjuverkalögum gegn Íslendingum,
að sögn talsmanna Indefence-hópsins sem afhenti
mótmæli við þeim gerningi í London í vikunni.
UNDIRSKRIFTIR AFHENTAR Austin Mitchell, þingmaður Verkamannaflokksins og
formaður Íslandstengslanefndar breska þingsins, tekur við undirskriftalista indefence.
is úr hendi Lukku Sigurðardóttur í gervi íslensku fjallkonunnar. LJÓSMYND/SHH/INDEFENCE.IS
Forsvarsmenn breskra
stjórnvalda halda fast
við þá afstöðu að fyllilega
réttlætanlegt hafi verið að beita
umdeildum hryðjuverkalögum.“
ÓLAFUR ELÍASSON
EINN TALSMANNA INDEFENCE-HÓPSINS
VEISTU SVARIÐ?