Fréttablaðið - 23.03.2009, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 23.03.2009, Blaðsíða 24
 23. MARS 2009 MÁNUDAGUR 80 prósent Vesturlandabúa eiga við bakvandamál að stríða einhvern tíma á ævinni, þar af eru um tíu prósent sem glíma við þrálát vandamál. Allt byrjar þetta í skólum landsins þar sem krakkar sitja allt of mikið segir Haraldur Magnússon, hrygg- og liðskekkjufræðingur (osteópati). „Það er ekki til hin fullkomna set- staða, líkaminn reiðir sig á hreyf- inguna og þannig má segja að við séum háð því að breyta um stöðu,“ segir Haraldur Magnússon, osteópat eða hrygg- og liðskekkju- fræðingur, sem í vinnu sinni að- stoðar fólk við að bæta líkams- stöðu sína. Bakvandamál af ýmsu tagi eru sérlega algeng á Vesturlönd- um segir Haraldur sem bendir á að rannsóknir sýni að 80 prósent Vesturlandabúa glíma við bakverki um ævina. „Vandamál í baki eiga að miklu leyti rætur sínar að rekja til vitlausrar líkamsstöðu, þar á meðal brjósklos sem margir kann- ast við.“ Vandamál Vesturlandabúa hefst á unga aldri, með of löngum setum á stólum í skólum. „Stoðkerfi okkar miðast við hreyfingu, kerfið reiðir sig á hreyfinguna til að gera sig ferskt,“ segir Haraldur sem bendir á að stoðkerfi okkar verði auðvitað veikara því minni þjálfun sem við séum í og stoðkerfið, það er að segja vöðvarnir sem hafa að megin- markmiði að halda okkur uppi, veikist við miklar setur. ÁLAG Á BAKIÐ AÐ SITJA „Þegar við sitjum kyrr þá drögum við úr styrk okkar. Við erum held- ur ekki hönnuð til þess að sitja ef svo má að orði komast, rannsókn- ir sýna að það er 40 prósent meira álag á mjóbakið þegar við sitjum en þegar við stöndum,“ segir Har- aldur. Skólakrakkar standa auðvitað upp á milli tíma en það segir hann ekki nægja, þau þyrftu að standa upp í það minnsta á 20 mínútna fresti til þess að rétta úr sér og minnka líkurnar á því að líkams- staða þeirra versni. „Það er líka sagt að krakkar haldi ekki einbeit- ingu lengur en í tuttugu mínútur og þannig er kominn enn frekari rök- stuðningur fyrir því að gera pásu á tuttugu mínútna fresti.“ Gott ráð til þess að halda hreyf- anleika líkamans bæði fyrir börn og fullorðna er að sitja á hreyfan- legum hlutum eins og til dæmis stórum boltum. Haraldur segir það tíðkast á meðal stórfyrirtækja í Þýskalandi að láta alla sitja á bolt- um. „Það er samt ekki rétt sem sumir halda fram að við sitjum alltaf rétt ef við sitjum á boltum, við getum rétt eins verið hokin á þeim.“ LÆRUM SJÓNRÆNT Haraldur bendir á að við lærum sjónrænt og fullorðnir séu ekki góð fyrirmynd barna í líkamsburði, þau hermi eftir okkur hoknar stöður. „Svo er annað sem spilar inn í þetta, það eru tískusveiflur, dissaratískan svokallaða þar sem allir sitja keng- bognir með buxurnar á hælunum. Hún er ekki beinlínis góð fyrir- mynd fyrir krakka.“ Slæm líkamsstaða í vinnunni er að sögn Haraldar afar stór þáttur í vandamálum fólks. Fólk sem situr mikið í vinnunni er þar fremst í flokki og þar eiga Vesturlandabú- ar met. „Flestir venja sig á vitlausa líkamsstöðu og þó að líkaminn að- lagist því þá gerist það iðulega að allt í einu förum við yfir sársauka- þröskuldinn og þá er illt í efni.“ Líkamsrækt er ekki lausn á vandanum svona út af fyrir sig segir Haraldur, vegna þess að þeir sem þegar eru í vitlausri stöðu æfa þá einnig í henni og styrkja þannig vöðva sem viðhalda rangri stöðu. „Ýmis líkamsræktartæki eru dæmi um æfingar sem geta aukið vanda- mál í baki í stað þess að draga úr þeim, til dæmis róðrartæki.“ GÓÐ OG VOND LÍKAMSRÆKT Pílates-æfingar eru hins vegar að sögn Haraldar mjög góðar fyrir lík- amsstöðukerfið, það er að segja ef maður veit hvernig á að vera beinn og æfir í réttri stöðu. „Í raun hafa allar æfingar möguleikann á því að vera góðar en líka slæmar,“ segir hann. „Jafnvel líkamsrækt sem allir myndu halda að væri góð, eins og að ganga, gerir bakinu ekki gott ef maður ber sig vitlaust; hún er auðvitað góð fyrir þolið en ekki fyrir bakið.“ Haraldur, sem lærði stoðkerfis- fræði, hjálpar fólki sem á við bak- vandamál að stríða og segir hann að aðstoðin snúi að einföldustu hlutum þegar fólk kemur í meðferð til hans, hann hjálpi því að sitja rétt, stíga upp úr rúminu, standa og þar fram eftir götunum. Áhugasamir geta fræðst nánar um efnið í fyrirlestri Haraldar um líkamsstöðu í Manni lifandi, þriðju- daginn 31. mars. - sbt Of mikil kyrrseta veldur bakverkjum Bakvandamál eru sjaldgæfari hjá fólki sem ekki situr við skrifborð allan dag- inn. NORDICPHOTOS/GETTY Mjög margir sitja í vitlausri stöðu allan daginn með tilheyrandi álagi á bakið. NORDICPHOTOS/GETTY Of miklar setur fara illa með líkamann segir Haraldur Magnússon osteópat. FRÉTTABLAÐIÐ(ANTON. LÁTTU ÞÉR LÍÐA VEL ... Falleg, tímabær og aðgengileg bók sem vekur hjá þér vellíðan og jákvæðni á krefjandi tímum. 1001 uppbyggileg slökunarheilræði fyrir fólk sem hefur lítinn tíma til að slaka á! Opnunartími í sumar: Mánudaga-fi mmtudaga 9-22 Föstudaga og Laugardaga 9-20 Sunnudaga 9-21 Nánari upplýsingar í Hraunkoti í síma 565-3361 • www.hraunkot.is • hraunkot@keilir.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.