Fréttablaðið - 23.03.2009, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 23.03.2009, Blaðsíða 39
MÁNUDAGUR 23. mars 2009 19 Rihanna óttast nú að kynlífsmynd- band sem hún er sögð hafa gert með fyrrverandi kærasta sínum Chris Brown verði gert opinbert. Samkvæmt heimildum bandaríska tímaritsins Star eru Chris Brown og Rihanna ekki saman sem stend- ur þrátt fyrir að hafa tekið aftur saman eftir að Brown réðst á hana í síðasta mánuði. Umrætt kynlífsmyndband er meðal annars sagt sýna Rihönnu og Chris Brown stunda hlutverka- leiki, en heimildamaður Star segir þau hafa verið ófeimin í kynlífinu. Verði myndbandið opinbert verður það ekki það fyrsta sinnar tegund- ar því Paris Hilton, Pamela Ander- son, Colin Farell og Tom Sizemore hafa öll sést á slíkum upptökum. Kevin Macdonald, leikstjóri myndarinnar State of Play, er ánægður með að hjartaknúsarinn Brad Pitt hætti við að leika í myndinni. Ástæðan er sú að hann var of myndarlegur fyrir hlutverkið. Pitt átti að leika blaðamann í myndinni á móti Ben Affleck, sem leikur stjórnmálamann, en hætti við vegna þess að hann var ósáttur við handritið. Í stað hans var fenginn Russell Crowe. „Að vissu leyti er ég ánægður með að þetta gekk ekki upp með Brad,“ sagði MacDonald. „Sam- bandið á milli blaðamannsins og stjórnmála- mannsins átti að vera þannig að blaðamannin- um átti að líða eins og hálfgerðum klunna sem gæti ekki náð í kærustu. Hann átti að líta upp til stjórnmálamannsins. Þannig er Brad Pitt ekki. Hann þarf ekki að horfa upp til neins og segja: „Ég vildi óska að ég væri með kærustunni þinni“.“ Kvikmyndin, sem er byggð á samnefnd- um breskum sjónvarpsþáttum, er væntanleg í næsta mánuði. Brad Pitt of myndarlegur BRAD PITT Hjartaknúsarinn Brad Pitt hætti við að leika í spennumyndinni State of Play. Leikkonan Gwyneth Paltrow finnur til sektarkenndar vegna þátttöku sinnar í hasarmynd- inni Iron Man 2. Upptökur eru að hefjast í Bandaríkjunum og Paltrow finnst slæmt að þurfa að rífa börnin sín tvö, hina fjögurra ára Apple og hinn eins árs Moses, í burtu frá sínu hefðbundna umhverfi í London. „Ég finn til sektarkenndar sem móðir vegna þess að dóttir mín hlakkar til en sonur minn segir: „Ég vil ekki fara í burtu“,“ sagði Paltrow. „Ég leik samt eiginlega aldrei í kvik- myndum. Ég er eiginlega alltaf með börnunum mínum.“ Paltrow með sektarkennd GWYNETH PALTROW Leikkonan fræga finnur til sektarkenndar vegna þátttöku sinnar í Iron Man 2. STRESSUÐ Rihanna óttast nú að kynlífs- myndband hennar og Chris Brown leki á netið. Rihanna og Brown með kynlífsmyndband Anne Hathaway bað ítalska fata- hönnuðinn Valentino Garavani um að árita kjól sinn í einkasam- kvæmi síðasta þriðjudag. Atvikið átti sér stað í matarboði sem hald- ið var til heiðurs tískukónginum sem er 76 ára. Hann var í þann mund að heilsa gestum sínum þegar hann rak sig í vínglas og helltist úr því yfir kjól Hathaway. Samkvæmt heimildum banda- ríska dagblaðsins New York Daily News brást leikkonan hin almennilegasta við, hló og bað Valentino að árita kjól sinn til minningar um atvikið. Marg- ar stórstjörnur heiðruðu fata- hönnuðinn í boðinu, en þar á meðal voru Madonna og Gwyneth Paltrow. Bað um árit- un Valentino MEÐ BLETT Á KJÓLNUM Anne Hathaway bað Valentino að árita kjól sinn eftir að hann rak sig í vínglas og úr því helltist yfir leikkonuna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.