Fréttablaðið - 25.03.2009, Page 8

Fréttablaðið - 25.03.2009, Page 8
8 25. mars 2009 MIÐVIKUDAGUR 1. Hve háar voru samanlagðar arðgreiðslur viðskiptabankanna þriggja og SPRON árin 2004-7? 2. Hve háan styrk fékk Sjálf- stæðisflokkurinn frá Neyðarlín- unni fyrir kosningarnar 2007? 3. Hver er staðan í einvígi Hauka og KR í körfubolta kvenna eftir tvo leiki? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 DÓMSMÁL Rúmlega tvítugur karl- maður hefur verið ákærður fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra af ríkissaksóknara. Manninum er gefið að sök að hafa á árinu 2008 framvísað föls- uðum lyfseðli í lyfjaverslun í Hag- kaupum á Akureyri eftir að hafa breytt töflufjöldanum á honum úr þrjátíu rítalíntöflum í sextíu. Eftir þetta ók maðurinn, rétt- indalaus, frá lyfjaversluninni og að Fjórðungssjúkrahúsinu. Þar hótaði hann starfsmanni á slysa- deild með klaufhamri og krafði hann um símanúmer geðlæknis- ins sem hann hafði fengið lyfseðil- inn hjá. Þegar það gekk ekki hótaði hann öðrum starfsmanni deildar- innar með klaufhamrinum í sama tilgangi. Skömmu síðar áreitti maðurinn tvo lögreglumenn við störf, ýtti við öðrum og sparkaði í hinn, sem féll til jarðar, að því er segir í ákæru. Þá hótaði hann tveimur mönnum lífláti í kjölfar umferðaróhapps. Loks hótaði hann fjórum lög- reglumönnum sem voru við störf líkamsmeiðingum og hélt hótunun- um áfram á leið á lögreglustöð. Á árinu 2007 hafði maðurinn reynt að ræna leigubílstjóra í Reykjavík. Hann sló bílstjórann og skar hann í andlit og hendur með eggvopni. - jss Ríkissaksóknari ákærir rúmlega tvítugan mann fyrir alvarleg brot: Tvöfaldaði rítalínskammt og skar leigubílstjóra með vopni RÍTALÍN Maðurinn falsaði lyfseðil og breytti fjölda rítalíntaflna úr þrjátíu í sextíu. VOR í ENDURMENNTUN Nánari upplýsingar og skráning: sími 525 4444 endurmenntun.is Verkefnin í garðinum - almenn umhirða og viðhald hefst 1. apríl Fuglar og fuglaljósmyndun hefst 15. apríl Ræktun matjurta í heimilisgarðinum hefst 22. apríl Róm - Borgin eilífa hefst 28. apríl Íslenska flóran hefst 4. maí Frístundalóðir: Umhirða og skipulag hefst 5. maí Fuglar og fuglaskoðun hefst 5. maí Franska Rivieran hefst 11. maí Eldfjöll hefst 13. maí Safnhaugar í heimilisgörðum hefst 18. maí SJÁVARÚTVEGUR Tilmæli til norskra fyrirtækja um að flytja ekki inn fiskimjöl né lýsi frá Íslandi og veiðileyfissvipting íslenskra skipa sem veitt hafa makríl innan norskrar lögsögu eru meðal til- lagna sem Helga Pedersen, sjáv- arútvegsráðherra Noregs, hefur nefnt í norskum fjölmiðlum til að stemma stigu við markrílveiðum Íslendinga. Undanfarna daga hefur hún átti fundi með Huw Irranca-Davies, sjávarútvegsráðherra Breta, sem var í heimsókn í Noregi. „Ég vona að niðurstaðan af fundi þeirra beri það með sér að Íslendingar verði ekki teknir nein- um vettlingatökum,“ segir Audun Maraak, framkvæmdastjóri Sam- taka norskra útgerðarmanna, sem vonar að báðar tillögurnar verði að veruleika. Í vefútgáfu norska dagblaðsins Stavanger Aftenblad er haft eftir Kjell Bjordal, fram- kvæmdastjóra EWOS, sem flyt- ur einna mest inn af fiskimjöli og lýsi frá Íslandi, að ef tilmæli ber- ist frá ráðherra um að sniðganga íslenskar vörur muni fyrirtækið verða við því. „Við erum náttúrlega vanir ýmsum látum frá Norðmönnum en það er þó nýlunda að ráðherra taki þátt í þeim,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útgerð- armanna. Hann segir að ef norsk yfirvöld hvetji til þess að ekki verði flutt inn fiskimjöl og lýsi þá brjóti það bæði í bága við samn- inga EFTA og Alþjóðaviðskipta- stofnunarinnar. „Þá væri það nátt- úrlega mjög alvarlegt mál og við myndum sækja okkar rétt,“ segir hann. Friðrik óttast þó ekki að erfitt yrði að finna annan markað fyrir þessar afurðir. Hann hefur óskað eftir því að Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra, ræði málið við norska kollega sinn. En hvað ef Norðmenn gripu til þess ráðs að svipta íslensk skip sem veitt hefðu makríl veiðileyf- um í norskri lögsögu? „Það er í raun svo fráleitt að ég tel best að vera ekkert að fabúlera um það,“ segir hann. Ef til slíks kæmi m y n d i þ a ð meðal annars hafa áhrif á veiði á norsk- íslensku síld- inni. „Auðvitað myndi það hafa slæm áhrif á okkur ef grip- ið yrði til þessara aðgerða en ég trúi ekki að til þess komi; það væri ekki boðlegt að nútíma sam- félag stæði þannig að málum,“ segir Gunnþór B. Ingvason, fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, en þeir veiddu um 37 þúsund tonn af makríl í fyrra. Ekki náðist í Steingrím J. Sig- fússon né Helgu Pedersen, kollega hans frá Noregi. jse@frettabladid.is Norðmenn íhuga hefndaraðgerðir Sjávarútvegsráðherra Noregs íhugar aðgerðir gegn Íslendingum til að stemma stigu við makrílveiðum þeirra. Viðskiptahöft og bann við veiðum íslenskra skipa í norskri lögsögu eru meðal hugmynda sem ræddar eru. Í ÓLGUSJÓ Íslendingar stíga nú ölduna í samskiptum sínum við Norðmenn. HELGA PEDERSEN FRIÐRIK J. ARNGRÍMSSON GUNNÞÓR B. INGVASON DÓMSMÁL Tveir piltar innan við tvítugt hafa verið dæmdir í skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu skaðabóta fyrir líkams- árás. Þeir réðust á pilt, sem er tveimur árum yngri en þeir, á hjólabrettasvæði á Selfossi. Annar þeirra kýldi piltinn þrisvar í andlitið en hinn sló hann í bakið með kúbeini. Árásarmennirnir játuðu báðir sök fyrir dómi. Árásin var algjör- lega tilefnislaus. Piltarnir voru báðir dæmdir í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða fórnarlambinu 180 þús- und, auk sakarkostnaðar. - jss Tveir piltar dæmdir: Kýldu og börðu pilt með kúbeini IÐNAÐUR Félagið The North Pole Wire vinnur að því að reisa hér á landi kapalverksmiðju sem skapa mun um 300 til 500 störf. Ráðgert er að fyrsti áfangi verði tilbúinn eftir eitt til tvö ár en að verk- smiðjan verði fullbúin eftir þrjú til fjögur ár. „Þetta eru gríðarlega mikil- væg tíðindi ofan í fréttaflutning um atvinnuleysi og aðra óáran,“ segir Friðrik Þór Guðmundsson, fjölmiðlafulltrúi félagsins. „Þessi verksmiðja byggir á úrvinnslu úr álinu framleiddu á Íslandi, á góðri íslenskri endurnýjanlegri orku og mengar sama og ekki neitt. Því ætti þetta að falla öllum í geð.“ Stofnendahópurinn innanlands er í umsjá Verkfræðistofu FHG, Friðriks Hansen Guðmundssonar, en að baki verkefninu eru erlend- ir aðilar sem hópurinn vill ekki greina frá enn sem komið er. Ekki er búið að ákveða staðsetningu fyrir verksmiðjuna. Í fréttatilkynningu frá The North Pole Wire segir að fyrir liggi að hér á landi þurfi að leggja mikið af rafmagnsköplum í jörð á næstu árum og endurnýja strengi í gömlum háspennulínum. Verk- smiðjan muni geta boðið upp á strengi og kapla sem henta mun vel til þess á samkeppnishæfu verði. Verksmiðjan muni þó aðal- lega framleiða strengi og kapla til útflutnings. - jse Ráðgera að reisa kapalverksmiðju sem skapa myndi 300 til 500 störf: Vilja vinna álið og skapa störf HANGANDI RAFLÍNUR Verksmiðjan myndi framleiða strengi og kapla sem hentuðu vel þegar koma á raflínum sem þessum í jörðu, segir fjölmiðlafulltrúi The North Pole Wire. VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.