Fréttablaðið - 25.03.2009, Síða 24

Fréttablaðið - 25.03.2009, Síða 24
„Ég fermdist á Hólum í Hjalta- dal á mjög fallegum og sólríkum degi á hvítasunnunni, 7. júní 1992. Pabbi minn, Bolli Gústavsson, sem var vígslubiskup þar, fermdi mig,“ segir Hildur Eir Bolladóttir, prest- ur í Laugarneskirkju, sem á marg- ar góðar minningar frá ferming- ardeginum. „Ég var búin að hlakka til þessa dags frá því að ég var átta ára. Ég hafði fylgt pabba eftir í ferming- arfræðslu í mörg ár og þegar hann var að ferma upplifði ég alveg til- hlökkunina í gegnum krakkana. Ég var meira að segja búin að ákveða þegar ég var tíu ára að ég ætlaði að fá Íslendingasögurnar og Sturl- ungasögu í fermingargjöf,“ segir Hildur og bætir við að hún hafi þótt frekar furðulegur krakki og unglingur. „Á meðan vinir mínir tóku upp græjurnar sínar var ég himinlifandi yfir Íslendingasögun- um mínum sem mamma og pabbi gáfu mér og ég á enn uppi í hillu.“ Hildur segist hafa upplifað ferm- ingardaginn mjög sterkt. „Ég get enn þá séð hann fyrir mér. Merki- legast var að mér fannst mér sýnd svo mikil virðing að allt þetta full- orðna fólk skyldi leggja það á sig að ferðast þvert yfir landið til þess að upplifa þennan dag með mér sem var bara fjórtán ára. Sú tilfinning lifir enn þá með mér, ég var svo þakklát. Það er líka sterkt í minn- ingunni að pabbi var mjög klökkur þegar kom að mér í fermingunni og þurfti aðeins að stoppa. Ég var ekkert að velta þessu fyrir mér þá en núna finnst mér þetta ekkert skrýtið því að hann var þarna að ferma sjötta og yngsta barnið sitt kominn á sextugsaldur og ég hugsa að hann hafi bara verið svo þakk- látur að fá að lifa það að ferma öll börnin sín.“ Hildur segist hafa verið sérstak- lega ánægð með fermingarkjólinn sinn. „Ég gerði mér sér ferð suður til Reykjavíkur að kaupa ferming- arföt. Við foreldrar mínir fórum í Sautján og pabbi valdi dýrasta kjólinn í búðinni á mig sem var sá flottasti og mig langaði mest í. Honum fannst hann líka falleg- astur og ég man að hann kostaði fimmtán þúsund krónur sem þótti nú bara talsvert mikið þá.“ Ólíkt mörgum var Hildur líka ánægð með fermingarmyndirn- ar. „Það var fenginn ljósmyndari, sem starfaði sem tískuljósmynd- ari úti Frakklandi, til þess að koma sérstaklega og taka þessar myndir. Ég hef aldrei verið þekkt fyrir að myndast neitt sérstaklega vel og það er bara hending ef það næst af mér góð mynd og ég var svo ánægð með þessar ferming- armyndir mínar að ég fór hvorki í myndatöku þegar ég varð stúdent né þegar ég gifti mig. Þess vegna er ég líka rosalega glöð að þær skuli núna koma fyrir almennings- sjónir,“ segir Hildur og hlær. emilia@frettabladid.is Hlakkaði lengi til dagsins Hildur Eir Bolladóttir, prestur í Laugarneskirkju, upplifði fermingardaginn sinn sterkt en hún var lengi búin að hlakka til hans. Pabbi hennar, Bolli Gústavsson þáverandi vígslubiskup á Hólum, fermdi hana. Franskur tískuljósmyndari myndaði Hildi. Fermingarkjóllinn var keyptur í Sautján. Hildur Eir er núna prestur í Laugarneskirkju. LISTMUNIR hvers konar geta verið eigulegar gjafir sem ferm- ingarbarnið getur prýtt framtíðar- heimili sitt með. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Laugavegi 87 • sími: 511-2004 Laugavegi 176, gamla sjónvarpshúsið | Sími 533 2220 | www.lindesign.is Dúnsængurnar frá Lín Design 100% andadúnn. Dúnmjúk gæðasæng. Ekkert fi ður né önnur fyllingarefni. Fermingartilboð kr 24.990,- Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.