Fréttablaðið - 25.03.2009, Page 26
25. mars 2009
MIÐVIKU-
4
„Svæðið hér í kringum Djúpavog
er eins og skapað til fuglaskoðun-
ar,“ segir Andrés Skúlason, einn
forsvarsmanna verkefnisins birds.
is, sem nýverið hlaut viðurkenn-
inguna Frumkvöðullinn.
Birds.is var stofnað árið 2003
í kjölfar greiningar á sérkennum
svæðisins í kringum Djúpavog
sem var gerð með tilliti til þess að
efla ferðaþjónustu. „Útflutnings-
ráð kom fljótlega að verkefninu og
var þá farið í markvissa markaðs-
setningu,“ útskýrir Andrés sem er
oddviti sveitarfélagsins.
Byggð hefur verið upp góð
aðstaða með upplýsingaskiltum
auk sérútbúinna fuglaskoðunar-
húsa sem auðvelda fólki að komast
nær fuglunum. Þá hefur verið sett
upp vefsíðan www.birds.is.
„Þetta hefur gengið mjög vel og
hefur fjöldi ferðamanna bæði frá
Evrópu og Bandaríkjunum lagt
leið sína hingað,“ segir Andrés og
bætir við að Íslendingar séu einn-
ig duglegir að nota aðstöðuna enda
njóti fuglaskoðun vaxandi vin-
sælda hér á landi.
„Það er auðvitað erfitt að segja
hve margir koma hingað gagngert
til að skoða fugla en mjög marg-
ir doka við auk þess sem leiðsögu-
menn eru farnir að koma hingað
með hópa,“ segir Andrés og ítrekar
að verkefnið sé nú þegar farið að
skila heilmiklu inn í bæjarfélagið
þrátt fyrir að afnot af allri aðstöðu
sé gjaldfrjáls og öllum heimil.
„Þetta er góð viðbót við þá
afþreyingu sem þegar er í boði.
Svo horfum við líka til þess að
hægt verði að lengja ferðamanna-
tímabilið,“ segir Andrés en besti
tíminn til fuglaskoðunar að hans
mati er í apríl og maí.
Aðstandendur birds.is fara sér
í engu óðslega. „Við vildum fyrst
byggja upp aðstöðuna, setja upp
skilti og hús. Núna erum við að
vinna í því að koma upp leiðsögu-
mannateymi til að geta selt í skipu-
lagðar ferðir enda er það framtíð-
in í þessu,“ upplýsir Andrés en á
döfinni er að fá skóla til samstarfs
enda hentar svæðið vel til fræðslu
í nánum tengslum við náttúruna.
Náttúran er aðalsmerki Djúpa-
vogs og því er ætlunin að ganga
enn lengra í markaðssetningu
hennar. „Við ætlum að merkja
fjörurnar með skiltum en fugla-
skoðunarsvæðið er rétt við fjöru-
borðið. Við viljum þannig tengja
allt saman svo fólk upplifi sterkt
náttúruna og fjölbreytileika henn-
ar,“ segir Andrés sem er ánægður
með stöðuga fjölgun ferðamanna
til Djúpavogs. solveig@frettabladid.is
Fuglaparadís á Djúpavogi
Verkefnið birds.is á Djúpavogi hlaut nýverið viðurkenninguna Frumkvöðulinn sem Markaðsstofa Austur-
lands veitir árlega. Síðustu ár hefur verið byggð upp góð aðstaða til fuglaskoðunar í nálægð við bæinn.
Andrés með fuglahús.Flórgoðar við hreiðurgerð á Fýluvogi.
Eitthvað merkilegt hefur borið fyrir sjónir þessara fuglaáhugamanna í Eyfreyjunesi. MYND/ÚR EINKASAFNI
KÍKIR er nokkuð sem sniðugt er að
taka með í hvers konar gönguferðir.
Ekki er verra að hann sé lítill og nettur
og komist í vasann.
MasterCard
Mundu
ferðaávísunina!
– helgarferð
Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi í 3 nætur
á Hotel Platanus *** með morgunmat.