Fréttablaðið - 25.03.2009, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 25.03.2009, Qupperneq 28
 25. MARS 2009 MIÐVIKUDAGUR2 ● fréttablaðið ● formúla 1 Formúla 1 hefur verið fjörug síðustu ár og úrslitin hafa ráð- ist í síðasta móti undanfarin ár. Svo hörð var keppnin í fyrra að úr- slitin réðust í síðustu beygju í síð- asta móti ársins í Brasilíu. Bretinn Lewis Hamilton tryggði sér titil- inn með því að ná fimmta sæti, en helsti keppinautur hans, heima- maðurinn Felipe Massa á Ferrari vann keppnina á Interlagos-braut- inni. Það dugði ekki til og Hamilton varð meistari með eins stigs mun. Árið áður vann Kimi Raikkön- en með eins stigs mun eftir mikla keppni við Hamilton og Fernando Alonso. ÍSLENSKUR DÓMARI Á FYRSTA MÓTINU Formúla 1 hefur verið mjög vin- sæl á Íslandi og í fyrsta móti árs- ins í Ástralíu um næstu helgi verð- ur nokkuð um íslenska áhorfend- ur á staðnum. Þá verður Ólafur Guðmundsson einn þriggja dóm- ara, sem er vissulega mikill heiður þar sem keppt verður eftir nýjum reglum um búnað bílanna og eftir nýjum keppnisreglum. Mun trú- lega mæða mikið á Ólafi, en jafn- vel er talið að kærumál komi upp vegna þriggja bíla sem sum keppn- islið telja ólögleg. Toyota, Williams og nýtt lið Brawn fóru aðrar leiðir í hönnun afturhluta bíla sinn en önnur lið og hafa staðið sig vel á æfingum. Hafa verið raddir um það að önnur keppnislið kunni að kæra búnað liðanna fyrir eða eftir mót, en FIA, alþjóðabílasambandið, telur þó alla bíla sem fram hafa komið löglega. FIA segir að önnur keppn- islið verði að kæra liðin þrjú eigi að skoða málið alvarlega. RUGL MEÐ VERÐLAUNAKERFIÐ Þá hafa staðið deilur um það síð- ustu vikuna hvort nota ætti stiga- kerfi síðustu ára, eða breyta yfir í kerfi sem þýðir að sá sem vinn- ur flest gull verði meistari. FIA samþykkti þá hugmynd Bernie Ecclestone að sá sem sigrar oft- ast verði meistari, en keppnislið- in brugðust ókvæða við. Forráðamenn þeirra vildu breyta stigakerfinu þannig að sigurvegari fengi þremur stig- um meira en sá sem lendir í öðru sæti, þannig að vægi sigurs yrði meira. FIA vildi ekki heyra á það minnst. Á þriðjudag gaf FIA út formlega yfirlýsingu sem stað- festir að stigakerfið sem hefur verið í notkun síðustu ár mun gilda áfram og óbreytt. Enda ekki seinna vænna. Málið er enn eitt dæmið um hringlanda- hátt í Formúlu 1, en keppnislið hafa samt unnið hörðum hönd- um að því að vinna saman að því að efla Formúlu 1. Verður öll um- gjörð Formúlu 1 opnuð meira fyrir almenning og upplýsinga- flæði í sjónvarpsútsendingum bætt til muna. Þá verður áhorf- endum á mótsstað veitt meira aðgengi að ökumönnum en áður hefur þekkst. Það skortir aldrei umræðuefni þegar Formúla 1 er annars vegar og Stöð 2 Sport mun sýna öll mót beint. Þá verður fjöldi þátta í kringum útsendingarnar, sem hleypa áhorfendum að tjaldabaki á nýjan hátt. - gr FORMÚLA 1 2009: Nýjar reglur og nýir bílar Fernando Alonso, Felipe Massa og Kimi Raikkönen verða í eldlínunni í Ástralíu um næstu helgi. NORDICPHOTOS/GETTY Renault Alonso er gjörbreyttur frá síðasta ári og smíðaður samkvæmt nýjustu reglum. NORDICPHOTOS/GETTY Stefano Domenicali, framkvæmd- arstjóri Ferrari, segir deilurnar um stigagjöfina í Formúlu 1 hina vandræðalegustu fyrir íþrótt- ina. FIA, alþjóðabílasambandið, gaf út nýja reglu í síðustu viku sem forráðamenn keppnisliða voru ekki sáttir við. Reglan féll um sjálft sig á nokkrum dögum. FIA vildi fella út stigagjöfina sem hefur verið notuð síðustu ár og auka vægi sigurs. Sá sem ynni flest gull yrði meistari. „Þetta er vandræðalegt mál. Við vildum aukið stigavægi milli fyrsta og annars sætis, en FIA til- kynnti gullreglurnar. Eftir stend- ur að ekkert hefur breyst,“ sagði Domenicali. „Þá eru menn að rífast um loft- dreifinn aftan á nokkrum bílum. Ég er sannfærður um að sum lið hafa ekki túlkað reglur um smíði bíla rétt. FIA þarf að leysa þetta mál áður en keppni hefst. Það þurfa allir að taka ábyrgð og ég vona þetta mál verði leyst fyrir mótið í Ástralíu,“ sagði Domeni- cali. Rifrildi um stigagjöfina Stefano Domenicali, framkvæmdastjóri Ferrari-liðsins. NORDICPHOTOS/GETTY Útgefandi: 365 miðlar ehf. | Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gunnlaugur Rögnvaldsson | Netfang: kappakstur@kappakstur.is | Texti: Birgir Þór Harðarson, Halldóra Gyða Matthíasdóttir og Sean Kelly. | Forsíða: Nordicphotos/Getty Images | Auglýsingar: Fréttablaðið/Bjarni Þór Sigurðsson | Sími: 512 5471. Það var óneitanlega fróðlegt að fylgjast með undrunarsvip manna á sameiginlegri æfingu allra keppnisliða í Barcelona á Spáni. Nýliðar Ross Brawn höfðu stolið senunni með því að ná besta tíma tvo síðustu æfingadagana. Brawn-liðið er nýtt vín á göml- um belgjum, nefnilega Honda liðið sem átti að leggja niður. Brawn, sem er fyrrverandi tæknistjóri Ferrari, gerði Michael Schum- acher að margföldum meistara. Hann hugsaði sér gott til glóðar- innar þegar hann gekk til liðs við Honda. En Honda skrúfaði fyrir fjármagnsstreymi til liðsins og endirinn varð sá að Brawn keypti liðið með manni og mús. Liðið mætti seinast allra á æf- ingar og hönnun nýja bílsins virð- ist hafa heppnast það vel að öðrum liðum stendur ógn af Brawn GP, eins og liðið kallast. Fréttamenn eltu Brawn á röndum meðan stjór- ar annarra liða klóruðu sér í koll- inum. Brawn hafði náð allt að sekúndu betri tíma æfingum. Sekúnda er mikið í Formúlu 1. Í tímatökum í fyrra voru allt að 15 bílar á sömu sekúndu í tímatökum og á æfing- um fyrir mót. Æfingar á milli móta eru bannaðar á þessu ári og föstu- dagsæfingar á mótsstað því mjög mikilvægar. Fróðlegt verður að sjá hvort Brawn tekst eins vel til á fyrstu æfingu í Ástralíu og í Bar- celona. McLaren gekk ekki vel á æfingunum, en það er alkunna að stundum leika lið sér að því fyrir tímabil að blekkja andstæðing- inn með því að aka hægar en vant er. Engu að síður virðist McLaren hafa verið í vanda, ekki síst í Bar- celona. Ferrari slapp heldur ekki við ólán. KERS-kerfið bilaði í bíl Kimi Raikkönen, en Ferrari ætlar samt að nota kerfið í fyrsta móti ásamt BMW, McLaren og Renault. Önnur lið virðast ætla að bíða í nokk- ur mót. Brawn verður ekki með KERS-kerfið og treystir á afl Mer- cedes-vélanna, sem liðið notar. Yrði kostulegt ef Brawn tekst að skáka meistaraliði McLaren Mercedes, sem leggur Brawn til vélar í ár. „Mér finnst ekkert óraunhæft að stefna á fyrsta sætið í Ástr- alíu. Brawn-bíllinn hefur reynst traustur og fljótur og við höfum ekki lent í bilunum,“ sagði Barri- chello, en bíllinn sló eins og sviss- neskt klukkuverk á mikilvægustu æfingunum í Barcelona.“ Nýtt lið hræðir toppliðin Ross Brawn svarar spurningum ágengra fjölmiðlamanna eftir æfingu Brawn GP liðsins í Barcelona á Spáni. MYND/KAPPAKSTUR.IS Nánar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 19. – 22. júní 148.900kr. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, hótelgisting í 3 nætur með morgunverði, miði á Formúluna, íslensk fararstjórn og rútuferðir. Silverstone Verð á mann í tvíbýli: Formúla 1 F í t o n / S Í A
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.