Fréttablaðið - 25.03.2009, Blaðsíða 30
Hátt í 200 Formúlu 1 útsend-
ingar verða á Stöð 2 Sport
um Formúlu 1 á tímabilinu,
en sautján mót eru á dagskrá
í ár. Útsendingar hefjast í
Rásmarkinu, sem er þáttur á
mannlegu nótunum á fimmtu-
dagskvöldum. Í honum er rætt
við áhugamenn, ökumenn,
tæknimenn og forráðamenn
keppnisliða.
Skyggnst er á bak við tjöldin og
rýnt í nýjungar, reglur ræddar og
landið og brautin sem keppt er í
skoðuð frá ólíkum sjónarhornum.
Þá munu íslenskir áhugamenn
spreyta sig í ökuhermum í hverj-
um þætti og verður stílað inn á að
fá fræga einstaklinga til leiks.
BEINAR ÚTSENDINGAR OG ÞÆTTIR
Á föstudögum verður íslensk sam-
antekt með því besta frá æfingum
föstudags og þá skyggnst í bílskúra
keppnisliða og fylgst með því sem
fyrir augu ber á fyrstu tveimur
æfingum helgarinnar. Á laugar-
dögum er sýnt beint frá lokaæf-
ingu keppnisliða þar sem bílarn-
ir eru fínstilltir og prófaðir fyrir
tímatökuna. Þá er líka sýnt beint
frá tímatökunni með tilheyrandi
upphitun.
Á sunnudögum er sýnt beint frá
kappakstrinum og hitað upp í hálf-
tíma. Í upphitun er rætt við Íslend-
inga á mótstað og farið yfir ýmiss
konar tölfræði og upplýsingar í
máli og myndum. Eftir kappakst-
urinn er mótið krufið til mergjar
af sérfræðingum Stöðvar 2 Sport
og er sá þáttur í beinni útsendingu.
Farið er yfir helstu atvik og mótið
skoðað með hliðsjón af tölfræði og
nýjum upplýsingum sem berast
eftir keppni. Umsjónarmenn þátt-
arins eru Gunnlaugur Rögnvalds-
son, Rúnar Jónsson og Halldóra
Matthíasdóttir.
MARGMIÐLUN UPPLÝSINGA
Tímatakan og kappakstur er í
beinni útsendingu í opinni dagskrá
og endursýningar frá þeim við-
burðum eru í opinni dagskrá. Allir
þættir, Rásmarkið, samantekt frá
æfingum, lokaæfing og Endamark-
ið, eru í læstri dagskrá.
Auk beinna útsendinga á Stöð
2 Sport er fjallað um Formúlu 1 á
reglubundinn hátt í þætti Rúnars
Róbertssonar á Bylgjunni klukkan
13.30 á fimmtudögum og mánudög-
um þegar mót fara fram. Heimir
Karlsson og Kolbrún Björnsdóttir
taka slaginn á föstudagsmorgnum
klukkan 07.20.
Reglulegar fréttir eru á www.
visir.is um Formúlu 1 og ítarleg-
ar upplýsingar um mót, brautir
og ökumenn og fréttir eru á www.
kappakstur.is. Þá hefur síðan
Formula 1 Ísland verið stofnuð á
Facebook.
25. MARS 2009 MIÐVIKUDAGUR4
Hátt í 200 útsendingar
Dagsetning Land Braut Brautarlengd
26.-29. mars Ástralía Melbourne 5.303 km
2.-5. apríl Malasía Sepang 5.543 km
17.-19. apríl Kína Sjanghaí 5.451 km
24.-26. apríl Barein Barein 5.412 km
8.-11. maí Spánn Catalunya 4.655 km
22.-24. maí Mónakó Monte-Carlo 3.340 km
5.-7. júní Tyrkland Istanbúl 5.338 km
19.-21. júní Bretland Silverstone 5.141 km
9.-12. júní Þýskaland Nürburgring 5.148 km
24.-26. júní Ungverjaland Hungaroring 4.381 km
20.-23. ágúst Evrópa Valencia 5.419 km
27.-30. ágúst Belgía Spa-Francorchamps 7.004 km
10.-13. september Ítalía Monza 5.793 km
24.-27. september Singapúr Marina höfn 5.067 km
2.-4. október Japan Suzuka 5.807 km
16.-18. október Brasilía Interlagos 4.309 km
30. okt.-1. nóv. Abú Dabí* Yas Marina 5.554 km
*Nýr mótstaður
FORMÚLU 1 TÍMABILIÐ 2009
Íslendingar munu koma við sögu á fyrsta Formúlu 1-móti ársins í Melbourne í Ástralíu. Andreas Lúðvíksson (lengst til
hægri) flaggaði Fylkisliðinu með félögum sínum í sömu keppni í fyrra og mætir galvaskur í slaginn að nýju. Hann er búsett-
ur í Ástralíu.
● fréttablaðið ● formúla 1
Stöð 2 Sport hefur lagt mikið upp úr því að fjalla vandlega um Formúlu 1. Sýnt verð-
ur frá öllum mótunum í sumar. MYND/JÓHANN BJ. KJARTANSSON
Regluleg ryðvörn eykur endingu bifreiðarinnar
ásamt því að viðhalda verðgildi bifreiðarinnar.
Þá myndar ný endurryðvörn ágætis hljóðeinangrun.
Endurryðvörn er því
skynsamleg fjárfesting.
Einning bjóðum við upp á bón og alþrif
fyrir allar tegundir bifreiða.
sækjum og sendum