Fréttablaðið - 25.03.2009, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 25.03.2009, Qupperneq 30
Hátt í 200 Formúlu 1 útsend- ingar verða á Stöð 2 Sport um Formúlu 1 á tímabilinu, en sautján mót eru á dagskrá í ár. Útsendingar hefjast í Rásmarkinu, sem er þáttur á mannlegu nótunum á fimmtu- dagskvöldum. Í honum er rætt við áhugamenn, ökumenn, tæknimenn og forráðamenn keppnisliða. Skyggnst er á bak við tjöldin og rýnt í nýjungar, reglur ræddar og landið og brautin sem keppt er í skoðuð frá ólíkum sjónarhornum. Þá munu íslenskir áhugamenn spreyta sig í ökuhermum í hverj- um þætti og verður stílað inn á að fá fræga einstaklinga til leiks. BEINAR ÚTSENDINGAR OG ÞÆTTIR Á föstudögum verður íslensk sam- antekt með því besta frá æfingum föstudags og þá skyggnst í bílskúra keppnisliða og fylgst með því sem fyrir augu ber á fyrstu tveimur æfingum helgarinnar. Á laugar- dögum er sýnt beint frá lokaæf- ingu keppnisliða þar sem bílarn- ir eru fínstilltir og prófaðir fyrir tímatökuna. Þá er líka sýnt beint frá tímatökunni með tilheyrandi upphitun. Á sunnudögum er sýnt beint frá kappakstrinum og hitað upp í hálf- tíma. Í upphitun er rætt við Íslend- inga á mótstað og farið yfir ýmiss konar tölfræði og upplýsingar í máli og myndum. Eftir kappakst- urinn er mótið krufið til mergjar af sérfræðingum Stöðvar 2 Sport og er sá þáttur í beinni útsendingu. Farið er yfir helstu atvik og mótið skoðað með hliðsjón af tölfræði og nýjum upplýsingum sem berast eftir keppni. Umsjónarmenn þátt- arins eru Gunnlaugur Rögnvalds- son, Rúnar Jónsson og Halldóra Matthíasdóttir. MARGMIÐLUN UPPLÝSINGA Tímatakan og kappakstur er í beinni útsendingu í opinni dagskrá og endursýningar frá þeim við- burðum eru í opinni dagskrá. Allir þættir, Rásmarkið, samantekt frá æfingum, lokaæfing og Endamark- ið, eru í læstri dagskrá. Auk beinna útsendinga á Stöð 2 Sport er fjallað um Formúlu 1 á reglubundinn hátt í þætti Rúnars Róbertssonar á Bylgjunni klukkan 13.30 á fimmtudögum og mánudög- um þegar mót fara fram. Heimir Karlsson og Kolbrún Björnsdóttir taka slaginn á föstudagsmorgnum klukkan 07.20. Reglulegar fréttir eru á www. visir.is um Formúlu 1 og ítarleg- ar upplýsingar um mót, brautir og ökumenn og fréttir eru á www. kappakstur.is. Þá hefur síðan Formula 1 Ísland verið stofnuð á Facebook. 25. MARS 2009 MIÐVIKUDAGUR4 Hátt í 200 útsendingar Dagsetning Land Braut Brautarlengd 26.-29. mars Ástralía Melbourne 5.303 km 2.-5. apríl Malasía Sepang 5.543 km 17.-19. apríl Kína Sjanghaí 5.451 km 24.-26. apríl Barein Barein 5.412 km 8.-11. maí Spánn Catalunya 4.655 km 22.-24. maí Mónakó Monte-Carlo 3.340 km 5.-7. júní Tyrkland Istanbúl 5.338 km 19.-21. júní Bretland Silverstone 5.141 km 9.-12. júní Þýskaland Nürburgring 5.148 km 24.-26. júní Ungverjaland Hungaroring 4.381 km 20.-23. ágúst Evrópa Valencia 5.419 km 27.-30. ágúst Belgía Spa-Francorchamps 7.004 km 10.-13. september Ítalía Monza 5.793 km 24.-27. september Singapúr Marina höfn 5.067 km 2.-4. október Japan Suzuka 5.807 km 16.-18. október Brasilía Interlagos 4.309 km 30. okt.-1. nóv. Abú Dabí* Yas Marina 5.554 km *Nýr mótstaður FORMÚLU 1 TÍMABILIÐ 2009 Íslendingar munu koma við sögu á fyrsta Formúlu 1-móti ársins í Melbourne í Ástralíu. Andreas Lúðvíksson (lengst til hægri) flaggaði Fylkisliðinu með félögum sínum í sömu keppni í fyrra og mætir galvaskur í slaginn að nýju. Hann er búsett- ur í Ástralíu. ● fréttablaðið ● formúla 1 Stöð 2 Sport hefur lagt mikið upp úr því að fjalla vandlega um Formúlu 1. Sýnt verð- ur frá öllum mótunum í sumar. MYND/JÓHANN BJ. KJARTANSSON Regluleg ryðvörn eykur endingu bifreiðarinnar ásamt því að viðhalda verðgildi bifreiðarinnar. Þá myndar ný endurryðvörn ágætis hljóðeinangrun. Endurryðvörn er því skynsamleg fjárfesting. Einning bjóðum við upp á bón og alþrif fyrir allar tegundir bifreiða. sækjum og sendum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.