Fréttablaðið - 25.03.2009, Page 32

Fréttablaðið - 25.03.2009, Page 32
 25. MARS 2009 MIÐVIKUDAGUR6 ● fréttablaðið ● formúla 1 Fjölmargar breytingar hafa verið gerð- ar á útbúnaði keppnisbíla frá því í fyrra. Það er gert til að minnka þróunarvinnu og rekstrarkostnað. Einnig til að auka jafnræði á milli liða. ENDURNÝTING Á HREYFIORKU Ökumenn eiga möguleika á að nýta sér sérstakt orkumögnunarkerfi sem er kall- að KERS. Kerfið endurnýtir hreyfiorku sem myndast þegar ökumaður bremsar en hún færi annars forgörðum. Orkan er varð- veitt með sérstökum búnaði og getur öku- maðurinn notfært sér orkuna með því að þrýsta á hnapp í stýrinu. Við það fær hann um 80 hestöfl aukalega, í að jafnaði tæpar 6,5 sekúndur á hring, í viðbót við rúmlega 700 hestöfl sem eru í vélarsalnum. VÉLARNAR Snúningshraði véla hefur verið minnkaður úr 19.000 í 18.000 snúninga á mínútu. Hver ökumaður fær átta vélar yfir tímabilið og fjórar til æfinga. Ef ökumaður hefur notað allar átta vélarnar og notar þá níundu, þá er hann færður aftur um tíu sæti á ráslínu eða er ræstur aftastur ef vélaskiptin fara fram eftir tímatökuna í viðkomandi keppni. YFIRBYGGINGIN Yfirbygging bílanna er gjörbreytt. Loftaflið hefur verið takmarkað til muna og líta bíl- arnir allt öðruvísi út en í fyrra. Engir væng- ir, blöðkur eða hliðarplötur eru til staðar. Afturvængurinn hefur verið hækkaður en gerður mjórri og framvængirnir stækkaðir. Þetta er gert til að gera framúrakstur auð- veldari með því að gera bílinn stöðugri við eftirför annars bíls. DEKKIN Ökumenn velja um tvær útgáfur þurrdekkja, það er hörð og mjúk og þurfa að notast við báðar útgáfur í hverri keppni. Verður notast við slétt dekk, án raufa í fyrsta sinn síðan 1997. Græn rönd mun einkenna mjúku dekk- in frá þeim hörðu. Regndekkin eru í tveim- ur útfærslum. Bridgestone sér öllum liðum fyrir dekkjum og mætir með tvö þúsund og tvö hundruð dekk á hvert mót. - bþh, rg Breytingar á útbúnaði bílanna YFIRLIT YFIR BREYTINGAR Ljóst er að 2009-bíllinn sem er vinstra megin á myndinni er mun einfaldari en 2008-bíllinn. Allar óþarfa vindskeiðar hafa verið fjarlægðar og nýi bíllinn er í raun talsvert klunnalegri útlits. ● Yfirbygging er gjörbreytt. Framvængir eru breiðari og afturvængur mjórri. ● Bíll og ökumaður verða að vera 605 kíló að lágmarki. ● Sama vél og 2008 og þær eru 2,4 lítra. ● Hver ökumaður fær átta vélar á keppnistímabilinu. ● Ökumenn verða að nota sama gírkassa í fjórum mótum í röð. ● Bílar verða búnir sléttum kapp- akstursdekkjum, án raufa. ● Ökumenn geta breytt afstöðu vængja á ferð í tvígang í hverj- um hring um sex gráður. Akralind 4 • 201 Kópavogur • Sími 544 4656 • Fax 544 4657 • Husqvarna Construction Products STEINSAGIR, kJARNABORVÉLAR, GOLF OG VEGSAGIR DM 230 K750 K2500 K3600K3600 FS 400 Steinsagablöð og kjarnaborar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.