Fréttablaðið - 25.03.2009, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 25.03.2009, Qupperneq 32
 25. MARS 2009 MIÐVIKUDAGUR6 ● fréttablaðið ● formúla 1 Fjölmargar breytingar hafa verið gerð- ar á útbúnaði keppnisbíla frá því í fyrra. Það er gert til að minnka þróunarvinnu og rekstrarkostnað. Einnig til að auka jafnræði á milli liða. ENDURNÝTING Á HREYFIORKU Ökumenn eiga möguleika á að nýta sér sérstakt orkumögnunarkerfi sem er kall- að KERS. Kerfið endurnýtir hreyfiorku sem myndast þegar ökumaður bremsar en hún færi annars forgörðum. Orkan er varð- veitt með sérstökum búnaði og getur öku- maðurinn notfært sér orkuna með því að þrýsta á hnapp í stýrinu. Við það fær hann um 80 hestöfl aukalega, í að jafnaði tæpar 6,5 sekúndur á hring, í viðbót við rúmlega 700 hestöfl sem eru í vélarsalnum. VÉLARNAR Snúningshraði véla hefur verið minnkaður úr 19.000 í 18.000 snúninga á mínútu. Hver ökumaður fær átta vélar yfir tímabilið og fjórar til æfinga. Ef ökumaður hefur notað allar átta vélarnar og notar þá níundu, þá er hann færður aftur um tíu sæti á ráslínu eða er ræstur aftastur ef vélaskiptin fara fram eftir tímatökuna í viðkomandi keppni. YFIRBYGGINGIN Yfirbygging bílanna er gjörbreytt. Loftaflið hefur verið takmarkað til muna og líta bíl- arnir allt öðruvísi út en í fyrra. Engir væng- ir, blöðkur eða hliðarplötur eru til staðar. Afturvængurinn hefur verið hækkaður en gerður mjórri og framvængirnir stækkaðir. Þetta er gert til að gera framúrakstur auð- veldari með því að gera bílinn stöðugri við eftirför annars bíls. DEKKIN Ökumenn velja um tvær útgáfur þurrdekkja, það er hörð og mjúk og þurfa að notast við báðar útgáfur í hverri keppni. Verður notast við slétt dekk, án raufa í fyrsta sinn síðan 1997. Græn rönd mun einkenna mjúku dekk- in frá þeim hörðu. Regndekkin eru í tveim- ur útfærslum. Bridgestone sér öllum liðum fyrir dekkjum og mætir með tvö þúsund og tvö hundruð dekk á hvert mót. - bþh, rg Breytingar á útbúnaði bílanna YFIRLIT YFIR BREYTINGAR Ljóst er að 2009-bíllinn sem er vinstra megin á myndinni er mun einfaldari en 2008-bíllinn. Allar óþarfa vindskeiðar hafa verið fjarlægðar og nýi bíllinn er í raun talsvert klunnalegri útlits. ● Yfirbygging er gjörbreytt. Framvængir eru breiðari og afturvængur mjórri. ● Bíll og ökumaður verða að vera 605 kíló að lágmarki. ● Sama vél og 2008 og þær eru 2,4 lítra. ● Hver ökumaður fær átta vélar á keppnistímabilinu. ● Ökumenn verða að nota sama gírkassa í fjórum mótum í röð. ● Bílar verða búnir sléttum kapp- akstursdekkjum, án raufa. ● Ökumenn geta breytt afstöðu vængja á ferð í tvígang í hverj- um hring um sex gráður. Akralind 4 • 201 Kópavogur • Sími 544 4656 • Fax 544 4657 • Husqvarna Construction Products STEINSAGIR, kJARNABORVÉLAR, GOLF OG VEGSAGIR DM 230 K750 K2500 K3600K3600 FS 400 Steinsagablöð og kjarnaborar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.