Fréttablaðið - 25.03.2009, Síða 36

Fréttablaðið - 25.03.2009, Síða 36
 25. MARS 2009 MIÐVIKUDAGUR10 ● fréttablaðið ● formúla 1 FERRARI BÍLLINN hefur verið samkeppnisfær á æfingum en tíma- takan mun sína hvar við stöndum í raun og veru. Ég vann í Ástralíu 2007, en var í vandræðum í fyrra. Trúlega þarf tvö til þrjú mót til að fá raun- verulegan samanburð á milli bíla og liða. Kimi Raikkonen, Ferrari BRAUTIN Í MELBOURNE hentar Renault-bílnum og því vonast ég eftir góðum árangri. Ég tel að nýju reglurnar muni rugla röðinni og McLaren og Ferrari verði ekki einráð lið. Það verður slagur á milli margra liða. Fernando Alonso, Renault ÞAÐ ERU MIKLAR VÆNTINGAR hjá öllum. Ég stefni á fremsta stað á ráslínu og jafnvel þó það takist ekki, þá mun ég keppa til sigurs. Jafnvel þó það takist ekki í fyrstu atrennu þá mun liðið leggjast á eitt að ná hámarksárangri. Lewis Hamilton, McLaren ÞAÐ ÞARF ÚTSJÓNARSEMI í nokkrum vandasömum beygjum í Melbourne. Mér finnst sérstaklega gaman í tímatökunni á þessari braut. Ég mætti snemma til Melbourne til að venjast aðstæðum og bíllinn er öflugur. Jenson Button, Brawn GP ÞAÐ VERÐUR SPENNANDI að sjá hvernig fer í fyrsta mótinu. Maður verður að vera mjög nákvæmur við stýrið. Það verður fróðlegt að sjá hvort framvængirnir hanga á bílnum eftir fyrstu beygju. Robert Kubica, BMW Sauber ÉG ER MJÖG BJARTSÝNN á gott gengi Toyota í ár. Nýi bíllinn er besti keppnisbíll sem ég hef ekið hjá Toyota. Við erum reynslumeiri og gátum barist um verðlaunasæti í fyrra og núna stefnum við hærra. Jarno Trulli, Toyota ÉG ER SÁTTUR við stöðu Ferrari gagnvart keppinautum okkar. Nema náttúrulega gagnvart Brawn-liðinu. Ég veit ekki hvað veldur góðu gengi Brawn og FIA verður að meta hvort allt er löglegt um borð í bílum sem er á brautinni í fyrstu keppni. Felipe Massa, Ferrari Sókndirfska skilar árangri Nokkrir toppökumenn tjá sig um eigin möguleika í fyrsta móti ársins á götum Melbourne. Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn erfitt að ráða í möguleika ökumanna og fyrir árið 2009. Reglubreytingar, breyttir bílar, ný dekk og jafnræði milli liða á æfing- um í vetur hefur gert það að verk- um að jafnvel veðbankar eru ráð- þrota. Sömu gömlu vinnuþjarkarn- ir fá alltaf sinn skerf af atkvæðum og nýi meistarinn Lewis Hamilt- on á sína aðdáendur. En ólíkt fyrri árum eru McLaren og Ferrari ekki einir um hituna. BMW, Toyota, Renault og Brawn hafa öll átt góða spretti á æfingum. Ef einstökum ökumönnum er stillt upp sem kandídötum hvað meist- aratitilinn varðar, þá koma nöfnin kunnuglega fyrir sjónir. Reynsla og áræðni er það sem skiptir máli. En jafnvel reynslan getur orðið að falli eins og hjá Kimi Raikkönen í fyrra. Hann sofnaði á verðinum og fékk skömm í hattinn fyrir. Trú- lega mætir hann tvíefldur til leiks, eftir að hafa staðið í skugganum af Felipe Massa. Massa tapaði titlinum með eins stigs mun og á harma að hefna. Þegar hann byrjaði í Formúlu 1 var hann villti, tryllti ökumaður- inn. Núna gerir hann vart mistök og bilanir Ferrari-bílsins slógu hann út af laginu í fyrra. Að öðrum kosti hefði hann hampað titlinum, hann vann sex sigra, en Hamilton fimm. Þá hefur Massa verið fljótur á æfingum og líkar vel við nýjan Ferrari. BMW STEFNIR Á TITILINN 2009 Samkvæmt þriggja ára plani BMW er 2009 ár titilsóknar. Robert Ku- bica náði forystu í stigamótinu í fyrra, en framþróun bílsins var ekki næg og Kubica var hinn fúl- asti. Ástæðan var einföld. BMW vildi fremur huga að 2009 bílnum og það gæti skilað sér vel. KERS- kerfið er tilbúið í BMW-bílnum og Kubica og Nick Heidfeld munu njóta þess. Heidfeld hefur mjúk- an akstursstíl og það gæti hentað á nýju Bridgestone-dekkjunum. Ökumenn verða að nýta dekkin skynsamlega. Kubica er grimm- ari og trúlega líklegri til að skjóta Ferrari og McLaren-mönnum ref fyrir rass. Talandi um grimmd. Fern- ando Alonso nýtur virðingar sem ökumaður. Hvort Renault-bíllinn kemur vel undan vetri er annað mál. Alonso vann tvo sigra á loka- sprettinum í fyrra og talar dig- urbarkalega þessa dagana. Hann hefur unnið tvo titla með Renault og erfitt ár með McLaren 2007 er gleymt og grafið. Hann hefur graf- ið stríðsöxina, nema þegar hann mætir á brautina. Þá er hann til alls vís. Renault-vélin er 20 hest- öflum öflugri en í fyrra, en FIA gaf leyfi fyrir aukningunni, þó vélarþróun sé fryst. Ljóst þótti að vélin var of afllítil miðað við vélar annarra liða. ENGIN SÝNDARMENNSKA HJÁ BRAWN Sebastian Vettel á Red Bull. Hann gæti verið Tróju-hesturinn í hópi risanna. Vettel vann altént á Torro Rosso í fyrra sem átti ekki að vera hægt. Hann hræddist ekki rign- inguna á Monza og kjarkur og þor kappans er ómælt. Reyndar hafa æfingatímar Red Bull ekki verið afburðagóðir, en vagn Vettels er einn sá rennilegasti. Renault-vélin gæti skilað honum í toppsæti, en titillinn er kannski ekki innan seil- ingar enn sem komið er. Þá er það Brawn-liðið. Jenson Button og Rubens Barrichello sýndu mátt sinn og megin á vetr- aræfingum. Keppinautar þeirra telja að það sé ekki hluti af sýnd- armennsku, heldur hafi þeir verið á raunhraða. Button og Barrichello gætu unnið einstök mót, en stærri er spurningin hvort liðið sem nán- ast var afskrifað í vetur hefur bol- magn til að standa í titilslag í 17 mótum. Sama má segja um Willi- ams. Nico Rosberg og Kazuki Nakajima virðast með góðan bíl í höndunum. En þó að rekstrarkostnaður liða hafi minnkað í ár, þá er hætt við að stóru liðin, BMW, Ferrari, McLar- en, Toyota og Renault sláist um toppsætin. Inn á milli gætu minni spámenn velgt þessum liðum undir uggum. - gr Líklegastir til afreka Slagurinn í mótum ársins í fyrra var harður og sjö mismunandi ökumenn náðu fyrsta sæti. Enn fleiri gætu blandað sér í topp- slaginn á þessu ári. NORDICPHOTOS/GETTY Mark Webber fótbrotnaði í haust. Hann fór reglulega í 50 gráða kaldan kæliklefa til að flýta fyrir bata og æfði af kappi. MYND/KAPPAKSTUR.IS Felipe Massa hjá Ferrari varð í öðru sæti í meistaramótinu í fyrra. Hann telur að Ferrari-bíllinn sé tilbúinn í toppslaginn eftir góða útkomu á æfingum, víðs vegar um heiminn í vetur. NORDICPHOTOS/GETTY 12V 3,6A 12V 0,8A Tilboð í mars 10% afsláttur af þessum tveimur tækjum ER RAFGEYMIRINN TÓMUR? HLEÐSLUTÆKI Kúlu- og rúllulegur Hjólalegusett Viftu- og tímareimar Hemlahlutir Hjöru- og öxulliðir Stýrisendar og spindilkúlur E i n n t v e i r o g þ r í r 3 1 .3 0 1 Bílavarahlutir Kúplingar- og höggdeyfar TRAUSTAR VÖRUR... ...sem þola álagið! www.falkinn.is- Það borgar sig að nota það besta

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.