Fréttablaðið - 25.03.2009, Síða 38

Fréttablaðið - 25.03.2009, Síða 38
 25. MARS 2009 MIÐVIKUDAGUR12 ● fréttablaðið ● formúla 1 Það er ekki oft sem ökumanns- titli er hampað með aðeins einu stigi yfir næsta manni. Síðast átti það sér stað í lok síðasta tímabils. Eftirminnilegast þykir þó þegar James Hunt, óreglumaður með yf- irburða ökuhæfni, varð meistari árið 1976 á fjallabrautinni Fuji í Japan. Niki Lauda, sem fyrr um sum- arið hafði lent í hræðilegu slysi á Nürburgring-brautinni gömlu, dró sig í hlé þegar aðeins tveir hring- ir höfðu verið eknir. Þetta gerði hann vegna mikillar rigningar sem gerði meðan á keppninni stóð. Hann sagði líf sitt skipta meira máli en kappakstur. Hunt kláraði mótið í þriðja sæti og varð heims- meistari með einu stigi. - bþh Heimsmeistari með einu stigi Niki Lauda við frumsýningu á keppnisbíl Jagúar-liðsins árið 2002. Ross Brawn er mjög sigursæll og þykir afar snjall. Hann fylgdi Mi- chael Schumacher til Ferrari frá Benetton árið 1996, eftir að hafa gert Schumacher að tvöföldum heimsmeistara. Sigurgöngu tvíeyk- isins sem naut liðsinnis Jeans Todt minnast allir sem gullöld Ferr- ari árin 1999 til 2006 þegar hvert metið á fætur öðru var slegið. Brawn yfirgaf Ferrari eftir árs leyfi árið 2008 og gerðist tækni- stjóri Honda F1 liðsins sem hefur nú hætt þátttöku. Ross fékk með sér fjárfesta og rekur nú Brawn GP-liðið með þá Jenson Button og Rubens Barrichello sem ökumenn. Liðið hefur sýnt framúrskarandi árangur á æfingum vetrarins. - bþh Ross Brawn Ross Brawn og Schumacher voru óstöðvandi teymi. Settu hvert metið á fætur öðru. Fyrirtækið Allra átta er að vinna hörðum höndum að nýrri vefsíðu sem styður við útsendingar á Stöð 2 Sport. Það er vefsvæðið www.kappakstur.is sem er að taka á sig nýja mynd, til að upplýsa áhorfendur betur en áður um Formúlu 1. Beintenging er á síðunni á tímasvæði rétthafa Formúlunnar. Þá er sérstakt svæði fyrir grafík-útskýringar í uppbyggingu auk nákvæmra upplýsinga um alla ökumenn. Frásögn og útskýringarmyndir eru frá öllum mótssvæðum og úrslit síðustu ár. Þá er nýmæli að útskýringarmyndbönd verða á kappakstur.is í sam- vinnu við Formúlu 1-liðin og ítarleg tölfræði er birt fyrir hvert mót og eftir þau. Samfara þessum breytingum tekur grafíkin á sig nýja mynd hjá Stöð 2 Sport og verður lögð mikil áhersla á tölfræði og útskýringar meðan á keppni stendur og eftir að henni lýkur. Þá eru lifandi grafísk myndskeið aðall þáttanna Rásmark- ið á fimmtudagskvöldum. Meira upplýsingaflæði tjöld, svefnpokar, gönguskór, sokkar, nærfatnaður, fatnaður og klifurbúnaður. Tilvalin fermingargjöf

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.