Fréttablaðið - 25.03.2009, Side 44

Fréttablaðið - 25.03.2009, Side 44
 25. mars 2009 MIÐVIKUDAGUR4 Endurreisn ÍslandsKvótakerfi ð Hver eru þau grundvallarat-riði sem við ætlum að breyta í landi okkar til þess að við getum náð aftur því trausti og þeim trún- aði sem við höfðum, áður en við útvíkkuðum hina íslensku frjáls- hyggju? Hvað þurfum við að gera til að venjulegir íslenskir borgarar geti treyst því að við förum rétta leið í endurreisninni sem nauð- synleg er í landi okkar? Margir keppast nú við að tala um þann sið- ferðisbrest sem orðið hefur í land- inu og telja að regluverkið hafi brugðist, eftirlitsstofnanir og svo framvegis. Nú ætlum við að breyta stjórnarskránni, nú ætlum við að breyta kosningalöggjöfinni og við ætlum að breyta svo mörgu sem leiðir til þess að allt verður nýtt og betra. Hver á fiskinn í sjónum? Já, þetta er nauðsynlegt og auð- vitað eru orð til alls fyrst. En það er ekki nóg að breyta setningum í stjórnarskránni og lagaákvæð- um ef ekkert verður svo gert með það. Hverju breytir það að hafa ákvæði um að helstu náttúruauð- lindirnar skulu vera í eigu þjóð- arinnar ef framkvæmd þess er sú að örfáum er færð auðlindin nán- ast að gjöf og ómögulegt er fyrir áræðna menn að hefja sjávarút- veg. Það er kúgun. Hverju breytir það, að hafa þann rétt og þá stöðu í „réttlátu og frjálsu“ þjóðfélagi að geta vísað málum til mannrétt- indadómstóla eða mannréttinda- nefnda ef dómar þeirra eða sjón- armið eru svo hunsuð. Um þetta hljótum við að hugsa mjög alvarlega. Sérstaklega nú, þegar við erum nýbúin að sam- þykkja hinn göfga barnasátt- mála Sameinuðu þjóðanna. Því á sama tíma og það var gert hvílir á íslensku ríkisstjórninni álykt- un um brot á mannréttindum. Við þessum úrskurði hefur ekki verið brugðist nema með fyrirheiti um stofnun nefndar sem á að koma með tillögur til breytinga á fram- kvæmd laga um stjórn fiskveiða. Það bendir til þess að svæfa eigi málið. Má venjulegt fólk reyna að bjarga sér? Við getum til dæmis sett upp mynd af atvinnulausum foreldr- um þriggja barna. Foreldrum sem hafa möguleika til að róa til fiskjar á fjögurra tonna trillu út á flóann en mega það ekki nema gegn hárri leigu fyrir hvert kíló fiskjar sem þau veiða. Leigugjald sem renn- ur í vasa „eigenda kvótans“ Með slíkri lagframkvæmd göfugra laga og skuldbindinga er verið að brjóta bæði gegn börnunum og foreldrun- um. Breytum kvótakerfinu Það getur verið auðvelt og gaman að vera í stórum ríkisstjórnar- flokki þar sem flestir brosa hver framan í annan af stolti yfir mætti sínum og velgengni. En það er ekki gaman ef maður í hjarta sínu veit að það er ekki verið að taka á grundvallarmálum með hugrekki og festu. Frjálslyndi flokkurinn hefur ávallt bent á óréttlætið sem felst í kvótakerfinu og vill auka aðgang þjóðarinnar að fiskimiðun- um. Því miður hafa þessi sjónar- mið orðið undir í umræðunni sér- staklega meðan allt flaut í ilmandi hunangi og rjóma. Þegar til fram- tíðar er litið verða menn að hafa kjark til að ráðast í nauðsynlegar breytingar á þeim þáttum þar sem upphaf efnahagsþrenginganna er að leita og færa til betri vegar í réttlætisátt. Og þessar breyting- ar verður að ráðast í ekki síðar en núna. Venjulegt fólk verður að fá leyfi til að bjarga sér með því að nýta sér auðlindir hafsins. Annars eykst því miður bilið milli ríkra og fátækra, en nú þegar er það orðið allt of mikið. En það er ekki nóg að breyta setningum í stjórnarskránni og lagaákvæðum ef ekkert verður svo gert með það. KARL V. MATTHÍASSON alþingismaður Grundvallarbreytinga er þörf Íslenska þjóðin var fyrst til að falla í hyldýpi kreppu sem engan endi virðist ætla að taka. Þögnin um eiginlega stærð vand- ans er bæði þrúgandi og skamm- arleg. Heimurinn horfði á okkur falla, en mun heimurinn sjá hér raun- verulega endurreisn? Við höfum tækifæri til að gefa bæði þjóðinni okkar von sem og heimsbyggðinni um að hægt sé að taka á spillingu þó hún nái inn á æðstu stofnanir. Við höfum tækifæri til að sýna að við þorum að reisa hér samfélag þar sem krafan um gegnsæi og raunverulegt lýðræði rís hærra en óttinn við breytingar. Heimurinn horfir til okkar því við erum fyrsta landið til að kjósa í kjölfar efnahagshrunsins eftir að ríkisstjórn var steypt af stóli með raunverulegri byltingu. Við berum því mikla ábyrgð að láta ekki tæla okkur til að endurnýja umboð þess fólks sem brást alger- lega trausti okkar. Heldur ein- hver að þau séu best til þess fallin að leiða landið úr þeim ósköpum sem þau létu dynja yfir okkur án nokkurrar iðrunar? Tveir flokk- ar skópu þessa atburðarás með fádæma tengslamyndun á milli viðskiptaheims og þingheims. Treystið þið virkilega þeim til að rannsaka sjálfa sig og vini sína? Ef við viljum breytingar þá verðum við að gera eitthvað til að þessar breytingar verði að veru- leika. Ég treysti hvorki kerfinu né fólkinu sem situr í öllum æðstu embættum til að tryggja að við almenningur fáum meiri völd. Ég treysti þeim ekki til að hafa dug í sér til að uppræta þá spill- ingu sem hér er orðin svo samof- in veruleika allra að fólk er nán- ast hætt að sjá hana. Hvað ætlar þú að gera til að tryggja að við losnum úr viðjum flokkakerfis- ins? Hvað ætlar þú að gera til að sýna umheiminum að þér er nóg boðið? Ég veit hvað ég ætla að gera, ég ætla að leggja allt undir til að tryggja að það fólk fái brautargengi sem ég veit að hefur enga hagsmuni aðra að leiðarljósi en að tryggja þjóðinni aftur þau völd sem hún hélt sig hafa. Ég ætla að styðja Borgarahreyfing- una – þjóðin á þing með ráðum og dáð til að hér verði í boði raun- veruleg lausn fyrir þá sem hafa fengið nóg af svikum og sérhags- munagæslu ráðamanna. Fall eða endurreisn? BIRGITTA JÓNSDÓTTIR skáldkona Ég treysti hvorki kerf- inu né fólk- inu sem situr í öllum æðstu embættum til að tryggja að við al- menningur fáum meiri völd. Fæst í bókaverslunum um land allt. Verð 1.900,- kr. Pantanir: jons@snerpa.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.