Fréttablaðið - 25.03.2009, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 25.03.2009, Blaðsíða 48
Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra ýtti rækilega undir væntingar um farsæla lausn á Icesave-málinu í við- tali í Zetunni, nýjum viðtals- þætti mbl.is. Hann sagði glæsi- lega niðurstöðu í augsýn og kvað Svavar Gestsson, formann við- ræðunefndarinnar, njóta fyllsta trausts. Ráðherrann lét hins vegar hjá líða að nefna í hverju lausnin glæsilega kynni að fel- ast. Kannski hefur hann í huga hugmyndir um að bresk stjórn- völd taki að mestu yfir þrotabú Landsbankans upp á að ná þar út eins miklum verðmætum og þau geti, gegn því að einnig verði yf- irteknar Icesave-skuldbindingar. Heimildir Markaðarins herma hins vegar að enn sé verið að ræða marga mögulega kosti við Breta og lausn tæp- ast í aug- sýn. 65 228 35prósenta lækkun hefur orðið á markaðsvirði Royal Unibrew, næststærstu bruggverksmiðju Danmerkur, frá því félagið birti ársuppgjör sitt fyrir mánuði. Stoðir eiga fjórðung í félaginu. milljarðar króna, eða tveir milljarðar Banda ríkja- dala, fara í bónus til starfsfólks bandarísku versl- unarkeðjunnar Wal-Mart á árinu. Starfsmenn eru um milljón talsins. starfsmenn Teathers, verðbréfamiðlunar Straums í Bretlandi, hafa verið ráðnir til Singer Capital Markets. Singer var áður í eigu Kaupþings. SÍMA NÚM ER MARKAÐARINS: 512 5000, fax: 512 5301, rit stjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Aug lýs ingadeild: auglys ing ar@markadurinn.is Veffang: visir.is B A N K A H Ó L F I Ð Glæsileg lausn Lítill fótur virðist fyrir fleiri sögum sem hátt fara í banka- heiminum þessa dagana og kannski gott til þess að hugsa að ekki hafi dregið úr kjafta- gleði í geiranum þrátt fyrir fall fjármálakerfisins. Þannig flýg- ur sú saga fjöllum hærra að búið sé að ákveða að skipta starf- semi Nýja-Landsbankans á milli Íslandsbanka og Kaupþings. Landsbankanafnið sé ónýtt eftir að Icesave-ævintýrið fæst ekki fjarlægt af hryðjuverkalista Breta. Engar líkur munu hins vegar á ákvörðunum í þessa veru fyrr en að fullu hefur verið gengið frá efnahagsreikningi bankanna, til að menn viti þá hverju er upp að skipta. Þá virðist gleymast að Landsbankinn nýi gæti sem hæg- legast falið forsöguna með ein- földum nafnaskiptum. NBI hljóm- ar jú vel og afturhvarf Nýja- Glitnis til Íslandsbankanafnsins þykir hafa tekist vel. En endanleg ákvörðun bíður væntanlega nýrr- ar ríkisstjórnar. Ónýtt nafn? Viðskiptaráð auglýsti á mánudag morgunverðarfund um sjálfstæða mynt í kreppunni, sem halda átti í gær samkvæmt auglýsingu. Þegar grennslast var fyrir um málið reyndist dagsetningin röng. Hið rétta er að fundurinn verður í dag. Þá er Hörður Arnarson í aug- lýsingunni sagður forstjóri Marel Food Systems. Fljótt skipast veður í lofti því nýr forstjóri var settur yfir fyrirtækið um helgina og verður Hörður því milli starfa á fundinum. Taka má málið lengra því Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra flytur opnunar- ávarp. Eins og málin hafa þróast í tengslum við fundinn má allt eins gera ráð fyrir því að hann verði á milli ráðuneyta. Á röngunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.