Fréttablaðið - 25.03.2009, Side 53
MIÐVIKUDAGUR 25. mars 2009
Það er víst óhætt að nota orðið
gjörning um þá uppákomu sem
frumsýnd var á föstudagskvöldið á
Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins.
Er ég eða er ég ekki? Hvaðan
kemur allt? Hvernig er allt og af
hverju er allt eins og allt er? Er líf
eftir dauðann? Er ég örugglega á
þeim stað sem ég er núna, eða er
ég kannski á á tveimur stöðum í
einu? Upp úr þessum spurning-
um og fleirum veltir listamaður-
inn Þórir Sæmundsson fyrir sér
um leið og hann fer í heljarinn-
ar mikla ferð á sviðinu þar sem
hann tjáir sig í hinum ýmsu list-
formum. Myndmálið er skýrt og
notkun skjás með ágengum mynd-
um um leið og hljóð af ýmsu tagi
eru framleidd er mjög áhrifaríkt
fyrir svo utan að einleikur hans á
gamalt útvarpstæki þar sem hann
nýtir á einhvern máta logsuðutæki
við hljómflutninginn var ákaflega
smart og heillandi.
Hann hleypur, eyðir orku, leit-
ar að orku og smeygir inn mynd-
skeiðum á skjái um leið og hann
býr til elektróníska tónlist. Þetta er
allt gott og blessað og hann fang-
ar athygli áhorfenda. Eter er það
heiti sem notað er fyrir ljósvaka í
flestum nágrannamálum vorum en
mun samkvæmt prógramblaði vera
komið úr grísku og vísar til heiðs
himins eða dvalarstað guða Forn-
Grikkja.
Þetta var heljarinnar sjónræn
upplifun, kokkteill hugmynda þar
sem einn maður þeytist um eins og
að hann sé að fara frá einum pósti
til annars til þess að sýna hverj-
ir möguleikarnir eru. Hitt er svo
annað mál að það var nokkur akkil-
esarhæll á sýningunni að listamað-
urinn skyldi velja dramatíkina til
þess að tengja atriði sín saman.
Hann dvelur nokkuð við frá-
sögn um ömmu sína úr Grímsey
og hæfileika hennar til þess að sjá
inn í aðra heima svo og sína eigin
skyggnihæfileika.
Hin leikræna frásögn milli
gjörningahlutanna lifnaði aldrei
nógu vel við. Ástæðan getur vel
legið í því að hér vantaði leikstjóra
til þess að brýna þennan metnaðar-
fulla listamann og hjálpa til við að
framkalla þær minnismyndir sem
því miður lifnuðu ekki nógu vel í
frásögnunum sem þó voru veru-
lega athyglisverðar.
Listamaðurinn tekur þó fram
í prógramblaði sínu að hann sé
ekki að leika, hann sé einfaldlega
að segja frá einhverju. En til þess
að frásögn lifni og verði áheyrileg
verður sá sem heldur um sprotann
að njóta frásagnarinnar og nálgast
verkefnið með áhorfendur í huga.
Þetta er ekki leiksýning né held-
ur leikverk, en þó flutt á leiksviði í
meira en einn klukkutíma þar sem
meginefnið er að skilgreina bæði
verkið, heiminn og egóið.
Í lok sýningar rammar hann sig
inn í neonlitaðan hring þar sem
hann er að lokum orðinn einn. Það
voru myndrænar og sjónrænar
uppáhaldsstundir sem gaman hefði
verið að frysta og geyma en slík-
ur er töframáttur gjörnings augna-
bliksins að hann kemur ekki aftur.
Þórir Sæmundsson stendur einn
sem höfundur þessa verks þó hann
hefði átt að láta getið hvaðan hann
fékk myndir þær er varpað var á
vegg og skjá til skiptis.
Ég er ekki í nokkrum vafa um
að áhorfendur, einkum af yngri
kynslóðinni, munu hafa af þessu
nokkra skemmtun. Elísabet Brekkan
Einn maður í leit
LEIKLIST
Eterinn
Höfundur og leikari:
Þórir Sæmundsson
Mynd ©Tinna Lúðvíksdóttir 2009