Fréttablaðið - 25.03.2009, Qupperneq 59

Fréttablaðið - 25.03.2009, Qupperneq 59
MIÐVIKUDAGUR 25. mars 2009 Við unnum! Við á DILL restaurant segjum frá því með miklu stolti að Food & Fun kokkur ársins 2009 er góðvinur okkar Claus Henriksen frá Dragholm slot í Danmörku. Claus, eins og við, er með mikla ástríðu fyrir nýnorrænu eldhúsi og það er okkur sannur heiður að fá að halda áfram með hans matseðil næstu daga. Við óskum Claus, nýnorrænu eldhúsi og sjálfum okkur til hamingju með sigurinn og hlökkum til að sjá ykkur á DILL restaurant í Norræna húsinu. Kveðja, Óli og Gunni Í Norræna húsinu Sturlugötu 5 101 Reykjavík S: 552 1522 dil lrestaurant@dil lrestaurant.is dil lrestaurant.is FÓTBOLTI Arnar Grétarsson mun spila með Breiðabliki í efstu deild karla í sumar og um leið vera aðstoðarþjálfari liðsins, ef að líkum lætur. Þetta sagði hann í samtali við Fréttablaðið í gær. „Það er ekki búið að ganga frá samning- um en ég á von á því að það verði gert á allra næstu dögum. Það er frekar formsatriði að það verði gert,“ sagði Arnar. Samningur Arnars við Breiða- blik rann út síðastliðið haust og hafa því samningaviðræður tekið talsverðan tíma. „Það er búið að vera mikið að gera hjá félaginu og það hefur verið að ganga frá sínum málum. Ég hef því ekki verið að þrýsta mikið á það með mín mál.“ Arnar segir það markmið sitt að taka eitt tímabil til viðbótar og leggja svo skóna á hilluna en hann er 37 ára gamall og á langan feril að baki. Hann lék lengi með AEK Aþenu í Grikklandi og Lokeren í Belgíu auk þess sem hann var til skamms tíma með Leiftri. „Ég hef áhuga á því að snúa mér að þjálfun að næsta tímabili loknu. Ég hef verið að sækja þjálf- aranámskeið og ætti að vera kom- inn langleiðina með að fá UEFA- A þjálfaragráðu áður en þarnæsta tímabil hefst,“ sagði Arnar. Hann hefur þó verið orðaður við annars konar starf, en hans gamla félag í Grikklandi, AEK, sóttist eftir því um tíma að Arnar yrði yfirmaður íþróttamála hjá félag- inu. Síðan þá hefur hins vegar for- seti félagsins sagt af sér og því er það mál í bið eins og sakir standa. „Ég fór út í janúar og hitti þá forsetann. Hann sagði mér þá að hann ætlaði að segja af sér ef hann fengi ekki ákveðnar breytingar í gegn sem varð svo raunin. En hann átti alveg eins von á því að hann myndi aftur koma til félagsins í lok tímabilsins í Grikklandi. En ég er ekkert að bíða við símann og það væri bara plús ef eitthvað yrði af þessu.“ „Vissulega væri það þó spenn- andi tilhugsun að komast í svona starf. Þetta er stór klúbbur og starfið sjálft er mjög áhugavert.“ Arnar lék samtals tuttugu leiki með Breiðabliki á síðasta tímabili og skoraði í þeim þrjú mörk. eirikur@frettabladid.is Vil taka eitt tímabil í viðbót Arnar Grétarsson ætlar að spila með Breiðabliki í sumar og verða að auki aðstoðarþjálfari liðsins. ARNAR GRÉTARSSON Mun líklegast klæðast grænu áfram í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.