Fréttablaðið - 01.04.2009, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 01.04.2009, Blaðsíða 4
4 1. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR Ranglega var farið með nafn Guð- finnu S. Bjarnadóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í frétt um innistæður erlendra aðila hér á landi í Fréttablaðinu í gær. LEIÐRÉTTING F í t o n / S Í A Aðalfundur VR verður haldinn á Hilton Nordica hótel, fimmtudaginn 2. apríl nk. og hefst kl. 19:30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Lagabreytingar Innborgun í VR varasjóð Virðing Réttlæti VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Ósló París Róm Stokkhólmur 18° 15° 17° 16° 15° 16° 16° 15° 12° 12° 21° 16° 11° 30° 4° 17° 21° 7° 2 3 1 2 6 8 10 8 8 3 4 16 13 4 8 2 3 5 6 5 13 6 6 Á MORGUN 10-15 m/s vestan til annars 3-10 m/s FÖSTUDAGUR 3-13 m/s stífastur á Vestfjörðum 1 1 1 78 2 1 86 VORIÐ KOMIÐ Í dag og næstu daga verður hlýtt á suðurhluta lands- ins og austan til en svalara á Norðurlandi og á Vestfjörðum. Leiki menn sér með tölfræði og meðalhita er apríl töluvert miklu mildari en mars. Það er því ákveðinn áfangi í vorkomunni að apríl sé runninn upp. Það verður þó að viðurkennast að vorið mun láta bíða eftir sér eitthvað lengur á Norðurlandi og Vestfjörðum. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur BANKAHRUNIÐ Þeir, sem í kjölfar hruns íslenska fjármálakerfisins hafa fært eignir á milli fjöskyldu- meðlima til að skjóta þeim undan hugsanlegum kröfuhöfum, virð- ast eiga ágætar líkur á að sleppa með skrekkinn. Eins og áður hefur komið fram í Fréttablaðinu færðu fjölmargir starfsmenn í fjármálafyrirtækj- um, sem og aðrir eignamenn, hús sín og bíla yfir á nöfn eigin- kvenna sinna um og eftir banka- hrunið í október. Virðast menn vera að freista þess að tryggja að lánardrottnar geti ekki gengið að heimilum þeirra og fjölskyldubíl- um. Um slíka gjörninga milli nátengdra aðila gildir að þeir geta verið riftanlegir í allt að tvö ár frá því þeir eru gerðir þar til ósk um gjaldþrotaskipti viðkom- andi er sett fram. Sjái skuldarar slíka atburðarás í spilunum gild- ir því að bregðast við sem fyrst og breyta eignarhaldi þess sem þeir vilja forða undan kröfuhöf- unum. Vegna þess hversu inn- heimtukerfið hér er seinvirkt má telja ágætar líkur á að slík áætlun gangi upp. Hákon Stefánsson, formaður stjórnar Creditinfo, sem miðlar meðal annars fjárhagsupplýsing- um um einstaklinga og fyrirtæki, upplýsir að sá tími sem tekur að ná fram gjaldþrotaskiptum geti verið eitt og hálft til tvö ár. „Ef hafðar eru uppi fjárkröfur á hendur einstaklingi þá má vænta þess að hann grípi til varna og um leið má búast við því að lyktir slíks máls liggi ekki fyrir í hér- aðsdómi fyrr en ári eftir að það hefst. Ef bóta- krafan er viður- kennd þá er hægt að halda áfram og fara í fjárnám. Ef fjárnámsferl- ið er árangurs- laust er síðan hægt að gera kröfu um gjaldþrotaskipti. Að ná fram árangurslausu fjár- námi getur tekið allt að einu ári. Ástæðan fyrir því er að skuld- arinn sleppir því einfaldlega að mæta þegar hann er boðaður til sýslumanns, það er ekkert flókn- ara en það,“ segir Hákon. Að sögn Hákons er ekkert í lögum sem tryggir að tiltekin mál fái flýtimeðferð. Varðandi fjárnám sé það háð mati sýslu- manns. Þá leiði núverandi ástand til þess að málum fjölgi og lengri tíma þurfi fyrir hvert mál í kerf- inu. „Það má búast við því að svona mál muni taka enn lengri tíma nema hið opinbera setji inn meira fé til að tryggja bætta skil- virkni kerfisins.“ gar@frettabladid.is Undanskot húseigna heppnast vegna tafa Ágætar líkur eru á að þeir sem reyna að skjóta húsum undan kröfuhöfum með því að skrá þau á maka sína komist upp með það vegna þess hve kerfið er svifa- seint. Formaður stjórnar Creditinfo segir skuldara geta tafið mál ef þeir kjósa. HÁKON STEFÁNSSON HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Klukkan tifar á meðan kröfuhafar reyna að knýja fram fjárkröfur á hendur skuldurum í héraðsdómi og hjá sýslumanni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VIÐSKIPTI Samkeppniseftirlitið hefur veitt MP Banka undanþágu frá samkeppnislögum vegna kaupa bankans á útibúaneti SPRON og Netbankanum, sem gera mun bankanum kleift að opna útibúin næstkomandi mánudag. Lögum samkvæmt er óheimilt að framkvæma samruna fyrr en Samkeppniseftirlitið hefur fjallað um hann, en á því var gerð undan- tekning, segir Páll Gunnar Páls- son, forstjóri eftirlitsins. Endan- leg afstaða til samrunans verður tekin þegar öll gögn liggja fyrir. Styrmir Þór Bragason, forstjóri MP Banka, segir að fáist svipuð undanþága frá Fjármálaeftirlitinu geti áform um að opna höfuðstöðv- ar og tvö útibú SPRON næstkom- andi mánudag gengið eftir. „Við höfum fengið gríðarlega góð viðbrögð, fengið endalaust af tölvupósti og símhringingum í allan dag. Hér hefur allt verið á öðrum endanum við að reyna að upplýsa viðskiptavini SPRON og annarra banka um hvað er fram- undan,“ segir Styrmir. Endurreisn SPRON virðist falla í góðan jarðveg, bæði hjá fyrrver- andi viðskiptavinum SPRON og viðskiptavinum annarra banka, segir Styrmir. MP Banki hefur þegar ráðið nokkra af fyrrverandi stjórn- endum SPRON til starfa, og þeir munu koma að ráðningu fleiri starfsmanna. MP Banki skuldbatt sig til að ráða að minnsta kosti 45 af fyrrverandi starfsmönnum SPRON. - bj MP Banki fær undanþágu svo hægt verði að opna útibú SPRON á mánudag: Mikil viðbrögð við kaupum PÁLL GUNNAR PÁLSSON STYRMIR ÞÓR BRAGASON DÓMSMÁL Hinn landsþekkti mat- reiðslumeistari Sigurður Hall hefur verið ákærður fyrir að standa ekki skil á samtals 15 milljóna króna vörsluskött- um fyrir hönd einkahlutafé- lagsins Menu. Aðspurður seg- ist Sigurður ekki vilja tjá sig um málið í fjölmiðlum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ann- ars vegar um að ræða að ekki hafi verið staðin skil á um 8 millj- ónum króna í virðisaukaskatt og hins vegar tæpum sjö milljónum í staðgreiðslu tekjuskatts á árun- um 2006 og 2007. Aðalmeðferð á að vera í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudaginn. - gar Sigga Hall ákærður: Skatturinn vill fá 15 milljónir SIGURÐUR HALL STJÓRNMÁL Fjármálaráðuneytið ráðgerir að um 100-200 einstakl- ingar muni nýta sér heimild til greiðsluaðlögunar á grunni nýrra laga þar um. Fjöldi gjaldþrotaúr- skurða árin 2006-7 var hafður til hliðsjónar. Efasemdir eru uppi um að sú áætlun standist; líklegt sé að mun fleiri þurfi á úrræðinu að halda. Ása Ólafsdóttir, aðstoðarmað- ur dómsmálaráðherra, segir að fylgst verði grannt með þró- uninni. „En ég vek athygli á að sá sem sækir um úrræðið þarf að vera, og verða um fyrirséða framtíð, ófær um að standa í skil- um með skuldbindingar sínar,“ sagði Ása í samtali við Frétta- blaðið. - bþs Lög um greiðsluaðlögun: Gjaldþrot þarf að blasa við svo aðlögun fáist REYKJAVÍK Vefur um sumar- starf Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur verður opnaður í dag. Á sama tíma verður opnað fyrir umsóknir barna í sumar- starf í Rafrænni Reykjavík. Þúsundir krakka hafa nýtt sér sumarstarfið undanfarin ár og boðið er upp á fjölbreytt nám- skeið fyrir börn á aldrinum 2 til 18 ára, svo sem siglingar, sumar- búðir, íþróttanámskeið eða leik- velli, svo eitthvað sé nefnt. Slóðin á vefinn er: www.itr.is/ sumar og er þar einnig að finna upplýsingar um annað sumar- starf en hjá ÍTR, svo sem hjá íþrótta- og æskulýðsfélögum. - kóp Íþrótta- og tómstundaráð: Opna vef um sumarstarfið RÚSSLAND, AP Mikhail Khodork- ovsky, fyrrverandi stjórnandi rússneska olíurisans Yukos, sneri aftur í réttarsal í Moskvu í gær eftir að hafa eytt síðustu sex árum í fangelsi. Verjandi Khodorkovsky segir nýjar ákærur um fjárdrátt og peningaþvætti „klikkaðar“. Verði hann sakfelldur er hámarksrefs- ing 22 ára fangelsi. Að óbreyttu hefði Khodorkovsky átt að sleppa úr fangelsi árið 2011. Khodorkovsky var eitt sinn rík- asti maður Rússlands, en fyrir- tæki hans, Yukos, varð gjaldþrota og var skipt upp eftir handtöku hans. - bj Khodorkovsky fyrir rétt á ný: Verjandi segir kæru klikkaða Í RÉTTARSAL Öryggislögreglan hafði góðar gætur á Mikhail Khodorkovsky þegar hann var færður í réttarsal. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Karl leiðir lista Frjálslyndra Karl V. Matthíasson leiðir lista Frjáls- lynda flokksins í Reykjavík norður. Kosið var á milli Karls og Viðars Guð- johnsen í gær og hafði Karl betur. STJÓRNMÁL GENGIÐ 31.03.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 210,1561 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 122,06 122,64 174,7 175,54 162,63 163,53 21,83 21,958 18,179 18,287 14,82 14,906 1,2399 1,2471 182,34 183,42 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.