Fréttablaðið - 01.04.2009, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 01.04.2009, Blaðsíða 21
66 Sögurnar... tölurnar... fólkið... xx xxx Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Miðvikudagur 1. apríl 2009 – 13. tölublað – 5. árgangur Stofnaður verður starfshópur til að vinna úr tillögum Kaarlos Jännäris, finska bankasérfræð- ingsins sem á mánudag kynnti skýrslu um reglur og eftirlit með bankastarfsemi hér. Fjallað var um skýrsluna á rík- isstjórnarfundi í gærmorgun. Til- lögur til úrbóta í skýrslunni eru í átta liðum. „Ríkisstjórnin fagn- ar vinnu Jännäris og hefur ákveð- ið að skipa starfshóp til að vinna úr ábendingum hans svo hrinda megi skynsamlegum tillögum í framkvæmd sem fyrst. Hópurinn verður skipaður fulltrúum þriggja ráðuneyta og á að skila ríkisstjórn tillögum eigi síðar en 15. apríl,“ segir í tilkynningu forsætisráðu- neytisins. - óká Unnið úr til- lögum Jännäris Hreinskiptnar og uppbyggi legar viðræður um óleyst úrlausnar- efni og tvíhliða samskipti Íslands og Bretlands áttu sér stað á fundi Össurar Skarphéðinssonar utan- ríkisráðherra og Davids Miliband, utanríkisráðherra Breta, í London í gær, að því er segir í tilkynn- ingu. „Ráðherrarnir sammæltust um að ljúka viðræðum vegna Ic- eSave, með öðrum hlutaðeigandi aðilum, á ásættanlegan hátt fyrir báðar þjóðir, eins fljótt og kostur er. Viðræðunefndir undir forystu fjármálaráðuneyta þjóðanna munu fylgja fundi utanríkisráðherranna eftir,“ segir þar jafnframt. - óká Áfram fundað um IceSave Græna prentsmiðjan VIÐSKIPTI Eitt uppgjör – betri yfi rsýn Nýttu kosti þess að hafa allt á einum stað. Hafðu samband við okkur í síma 560 1600 eða tilbod@borgun.is og við gerum þér tilboð í færsluhirðingu fyrir öll greiðslukortaviðskipti. Djúpt á bjartsýni | Talnafræð- ingar hafa vart merkt meiri svart- sýni í væntingum neytenda til efnahagslífsins en í nýjustu gögn- um bandaríska viðskiptaráðsins, sem birtar voru í gær. Væntinga- vísitalan vestanhafs stendur nú í 26 stigum og hefur ekki verið lægri frá 1967. Frakkar hóta | Christine Lag- arde, fjármálaráðherra Frakk- lands, hótaði því í gær að skrifa ekki undir ályktun af fundi tut- tugu stærstu iðnríkja heims um næstu helgi verði reglur ekki hertar um starfsemi fjármála- fyrirtækja. Frakkar vilja harð- ari reglur en Bretar og Banda- ríkjamenn. Líkur á þroti | Líkurnar á því að bandaríski bílarisinn General Motors aki fram af gjaldþrota- barminum eru nú meiri en áður, að mati Rick Wagoners. Wagoner hefur um árabil verið forstjóri bílaframleiðandans en var látinn taka poka sinn í vikubyrjun. Ódýr skýjakljúfur | Tvö banda- rísk fyrirtæki tryggðu sér hæsta skýjakljúf Boston-borgar í Banda- ríkjunum á uppboði í gær. Bygg- ingin heitir The John Hancock Tower og verða hæðirnar 60. Kaupverðið nemur 660 milljón- um dala, jafnvirði 7,3 milljarða íslenskra króna. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Bankaráðsmenn Kaupþings og Landsbankans og félög þeim tengdum fengu 42 milljarða króna að láni frá bönkunum á fyrri helmingi síðasta árs. Eigið fé bank- ans á sama tíma nam 200 milljörðum króna. Bankaráðsmenn Landsbankans og félög tengd þeim fengu hæstu lánin, fjörutíu milljarða króna, á þessu sex mánaða tímabili. Kaupþing veitti sínum mönnum og félögum sem þeir tengdust 2,4 milljarða á sama tíma. Öðru máli gegnir um kollega þeirra hjá Glitni en þar höfðu menn og félög tengd þeim greitt til baka 5,2 milljarða frá áramótum. Heildarkrafan á hendur bankaráðsmönnum gömlu bankanna og félaga þeim tengdum, að undanskild- um 207 milljón evrunum, hljóðar upp á 117 milljarða króna. Í niðurstöðum skýrslu sem finnski bankasérfræð- ingurinn Kaarlo Jännäri vann um reglur og fram- kvæmd á eftirliti með fjármálafyrirtækjum (hjá Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitinu) er fjall- að um þessa þætti; stórar áhættuskuldbindingar, við- skipti við tengda aðila, krosseignarhald og hæfi eig- enda og stjórnenda fjármálafyrirtækja. Bent er á að erfitt hafi verið fyrir Fjármálaeftir litið að hafa eftirlit með viðskiptum banka við tengda aðila vegna flókins eignarhalds. Kröfur á hendur bankaráðsmönnum gömlu bank- anna og félaga þeim tengdum eru enn lifandi þrátt fyrir bankahrunið í haust. Þær skiptast á bæði gömlu og nýju bankana. Lán til félaga sem eru tengd banka- ráðsmönnum en skráð erlendis liggja í búi gömlu bank- anna en kröfur á innlend félög sitja í þeim nýju. Unnið er að innheimtu krafna og verður leitað allra leiða til að hámarka heimtur, að sögn Árna Tómassonar, for- manns skilanefndar Glitnis. Sjá síður 4-5. Útvaldir fengu 75 milljarða króna Bankaráðsmenn LÍ og félög þeim tengdum fengu 40 millj- arða á fyrri hluta síðasta árs. Unnið er að innheimtu krafna. Bakkavör Group tapaði 154,2 milljónum punda, jafn- virði 27 milljarða króna á núvirði, á síðasta ári saman- borið við 47,4 milljóna punda hagnað í hittiðfyrra. Þetta jafngildir því að fyrirtækið sjái á eftir hagnaði síðustu þriggja ára á undan. Stærstur hluti tapsins, 98,5 milljónir punda, féll til á fjórða ársfjórðungi í fyrra. Í hittiðfyrra nam hagn- aðurinn á sama fjórðungi 10,4 milljónum punda. Mestu munar um einskiptikostnaði upp á 177 millj- ónir króna á seinni hluta árs, svo sem vegna taps tapi á fjárfestingum í írska samlokuframleiðandanum Greencore auk kostnaðar við hagræðingu. Velta félaga Bakkavarar nam 1,6 milljarði punda á síðasta ári, sem er tíu prósenta aukning frá í hittiðfyrra. Á fjórða ársfjórðungi einum nam velta 412 milljónum punda, sem jafngildir ellefu prósenta aukningu. Í uppgjöri Bakkavarar í gær kom fram að fjármögn- un rekstrarfélaga sé að fullu tryggð til 2012. Hand- bært fé frá rekstri fyrir skatta og vexti nam 45,7 milljónum punda. - jab Bakkavör tapar þriggja ára hagnaði Orð í belg Um afnám verðtryggingar og hafta Vikuleg vefráð Er vefsíðan leitarvélarvæn? 2 Hryðjuverkin trufluðu Einkavæðingin fór út af sporinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.