Fréttablaðið - 01.04.2009, Blaðsíða 21
66
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
xx
xxx
Veffang: visir.is – Sími: 512 5000
H E L S T Í Ú T L Ö N D U M
Miðvikudagur 1. apríl 2009 – 13. tölublað – 5. árgangur
Stofnaður verður starfshópur
til að vinna úr tillögum Kaarlos
Jännäris, finska bankasérfræð-
ingsins sem á mánudag kynnti
skýrslu um reglur og eftirlit með
bankastarfsemi hér.
Fjallað var um skýrsluna á rík-
isstjórnarfundi í gærmorgun. Til-
lögur til úrbóta í skýrslunni eru í
átta liðum. „Ríkisstjórnin fagn-
ar vinnu Jännäris og hefur ákveð-
ið að skipa starfshóp til að vinna
úr ábendingum hans svo hrinda
megi skynsamlegum tillögum í
framkvæmd sem fyrst. Hópurinn
verður skipaður fulltrúum þriggja
ráðuneyta og á að skila ríkisstjórn
tillögum eigi síðar en 15. apríl,“
segir í tilkynningu forsætisráðu-
neytisins. - óká
Unnið úr til-
lögum Jännäris
Hreinskiptnar og uppbyggi legar
viðræður um óleyst úrlausnar-
efni og tvíhliða samskipti Íslands
og Bretlands áttu sér stað á fundi
Össurar Skarphéðinssonar utan-
ríkisráðherra og Davids Miliband,
utanríkisráðherra Breta, í London
í gær, að því er segir í tilkynn-
ingu.
„Ráðherrarnir sammæltust
um að ljúka viðræðum vegna Ic-
eSave, með öðrum hlutaðeigandi
aðilum, á ásættanlegan hátt fyrir
báðar þjóðir, eins fljótt og kostur
er. Viðræðunefndir undir forystu
fjármálaráðuneyta þjóðanna munu
fylgja fundi utanríkisráðherranna
eftir,“ segir þar jafnframt. - óká
Áfram fundað
um IceSave
Græna
prentsmiðjan
VIÐSKIPTI
Eitt uppgjör – betri yfi rsýn
Nýttu kosti þess að hafa allt á einum stað.
Hafðu samband við okkur í síma 560 1600
eða tilbod@borgun.is og við gerum þér tilboð
í færsluhirðingu fyrir öll greiðslukortaviðskipti.
Djúpt á bjartsýni | Talnafræð-
ingar hafa vart merkt meiri svart-
sýni í væntingum neytenda til
efnahagslífsins en í nýjustu gögn-
um bandaríska viðskiptaráðsins,
sem birtar voru í gær. Væntinga-
vísitalan vestanhafs stendur nú
í 26 stigum og hefur ekki verið
lægri frá 1967.
Frakkar hóta | Christine Lag-
arde, fjármálaráðherra Frakk-
lands, hótaði því í gær að skrifa
ekki undir ályktun af fundi tut-
tugu stærstu iðnríkja heims um
næstu helgi verði reglur ekki
hertar um starfsemi fjármála-
fyrirtækja. Frakkar vilja harð-
ari reglur en Bretar og Banda-
ríkjamenn.
Líkur á þroti | Líkurnar á því
að bandaríski bílarisinn General
Motors aki fram af gjaldþrota-
barminum eru nú meiri en áður,
að mati Rick Wagoners. Wagoner
hefur um árabil verið forstjóri
bílaframleiðandans en var látinn
taka poka sinn í vikubyrjun.
Ódýr skýjakljúfur | Tvö banda-
rísk fyrirtæki tryggðu sér hæsta
skýjakljúf Boston-borgar í Banda-
ríkjunum á uppboði í gær. Bygg-
ingin heitir The John Hancock
Tower og verða hæðirnar 60.
Kaupverðið nemur 660 milljón-
um dala, jafnvirði 7,3 milljarða
íslenskra króna.
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson
skrifar
Bankaráðsmenn Kaupþings og Landsbankans og félög
þeim tengdum fengu 42 milljarða króna að láni frá
bönkunum á fyrri helmingi síðasta árs. Eigið fé bank-
ans á sama tíma nam 200 milljörðum króna.
Bankaráðsmenn Landsbankans og félög tengd þeim
fengu hæstu lánin, fjörutíu milljarða króna, á þessu
sex mánaða tímabili. Kaupþing veitti sínum mönnum
og félögum sem þeir tengdust 2,4 milljarða á sama
tíma. Öðru máli gegnir um kollega þeirra hjá Glitni
en þar höfðu menn og félög tengd þeim greitt til baka
5,2 milljarða frá áramótum.
Heildarkrafan á hendur bankaráðsmönnum gömlu
bankanna og félaga þeim tengdum, að undanskild-
um 207 milljón evrunum, hljóðar upp á 117 milljarða
króna.
Í niðurstöðum skýrslu sem finnski bankasérfræð-
ingurinn Kaarlo Jännäri vann um reglur og fram-
kvæmd á eftirliti með fjármálafyrirtækjum (hjá
Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitinu) er fjall-
að um þessa þætti; stórar áhættuskuldbindingar, við-
skipti við tengda aðila, krosseignarhald og hæfi eig-
enda og stjórnenda fjármálafyrirtækja.
Bent er á að erfitt hafi verið fyrir Fjármálaeftir litið
að hafa eftirlit með viðskiptum banka við tengda aðila
vegna flókins eignarhalds.
Kröfur á hendur bankaráðsmönnum gömlu bank-
anna og félaga þeim tengdum eru enn lifandi þrátt
fyrir bankahrunið í haust. Þær skiptast á bæði gömlu
og nýju bankana. Lán til félaga sem eru tengd banka-
ráðsmönnum en skráð erlendis liggja í búi gömlu bank-
anna en kröfur á innlend félög sitja í þeim nýju. Unnið
er að innheimtu krafna og verður leitað allra leiða til
að hámarka heimtur, að sögn Árna Tómassonar, for-
manns skilanefndar Glitnis. Sjá síður 4-5.
Útvaldir fengu 75
milljarða króna
Bankaráðsmenn LÍ og félög þeim tengdum fengu 40 millj-
arða á fyrri hluta síðasta árs. Unnið er að innheimtu krafna.
Bakkavör Group tapaði 154,2 milljónum punda, jafn-
virði 27 milljarða króna á núvirði, á síðasta ári saman-
borið við 47,4 milljóna punda hagnað í hittiðfyrra.
Þetta jafngildir því að fyrirtækið sjái á eftir hagnaði
síðustu þriggja ára á undan.
Stærstur hluti tapsins, 98,5 milljónir punda, féll til
á fjórða ársfjórðungi í fyrra. Í hittiðfyrra nam hagn-
aðurinn á sama fjórðungi 10,4 milljónum punda.
Mestu munar um einskiptikostnaði upp á 177 millj-
ónir króna á seinni hluta árs, svo sem vegna taps tapi
á fjárfestingum í írska samlokuframleiðandanum
Greencore auk kostnaðar við hagræðingu.
Velta félaga Bakkavarar nam 1,6 milljarði punda
á síðasta ári, sem er tíu prósenta aukning frá í
hittiðfyrra. Á fjórða ársfjórðungi einum nam velta
412 milljónum punda, sem jafngildir ellefu prósenta
aukningu.
Í uppgjöri Bakkavarar í gær kom fram að fjármögn-
un rekstrarfélaga sé að fullu tryggð til 2012. Hand-
bært fé frá rekstri fyrir skatta og vexti nam 45,7
milljónum punda.
- jab
Bakkavör tapar þriggja ára hagnaði
Orð í belg
Um afnám verðtryggingar
og hafta
Vikuleg vefráð
Er vefsíðan
leitarvélarvæn?
2
Hryðjuverkin trufluðu
Einkavæðingin
fór út af sporinu