Fréttablaðið - 01.04.2009, Blaðsíða 28
1. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR4
Fulltrúar aðgerðarleysis í samfé-laginu fara mikinn við að berja
niður hugmyndir um aðgerðir til
aðstoðar skuldsettum heimilum
og fyrirtækjum í landinu. Síðasta
útspilið var hreint og klárt skít-
kast um hagfræðing sem dirfðist að
tala fyrir hugmynd um fimmtungs
lækkun á höfuðstól skulda heimila
og fyrirtækja í landinu.
Orð eins og arfavitlaus, atkvæða-
veiðar, og kosningatrix eru notuð í
gríð og erg í þeirri von að fólk skoði
ekki hugmyndina betur.
20 prósenta leiðrétting skulda
Hugmyndin sjálf er tiltölulega ein-
föld. Jón og Gunna skulduðu Gamla-
banka 100 kr. Gamli banki afskrif-
ar allar húsnæðisskuldir um t.d. 50
prósent (mat á lánasöfnun er í gangi
þessa dagana á vegum skilanefnd-
ar og FME, og á að ljúka á næstu
vikum). Skuld Jóns og Gunnu er því
metin á 50 kr. og hún er færð yfir
í Nýjabanka á því mati. Athugið að
það eru kröfuhafar gömlu bank-
anna sem tapa 50 kr. í þessu dæmi,
en þeir hafa þegar afskrifað stór-
annhluta sinna krafna. Nýibanki
selur Íbúðalánasjóði (ÍLS) skuld-
ina á 50 kr. og losnar við hana úr
bókum sínum. Í stað þess að rukka
Jón og Gunnu um 100. kr. færir
Íbúðalánasjóður höfuðstólinn niður
í 80 kr. og rukkar Jón og Gunnu um
þá upphæð (og vexti af henni). ÍLS
tapar aðeins peningum á þessu ef,
og að því marki sem, allir Jónar
og Gunnur eru að meðaltali borg-
unarfólk fyrir minna en 50 kr. af
þessum 80 kr. Ástæðan fyrir því að
niður fellingin er ekki hærri, er til
að einnig sé hægt að lækka höfuð-
stól lána Íbúðalánasjóðs, annarra
fjármálastofnana og lífeyrissjóða.
Til einföldunar hafa margir bent
á að lækkunin samsvari í raun verð-
bótum síðustu 18-24 mánuði eða
leiðréttingu skulda vegna hruns-
ins.
Rannsóknir sem vitnað var í á
fréttaveitunni Bloomberg sýna að
fimmtungs lækkun eða meira á
höfuðstóli leiðir til að fleiri standa
í skilum en ef lengt er í lánum,
greiðslum frestað eða gripið til
annars konar greiðslujöfnunar. Við
greiðslujöfnun standa 55 prósent
lántakenda ekki í skilum, á meðan
um 28 prósent lántakenda standa
ekki í skilum ef höfuðstóll er lækk-
aður innan sex mánuða.
Kostar þetta ekki einhver ósköp?
Skuldir Íslendinga liggja þegar
að stórum hluta afskrifaðar í nýju
bönkunum. Þar eru þær bókfærð-
ar á allt öðru og mun lægra verði
en snýr að hinum venjulega Íslend-
ingi. Oliver Wyman vinnur núna að
því að ljúka verðmati og skv. upp-
lýsingum þaðan þykir lánasafn-
ið sem ætlunin er að flytja yfir í
nýju bankana mjög lélegt. Nýju
bankarnir geta því ekki tapað ein-
hverju sem er þegar afskrifað. Ef
rukkað er um 80 prósent í stað 100
prósenta, munu fleiri geta staðið í
skilum og færri verða gjaldþrota.
Meðalgreiðsla hvers og eins lækk-
ar en fleiri geta borgað.
Og á móti má spyrja hvað það
muni kosta ef algjört kerfishrun
verður hér á landi? Hvað mun kosta
að skoða mál hverrar og einnar fjöl-
skyldu og hversu margar þeirra
verða gjaldþrota á meðan mál
þeirra eru í skoðun?
Orð Bernankes og Roubini
Í Bandaríkjunum hafa menn miklar
áhyggjur af skuldastöðu heimila og
fyrirtækja. Þar eru um 20 prósent
heimila með neikvætt eigið fé í hús-
næði sínu, þ.e. þau skulda meira en
virði húsnæðisins er. Til saman-
burðar eru 40 prósent íslenskra
heimila í sömu stöðu. Húsnæðisverð
hefur hrunið og gjaldþrotum fjölg-
ar stöðugt. Þegar í byrjun árs 2008
hvatti seðlabankastjóri Bandaríkj-
anna, Ben Bernanke, lánveitendur
til að lækka höfuðstól fasteignalána
og dr. Nouriel Roubini, einn þekkt-
asti hagfræðingur Bandaríkjanna,
hefur lagt til að öllum fasteigna-
lánasamningum í Bandaríkjun-
um verði rift svo hægt sé að lækka
skuldabyrði heimilanna.
Mikill er máttur Framsóknar
ef þessir menn eru farnir að tala
fyrir lækkun höfuðstóls fasteigna-
lána til þess eins að styðja kosn-
ingabaráttu Framsóknarflokks-
ins.
Og á móti má spyrja hvað það
muni kosta ef algjört kerfishrun
verður hér á landi? Hvað mun
kosta að skoða mál hverrar og
einnar fjölskyldu og hversu
margar þeirra verða gjaldþrota á
meðan mál þeirra eru í skoðun?
EYGLÓ
HARÐARDÓTTIR
alþingismaður
Bernanke og kosningatrix
Niðurfelling skulda
Guðbjörg Linda Rafnsdótt-ir, prófessor í félagsfræði
við Háskóla Íslands, hélt fróðlegt
erindi á morgunverðarfundi heil-
brigðisráðuneytisins 19. mars sl.
þar sem fram kom að starfsfólk
heilbrigðisgeirans er líklegra til
að glíma við streitu á vinnustað en
aðrar starfsstéttir. Skýringarnar
eru m.a. þær að umönnunarstörf
geta tekið mjög á líkama og sál
en einnig þær að álag er mikið og
deildir oft undirmannaðar. Það er
einkum þetta síðasta sem veldur
áhyggjum nú þegar Íslendingar
ganga í gegnum mikla samdrátt-
artíma.
Góðærið virðist nefnilega ekki
hafa náð til stofnana heilbrigðis-
þjónustunnar. Þvert á móti hafa
þessar grunnstofnanir þurft að
draga saman ár frá ári til langs
tíma. Sparnaðarkröfur eru því ekki
nýr veruleiki. Nú þarf að velta við
hverjum steini og finna allar leið-
ir til að hagræða í rekstri. Á það
við um heilbrigðisþjónustuna sem
annað. Hins vegar verður að vara
við því að niðurskurður leiði til
stórfelldra uppsagna innan heil-
brigðisþjónustunnar og velferðar-
kerfisins almennt. Ekki nóg með
að þær myndu leiða til þess að öll
þjónusta við fólk yrði lakari heldur
getur það orðið mjög kostnaðarsamt
fyrir þjóðfélagið til lengri tíma
litið ef atvinnuleysi verður viðvar-
andi vandamál. Þess vegna skyti
skökku við ef stjórnvöld myndu á
einum stað skera niður þannig að til
fjöldauppsagna kæmi en á öðrum
stað leggjast í stór og viðamikil
atvinnusköpunarverkefni.
Eitt stærsta atvinnumálið er því
að standa vörð um störf á vegum
hins opinbera. Konur eru í miklum
meirihluta starfsfólks heilbrigðis-
þjónustunnar og eins og Guðbjörg
Linda benti á í áðurnefndum fyrir-
lestri er það eingöngu læknastéttin
sem er að meirihluta skipuð körl-
um. Uppsagnir í heilbrigðisþjón-
ustunni myndu því koma illa niður
á stórum kvennastéttum. Sé litið
til reynslu annarra landa má sjá
að tilhneigingin er sú á krepputím-
um að senda konur heim af vinnu-
markaðinum og á sama tíma búa
til störf fyrir karla, t.d. í þunga-
iðnaði og mannaflsfrekum fram-
kvæmdum. Ekki þarf að fjölyrða
um að þau störf krefjast oft kostn-
aðarsamra tækja og tóla og um
mengandi starfsemi getur verið
að ræða. Stærsta vinnutólið innan
velferðakerfisins er hins vegar oft-
ast manneskjan sjálf. Þannig mætti
t.d. skapa atvinnu með því að fjölga
stöðugildum í heimaþjónustu og
heimahjúkrun, sem aftur myndi
minnka álag á velferðarkerfið á
erfiðum tímum.
Staðan sem íslenskt þjóðfélag er í
kallar á nýjar lausnir og ný viðhorf.
Reynsla annarra landa sýnir að öfl-
ugt velferðakerfi skiptir sköpum á
tímum sem þessum. Stöndum vörð
um velferðarkerfið. Það borgar sig
margfalt til lengri tíma litið.
Öflug heilbrigðisþjónusta
skiptir sköpum
Heilbrigðismál
HALLA
GUNNARSDÓTTIR
aðstoðarmaður
heilbrigðisráðherra
Þess vegna skyti skökku við ef
stjórnvöld myndu á einum stað
skera niður þannig að til fjölda-
uppsagna kæmi en á öðrum
stað leggjast í stór og viðamikil
atvinnusköpunarverkefni.
STRANDGÖTU 39 - SÍMI 555 7060
www.sjonlinan.is
l.a. Eyeworks
IC! Berlin
Face à Face
D&G
Vogue
Rodenstock
J.F. REY
BOSS
Cucci
KunoQvist
Porsche Design
RayBan
Kaenon Polarized
Tilboðsdagar
fram að páskum
20 - 70 % afsl.
Baðdeild Álfaborgar
Skútuvogi 4 - sími: 525 0800
Sturtuklefar - Baðinnréttingar
Hreinlætistæki - Blöndunartæki
Baðker ofl.
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki