Fréttablaðið - 01.04.2009, Blaðsíða 32
LÍFRÆNT RUSL er gott að flokka. Góð leið til að
geyma ruslið er að opna tóma mjólkurfernu upp á gátt
og nota hana undir lífræna ruslið. Mjólkurfernur halda
vel raka, auðvelt er að skola þær og nota aftur.
GÓÐ RÁÐ
fyrir þig og umhverfið
Náttúran.is - vefur með umhverfisvitund
Skrifstofan
Þarftu raunverulega nýja tölvu?
Þegar gamla tölvan er orðin hæg
og þreytt er oft nóg að auka RAM
eða vinnsluminni tölvunnar (RAM
= Random Access Memory). Einn-
ig er hægt að skipta um skjákort
með litlum tilkostnaði. Örgjörvinn
getur einnig verið orðinn hægur
og er hægt að skipta um örgjörva
og viftu án mikilla erfiðleika á
mörgum borðtölvum. Ef harði
diskurinn er orðinn fullur, þá er
hægt að hafa tvo harða diska á
sömu tölvunni, skipta um þann
sem fyrir er og fá sér stærri eða
nota lausan flakkara.
Stundum er líka hægt að fækka
viðbótum, slökkva á sjónrænu
sjónarpili (MS Vista), hreinsa til á
harða diskinum og endurraða gögn-
um á hann (Defragment). Eins má
setja gamlan póst í geymslu (Archi-
ve) og koma eldri gögnum í varð-
veislu á lausum diskum eða brenna
á geisladiska. Rétt er að hafa í huga
að allir harðir diskar gefa sig ein-
hvern tíma og þá er gott að eiga
afrit af mikilvægum gögnum.
Ef ákveðið er að kaupa nýja
tölvu, þá er margt sem þú getur
gert til þess að draga úr umhverf-
isáhrifunum. Þú getur notað gömlu
músina og gömlu hátalarana og
gamla skjáinn áfram þótt þú kaup-
ir nýja tölvu. Forðastu að kaupa
pakka þar sem allt er innifalið.
Það er líka dýrara. Kannski getur
þú keypt notaða tölvu. Gættu þó að
því að hún sé ekki þýfi eða léleg
eftirlíking. Leitastu við að kaupa
tölvu sem er umhverfismerkt eða
merkt með TCO 03. TCO merk-
ing nær eins og Svansmerk-
ing yfir vinnufræðilega
þætti og vinnuumhverfi
(Ergonomi).
Meira um tölvur á:
http://www.
natturan.
is/husid/1391/
Listrænir skúlptúrar úr litríku
hlaupi eru sannarlega augna-
konfekt í veislum og öðrum
slíkum uppákomum.
Breska fyrirtækið Bompas & Parr
býður upp á allsérstæða þjónustu.
Það sérhæfir sig í því að útbúa
hlaup í hinu ótrúlegasta formi
fyrir ýmsar uppákomur, veislur og
mannfögnuði. Hlaupið getur verið
í laginu eins og byggingar, dýr eða
hvað sem er og óhætt að segja að
slíkir ætir skúlptúrar lífgi upp á
veisluborðið.
Þeir sem vilja kynna sér nánar
hlaupdýrðina geta heimsótt vefsíð-
una www.jellymongers.co.uk.
- sg
Veisluhlaup
Veisluborð og krásir mótaðar úr hlaupi.
Ótrúlegustu byggingar er hægt að móta
úr hlaupi.
ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236
BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR
• Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli
• Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki