Fréttablaðið - 01.04.2009, Blaðsíða 18
18 1. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is
og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf.
RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI:
Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á
höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur
sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Skoðaðu
Mín borg
ferðablað
Icelandair á
www.icelandair.is
Skömmu eftir áramót sögðu franskir fjölmiðlar frá því að
dómsmálaráðherrann, hin glæsi-
lega Rachida Dati, hefði eignast
dóttur, sem nefnd hefði verið
Zohra (það þýðir „blóm“ á arab-
ísku), og hefði hún verið tekin
með keisaraskurði, en móðir-
in var 43 ára. Þessi tíðindi komu
ekki á óvart, dómsmálaráðherr-
ann hafði skýrt frá því áður að
hún væri barni aukin en myndi
ekki skýra frá faðerni afkvæmis-
ins; hún bætti því við að einkalíf
hennar væri „flókið“.
Rachida Dati hafði þá lengi verið
ofarlega í fréttum, hún hafði ein-
stakt lag á að reita til reiði þá sem
hún var sett yfir, sem sé alla dóm-
ara landsins. Þetta stafaði ekki síst
af því hvernig hún átti til að boða
með brauki og bramli óvinsæl-
ar breytingar á kerfinu og reyna
svo að keyra þær í gegn án þess að
skeyta hið minnsta um mótmæli
sem gátu orðið hávær. Í rauninni
var hún þó ekki að gera annað en
framkvæma stefnu sem ákveð-
in hafði verið í forsetahöllinni
og verður að skrifast á reikning
Sarkozys, en stíllinn var hennar
eigin, hún var orðhákur og yfirlýs-
ingaglöð. Um nokkurt skeið hafði
sá kvittur verið á kreiki að forset-
anum fyndist hún ganga of langt
og því væri ráðherrastóllinn orðinn
valtur. Hún var þó orðin slík fjöl-
miðlastjarna á sinn hátt, og tákn
þar að auki, hún er kona af norður-
afrískum uppruna, að erfitt var að
hrófla við henni. En blaðamenn
fylgdust með henni að staðaldri.
Þegar tilkynnt var um væntan-
lega barneign hennar létu frétta-
menn hana þó í friði, þeir tóku það
sem hún sagði gott og gilt og birtu
án frekari skýringa; enginn fór að
velta því fyrir sér hver kynni að
eiga barnungann. Þannig fylgdu
þeir þeirri ófrávíkjanlegu reglu
franskra blaðamanna að einkalíf
stjórnmálamanna komi engum við
nema þeim einum, þeir eigi að hafa
það í friði hvort sem það er flókið
eða einfalt.
En einungis fimm dögum eftir
keisaraskurðinn var Rachida
Dati mætt glaðbeitt á ríkisstjórn-
arfundi, og þá var fjandinn laus:
hvers vegna er hún komin á ról
svo snemma? spurðu landsmenn
og blaðamenn urðu að taka undir
það, er þetta ekki vont fyrir hana
og barnið? Sumir undruðust þenn-
an fítonskraft en álitu samt að of
langt væri gengið.
Ýmsir urðu til að verja Rach-
idu Dati, ekki síst konur sem stað-
ið hafa framarlega í stjórnmálum.
Þær álitu að kona í slíkri stöðu
ætti að vera frjáls til að hegða sér
eins og hana lysti við slíkar kring-
umstæður, hún ætti að ganga að
stjórnmálum alveg eins og karl-
menn og fá að láta þau sitja í fyr-
irrúmi fyrir sviptingum einkalífs-
ins ef henni sýndist svo. Það að hún
skyldi mæta á ríkisstjórnarfundi
svo fljótt eftir barnsburðinn væri
einungis merki um kvenfrelsi og
jafnrétti, merki um að konur væru
ekki lengur feimnar við að gangast
við því að þær gætu sóst eftir völd-
um En aðrir spurðu lævíslegrar
spurningar: var dómsmálaráðherr-
ann í rauninni svo „frjáls“? Nú síð-
ast tilkynnti Sarkozy einmitt með
brauki og bramli mjög róttækar
breytingar á frönsku réttarkerfi,
og þá hefði sæti Rachidu Dati verið
autt, ef hún hefði ekki mætt ófor-
varandis til starfa. Hefði forsetinn
nú ekki gripið tækifærið í fjarveru
Rachidu Dati vegna barnsburðar,
spurðu þeir svo, og reynt að losa
sig við hana með lagni? Hún varð
að mæta snarlega til vinnu ef hún
vildi ekki missa af jobbinu fyrir
fullt og allt, og af öllu var ljóst að
það vildi hún ekki.
Í þessum anda fór nú mjög að
hvína í nösum framákvenna um
allt land, og í kjölfar þess birtust
heilar fimm síður um málið í dag-
blaðinu „Libération“. Þessar raddir
sögðu að með framkomu sinni væri
Rachida Dati að gera konum mikið
ógagn. Það hefði kostað harða bar-
áttu að fá rétt á barnsburðarleyfi
fyrir konur, í blóra við vinnuveit-
endur. Því var spurt hvort þetta
fordæmi yrði ekki notað til að vega
að þessum réttindum, kannske gera
reglurnar sveigjanlegri í nafni
„frelsisins“ og fara svo að beita
konur þrýstingi og vafalaust hót-
unum. Ein framákona úr samtök-
unum „Varðtíkurnar“, sem fylgjast
grannt með réttindamálum, spurði
jafnvel: „Vilja menn hverfa aftur
til þriðja áratugarins, þegar tut-
tugu af hundraði verkakvenna ólu
börn sín í verksmiðjunum?“
En þessi dugnaður dómsmála-
ráðherrans reyndist þó skamm-
góður vermir. Sarkozy fann fljótt
annað ráð til að bola henni burtu;
hann setti hana á framboðslista
í kosningunum til Evrópuþings
næsta vor, en þá verður hún að fara
úr stjórninni. Þannig verður hún
væntanlega í útlegð næstu árin, í
stofnun sem enginn tekur alvar-
lega en er notuð sem n.k. forgyllt
ruslakompa fyrir stjórnmálamenn
sem einhverjir vilja losa sig við.
Mærin Zohra
Barneignir stjórn-
málamanna
UMRÆÐAN
Verðtrygging
Á landsfundi Samfylkingar var sam-þykkt tillaga mín, þess efnis að „leit-
að verði sanngjarnra leiða til að skipta
ófyrirséðu tjóni milli lántakenda og lán-
veitenda vegna efnahagshrunsins og
hækkunar verðtryggðra lána því sam-
fara“.
Óumdeilt er að efnahagshrunið var
ófyrirsjáanlegt fyrir allan almenning.
Með samþykkt tillögunnar er viðurkennt
að heimilin hafa réttmætta kröfu á lánveitendur um
þátttöku í ófyrirsjáanlegri hækkun verðtryggðra
lána sem rekja má til efnahagshrunsins. Verðbólgu-
skotið sem efnahagshruninu fylgdi hafði ekkert
með þenslu og aukinn kaupmátt í samfélaginu að
gera. Um er að ræða ófyrirséð tjón vegna hruns á
íslensku krónunni, sem eðlilegt er að skipta á milli
lántakenda og lánveitanda.
Fyrst er að skilgreina tjónið, síðan finna bestu
leiðina til að skipta því. Einn möguleikinn er að
leiðrétta eða endurstilla vísitöluna. Einnig er hugs-
anlegt að afskrifa hluta tjónsins af höfuðstóli lána
yfir nokkurra ára tímabil til að milda höggið fyrir
lánastofnanir. Margar fleiri hugmyndir
hafa komið fram um hvernig hægt er að
útfæra slíka leiðréttingu. Mikilvægt er
að sátt geti náðst um þá leið sem valin er
og unnið sé að lausn málsins af raunsæi
og án yfirboða.
Hins vegar er rétt að hafa í huga að
þrátt fyrir að leið verði fundin til að
minnka þennan skaða verður að finna
varanlega leið út úr verðtryggingunni.
Mikilvægt er að horfast í augu við það
að á meðan gjaldmiðill landsins er óút-
reiknanleg örmynt verða lánaviðskipti
ekki eðlileg. Okkur er þá nauðugur einn
kosturinn að halda verðtryggingunni, ellegar búa
við mjög hátt vaxtastig eða takmarkað framboð á
lánsfjármagni.
Samfylkingin er eini flokkurinn sem hefur raun-
hæf framtíðaráform um hvernig hægt er að losna
við verðtrygginguna, með því að stefna að aðild að
myntbandalagi Evrópu. Þannig hyggst Samfylking-
in ekki aðeins leita sanngjarnra leiða til að skipta
því tjóni sem nú blasir við heimilum landsins, held-
ur losa þau fyrir fullt og fast við verðtrygginguna
með aðild að Evrópusambandinu og upptöku evru.
Höfundur er borgarfulltrúi.
Burt með verðtrygginguna
SIGRÚN ELSA
SMÁRADÓTTIR
EINAR MÁR JÓNSSON
Í DAG |
Anno Davíð
Guðlaugur Þór Þórðarson rýnir í gengi
krónunnar á bloggsíðu sinni og hvern-
ig það hefur hrapað eftir að Davíð
Oddsson hætti sem seðlabankastjóri
(eða „anno Davíð“ eins og það verður
eflaust kallað eftir landsfund Sjálf-
stæðisflokksins). Guðlaugur furðar
sig líka á því að enginn fjölmiðill
hafi fjallað um gagnrýni Davíðs á
eftirmann sinn og fjármálaeftirlit-
ið hvað varðar Straum, SPRON og
Sparisjóðabankann. Ætli áhuga-
leysið helgist ekki af því að sú
gagnrýni var sett fram í sama
mund og Davíð fullyrti að
seðlabankastjórinn nýi
væri annað hvort lygari
eða með Alzheimer.
Give Lost a Change
Friðarsinnar á Íslandi geta hér með
ráðstafað mánudagskvöldum eins
og þeim sýnist næstu vikurnar, að
minnsta kosti mega þeir ekki búast
við að verða stefnt á friðarsamkomu
á þeim dögum ef marka má blogg
Stefáns Pálssonar, formanns Samtaka
hernaðarandstæðinga. Formaðurinn
er nefnilega dyggur aðdáandi sjón-
varpsþáttanna Lífsháska, sem
eru einmitt á dagskrá á mánu-
dagskvöldum, og vill ógjarnan
missa af þeim. Stefán er
þannig mögulega
fyrsti friðarsinni
heims sem
tekur Lífs-
háska fram
yfir frið.
Af krossaáhengingum
Eiríkur Jónsson rifjar á síðu sinni upp
að forseti Íslands hafi sæmt Sigurð
Einarsson í Kaupþingi riddarakross-
inum fyrir forystu í íslensku útrásinni.
Eiríkur spyr hvort ekki þurfi að taka
krossana af forsetanum.
Það leiðir hugann að orðum
Magnúsar Kjartanssonar heitins,
ritstjóra Þjóðviljans og þing-
manns. Magnús skrifaði eitt
sinn um páska, en þá hafði
forseti veitt Vilhjálmi Þór
riddarakross: „Eitt sinni hengdu
menn glæpamenn á krossa
um páska, en nú hengja þeir
krossa á glæpamenn.“
bergsteinn@frettabladid.isF
lest bendir til þess að lausatök í skattheimtu undanfarin
ár hafi reynst þjóðarbúinu stórkostlega dýrkeypt. Í Frétta-
blaðinu í gær kom fram að tekjutap ríkisins og sveitarfé-
laga hafi verið 44 til 60 milljarðar króna aðeins í fyrra.
Þessar tölur eru byggðar á skýrslu nefndar um skattsvik
frá 2005, en hún mat tekjutap hins opinbera vegna skattsvika hafa
verið 8,5 til 11,5 prósent af heildarskatttekjum árið á undan. Frá því
að skýrslan kom út má þá gera ráð fyrir að skattsvikin nemi nálægt
200 milljörðum króna.
Þetta er skuggaleg tala. Til að setja hana í samhengi er gert ráð
fyrir að hallinn á fjárlögum fyrir þetta ár verði 153 milljarðar króna.
Sem þýðir aftur að ef einungis þrír fjórðu af undanskotunum hefðu
skilað sér í hús værum við í töluvert grynnri flór en við erum nú.
Að vísu segir reynslan okkur að þeim stjórnmálamönnum, sem fóru
með stjórn landsins á þessum árum og reyndar árin þar á undan
líka, hefði örugglega tekist að koma megninu af þessum aurum í
lóg. Það ber að halda því til haga að ríkisútgjöld jukust jafnt og þétt
í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins í fjármálaráðuneytinu og báknið
blés fyrir vikið út.
En það er önnur saga. Sú sem er verið að segja hér snýst um tjón
samfélagsins af skattsvikum og af henni má draga að minnsta kosti
þríþættan lærdóm.
Í fyrsta lagi bendir aðgerðaleysið við tillögum nefndarinnar um
skattsvikin, frá 2005, til þess að það getur verið vafasamt fyrir þjóð-
félagið að fela yfirlýstum óvildarmönnum skatta að hafa yfirumsjón
með skattheimtunni. Í því hlutverki voru mörg undanfarin ár full-
trúar Sjálfstæðisflokksins, sem sátu óslitið í fjármálaráðuneytinu
frá 1991 allar götur þar til Steingrímur J. Sigfússon tók þar við á
dögunum. Eins og flestir þekkja hefur lengi verið eitt helst hjart-
ans mál margra af háværustu þingmönnum Sjálfstæðisflokksins að
tala af fyrirlitningu um skatta. Nýjustu dæmin eru frá landsfundi
flokksins um helgina.
Sjálfstæðisflokkurinn fylgdi þeirri ágætu hugmyndafræði að
lækka skatta. Reyndar mun meira hjá fyrirtækjum og af fjármagns-
tekjum en tekjuskatt einstaklinga, sem var ekki alveg jafn jákvætt.
Í einfaldaðri mynd má segja að hugmyndafræðin að baki þessum
miklu skattalækkunum á aðra en launþega, hafi meðal annars geng-
ið út á að með því að hafa skattana nógu lága hyrfi hvatinn til að
svíkjast um að borga þá. Í því ljósi hafi menn ef til vill talið óhætt
að hafa tillögur skattsvikanefndarinnar að engu. Því miður benda
tölur byggðar á skýrslu nefndarinnar til þess að þar hafi menn verið
of bláeygir. Of margir vilja augsýnilega frekar greiða enga skatta
en litla. Lærdómur númer tvö er því að það þarf líka að fylgjast vel
með að fólk borgi skatta þótt prósentan sé ekki há.
Lærdómur númer þrjú er þó kannski sá sem á helst erindi inn í þá
skattahækkanaumræðu sem núverandi ríkisstjórn heldur fram. Sá
góði bloggari Vilhjálmur Þorsteinsson eðlisfræðingur hefur bent á
að ef lagður er á 5 prósent hátekjuskattur til viðbótar á allar tekjur
yfir 500.000 krónur á mánuði, yrði tekjuauki af því fyrir ríkissjóð
í mesta lagi 4,3 milljarðar. Það eru smáaurar miðað við möguleg
skattsvik upp á 44 til 60 milljarða í fyrra.
Spurningin er því hvort ekki sé hægt að hlífa landsmönnum við
að ríkið seilist dýpra í vasa þeirra, með því að byrja á því að sjá til
þess að allir borgi sitt?
Brýnari verkefni en hækkanir bíða stjórnvalda:
Óvild á sköttum
JÓN KALDAL SKRIFAR