Fréttablaðið - 01.04.2009, Blaðsíða 48
24 1. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR
menning@frettabladid.is
á morgun kl. 12
Þóra Einarsdóttir heldur á morg-
un tónleika í hádegistónleikaröð
Hafnarborgar með undirleik Ant-
oníu Havesi. Á efnisskránni eru
aríur eftir Mozart. Þóra hefur frá
unga aldri átt glæsilegan feril í
Þýskalandi og víðar um Evrópu og
sungið í mörgum virtum óperu-
húsum. Hún er ótvírætt einn helsti
túlkandi Mozarts hér á landi.
Áfram heldur viðamikið
prógramm Múlans sem nú er
sestur að undir Café Cultura í
Skuggahverfinu.
Næstu tónleikar Jazzklúbbs-
ins Múlans verða haldnir þar
annað kvöld. Þar kemur fram
ÞÞÞ kvintettinn sem flytur
nýja tónlist eftir trommuleikar-
ann Þorvald Þór Þorvaldsson
sem nýfluttur er til landsins
eftir sex og hálfs árs búsetu í
Bandaríkjunum.
Tónleikarnir verða liður í
undirbúningi fyrir upptökur á
nýrri plötu með tónlist hans,
en tónlist sína kallar Þorvaldur
„emo-jazz“ þ.e. lágstemmd,
tilfinningaþrungin nútíma
heimstónlist undir sterkum
djassáhrifum. Bandaríski
bassaleikarinn Jon Estes
kemur sérstaklega til landsins
frá Brooklyn til að spila á
tónleikunum. Aðrir hljóðfæra-
leikarar eru úr hópi fastra og
sterkra stoða djasslífsins á
Íslandi, bræðurnir Óskar og
Ómar Guðjónssynir ásamt
Eyþóri Gunnarssyni.
Tónleikar Múlans fara fram
í Jazzkjallaranum á Café
Cultura, Hverfisgötu 18, gegnt
Þjóðleikhúsinu og hefjast þeir
kl. 21.
ÞÞÞ þrunginn af djassi í Múlanum
Páskatónleikar Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands
eru annað kvöld og verða
með glæsilegasta móti.
Flutt verður Sköpunin
eftir Joseph Haydn sem
er eitt vinsælasta kórverk
klassíska tímans og eitt af
meistaraverkum Haydns.
Um þessar mundir eru liðin 200
ár frá dauða þessa mikla snillings
sem hafði gífurleg áhrif á þróun
tónlistarinnar með verkum sínum.
Ásamt Sinfóníuhljómsveitinni taka
tveir kórar þátt í flutningnum, en
einnig koma þrír einsöngvarar og
hljómsveitarstjóri til landsins sem
öll hafa sérhæft sig í flutningi á
Sköpuninni. Stjórnandinn er Paul
McCreesh. Er ekki ofsögum sagt
að hingaðkoma hans sætir tíðind-
um: McCreesh er einn fremsti
túlkandi gamallar tónlistar í heimi.
Hljóðritanir hans á tónlist, barokk-
endurreisnar- og klassíska tímans
hafa hlotið viðurkenningu um allan
heim fyrir kraft, skýrleika og inn-
sæi. Hljóðritun hans á Sköpuninni
2008 hlaut Gramophone-verðlaun-
in sem geisladiskur ársins í flokki
söng- og kórtónlistar.
Einsöngvarar eru breski tenór-
inn James Gilchrist sem kemur
til landsins beint úr tónleikaferð
þar sem hann syngur Sköpunina,
þýski barítóninn Stephan Loges og
sópransöngkonan Rebecca Bott-
one. Einnig taka tveir kórar þátt
í flutningnum; Kór Áskirkju og
Hljómeyki.
Fyrsti flutningur Sköpunar-
innar fór fram í Vínarborg 1798,
og fyrsti opinberi flutningurinn
í Burgtheater ári síðar. Í bæði
skiptin var verkið sungið á þýsku,
en þegar Sköpunin var gefin út á
nótum árið 1800 var textinn bæði
á ensku og þýsku, og var það í
fyrsta sinn sem verk var hugsað
í tvítyngdri útgáfu allt frá byrj-
un. Á Íslandi hefur þýska útgáfan
heyrst mun oftar en sú enska, en
nú mun enski textinn hljóma, sem
McCreesh hefur lagfært á nokkr-
um stöðum til að hann falli betur
að sönglínunum.
Sinfóníuhljómsveit Íslands tók
síðast þátt í flutningi þessa magn-
aða verks fyrir tuttugu árum. Tón-
leikarnir eru í Háskólabíói og hefj-
ast klukkan 19.30. Verkið er flutt
án hlés en bein útsending verður
frá tónleikunum á rás 1 Ríkisút-
varpsins. pbb@frettabladid.is
Sköpun heimsins í tónumRanghermt var hér á síðunni í gær að hópur Jóns Páls Eyjólfssonar, Jóns
Atla Jónassonar og Halls Ingólfssonar
heiti Mindcamp - hann heitir Mind-
group. Beðist er afsökunar á þessari
meinloku gagnrýnanda.
LEIÐRÉTTING
Í kvöld frumsýnir Kómedíuleik-
húsið á Ísafirði nýtt íslenskt leik-
verk, Auðun og ísbjörninn, í Tjöru-
húsinu á Ísafirði. Leikurinn er
byggður á Íslendingaþættinum
Auðunar þáttur vestfirzka sem
er einn besti og vinsælasti allra
Íslendingaþátta.
Hér segir frá bóndastrák frá
Vestfjörðum sem leggst í vík-
ing og á vegi hans verður taminn
ísbjörn. Auðun ákveður að gefa
Sveini Danakonungi ísbjörninn
og hefst þá ævintýralegt ferðalag
piltsins og bjarnarins. Höfundur
og leikstjóri er Soffía Vagnsdótt-
ir og leikari er Elfar Logi Hannes-
son. Tónlistin í leiknum er eftir
Hrólf Vagnsson en Bára Gríms-
dóttir og Steindór Andersen flytja
söngvana. Höfundar leikmynd-
ar eru Kristján Gunnarsson og
Marsbil G. Kristjánsdóttir en hún
hannar einnig ísbjörninn, leikmuni
og leikgervi. Búninga gerir Alda
Veiga Sigurðardóttir. Uppselt er
á frumsýningu en önnur sýning
verður laugardaginn 4. apríl kl.
14. Einnig verður leikurinn sýnd-
ur tvívegis um páskana á Ísafirði
í tengslum við Skíðaviku og Leik-
húspáska á Ísó sem eru nú haldn-
ir í fyrsta sinn. Eftir páska verð-
ur haldið í leikferð með Auðun og
Ísbjörninn um Vestfirði og jafnvel
víðar.
Kómedíuleikhúsið er fyrsta og
eina atvinnuleikhúsið á Vestfjörð-
um. Leikhúsið hefur starfað fyrir
vestan með miklum blóma síðan
um síðustu aldamót og sett á svið
fjölmörg leikverk. Þekktasti leik-
ur Kómedíu er Gísli Súrsson sem
hefur verið sýndur um 200 sinn-
um bæði hér heima og erlendis
og unnið tvívegis til verðlauna á
erlendum leiklistarhátíðum.
Af öðrum einleikjum Kómedíu
má nefna Mugg, Stein Steinarr,
Pétur og Einar, Dimmalimm og
Jólasveina Grýlusyni. Kómedíu-
leikhúsið sér einnig um listræna
stjórn leiklistarhátíðarinnar Act
alone á Ísafirði sem er helguð ein-
leikjum. Act alone fékk Menning-
arverðlaun DV árið 2008.
Act alone verður haldin sjötta
árið í röð dagna 14.-16. ágúst nú
í ár.
- pbb
Auðun og ísbjörninn
LEIKLIST Einar Logi og Alda Veiga í gervum sínum á ísfirskri strönd. MYND KOMEDÍULEIKHÚSIÐ
TORTILLA
VEISLUBAKKI
EÐALBAKKI
LÚXUSBAKKI
DESERTBAKKI
GAMLI GÓÐI
TORTILLA OSTABAKKI
30 bitar
30 bitar
20 bitar
20 bitar
20 bitar
20 bitar
50 bitar
Fyrir 10 manns
PÍTUBAKKI
ÁVAXTABAKKI
Hver samlokubakki er hæfilegur fyrir fjóra eða fimm.
*Frí heimsending gildir aðeins ef pantaðir eru 4 eða fleiri bakkar.
FERSKT
EINFALT &
ÞÆGILEGT
PANTAÐU SÓMA VEISLUBAKKA
Pantaðu í síma 565 6000eða á www.somi.isFrí heimsending*
Miðasala í síma 555 2222 og á
>Ekki missa af
Sýningu Söngskóla Sigurðar
Demetz á Töfraflautunni
eftir Mozart. Nemendaópera
skólans réðist í að setja á
svið óperu með hljómsveit,
kór og öllu sem til þarf og er
það gert undir öruggri stjórn
Keiths Reed. Sýningar verða í
Lindakirkju í Kópavogi í kvöld
kl. 20 og á föstudag kl. 20.
TÓNLIST Vanur maður, Paul McCreesh, stjórnar Sinfóníunni og samsettum kórum
Áskirkju og Hljómeykis í flutningi á Sköpun Haydns annað kvöld.
MYND SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS
TÓNLIST Þorvaldur Þór Þor-
steinsson kominn heim í heiðar-
dalinn og djassar í Múlanum.