Fréttablaðið - 01.04.2009, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 01.04.2009, Blaðsíða 22
MARKAÐURINN 1. APRÍL 2009 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R Vika Frá ára mót um Alfesca 0,0% -21,4% Bakkavör -3,6% -45,8% Eimskipafélagið 0,0% -20,0% Föroya Bank 2,5% 0,0% Icelandair 0,0% -47,4% Marel -0,4% -42,2% Össur -7,4% -10,0% *Miðað við gengi í Kaup höll á mánudaginn Úrvalsvísitalan OMXI15 217 Úrvalsvísitalan OMXI6 639 G E N G I S Þ R Ó U N „Við erum ekki endilega að leita að fjármagni en erum opin fyrir því,“ segir Ásta Kristjánsdóttir, einn eigenda tískuvörumerkisins E-label. Fyrirtækið, sem hefur verið í örum vexti, mun ásamt níu öðrum sprotafyrirtækjum kynna vörur sínar og viðskiptaáætlanir fyrir fjárfestum á sprotaþingi Seed Forum á föstudag. Hin fyrirtæk- in níu eru með einum eða öðrum hætti tengd afþreyingaiðnaðin- um. Tuttugu fjárfestar höfðu skráð sig á sprotaþingið í gær og hafa þeir aldrei verið fleiri, að sögn Eyþórs Ívar Jónssonar, fram- kvæmdastjóra Seeed Forum á Íslandi. E-label var stofnað síðla árs 2007 og hóf sölu á sérhönnuðum fatnaði á netinu. Ásta segir söl- una hafa gengið mjög vel í rúmt ár. Fyrirtækið h ef u r le i t a ð fyrir sér í Bret- landi og Ásta, sem nú er stödd Lundúnum, ræddi í vikubyrjun við forsvarsmenn verslanakeðj- unnar Topshop um sölu á fötum þar. Mörg hundruð nýir hönnuðir víða um heim sækja um að koma fatnaði sínum í verslanir Topshop í viku hverri en aðeins brot þeirra nær árangri. „Við erum að fara á fund, það er frábært að komast að,“ segir Ásta. - jab ÁSTA KRISTJÁNSDÓTTIR Sprotarnir kynna sig Capacent Glacier heitir nýtt ráð- gjafarfyrirtæki með átján starfs- menn sem einbeitir sér að fjár- málaráðgjöf hér innanlands og ráðgjöf á sviði sjávarútvegs og jarðvarma á erlendri grundu. Tilkynnt var um stofnun félags- ins í gær, en í því er sögð koma saman margra ára reynsla starfs- manna Capacent á sviði fjármála- ráðgjafar og þekking og tengsl fyrrum starfsmanna Glitnis í ráðgjöf til alþjóðlegra fyrirtækja í sjávarútvegi og jarðvarma. Félagið á svo samstarf við ráð- gjafarfyrirtækin Glacier Partn- ers í Bandaríkjunum og Pritchard Capital, sérhæft verðbréfafyrir- tæki á orkusviði. Capacent Glacier er með tólf starfsmenn á Íslandi og Glacier Partners með sex starfsmenn í Bandaríkjunum. Félagið er sagt að helmingi í eigu Capacent og að helmingi í eigu stjórnenda, en fyrir því fer framkvæmdastjór- inn Magnús Bjarnason, sem áður bar ábyrgð á starfsemi Glitnis á sviði endurnýjanlegrar orku og sjávarútvegs. Sigurður Harðar- son, sem veitt hefur fjármálaráð- gjöf Capacent forstöðu, er fram- kvæmdastjóri rekstrar Capacent Glacier. Jón Garðar Guðmunds- son ber ábyrgð á sjávarútvegs- málum og Sigurður Valgeir Guð- jónsson leiðir fyrirtækjaráðgjöf félagsins. Hjá Glacier Partners í Banda- ríkjunum starfa meðal annars „Timothy Spanos, sem hefur 20 ára reynslu frá Bank of Ameri- ca, Sigurður Jón Björnsson, sem tók þátt í uppbyggingu Fram- taks fjárfestingabanka og Ignac- io Kleiman, sem stafað hefur fyrir Rabo Bank, Deutche Bank og JP Morgan“. Haft er eftir Þór Elliðasyni að með samstarfi Capacent Glacier og ráðgjafareininga Capacent á Íslandi og á Norðurlöndunum verði til grundvöllur fyrir nýja þjónustu við viðskiptavini, svo- kallaða „one stop shop“ þjónustu. Hingað til segir hann ekkert fyr- irtæki hafa getað boðið í einu upp á á þjónustu á sviði fjárhagslegar endurskipulagningar, fjármögn- unar, ráðninga, markaðsrann- sókna, stefnumótunar og stjórn- unarráðgjafar. - óká Nýtt félag stofnað um víðtæka ráðgjöf Nýstofnað félag, Capacent Glacier, veitir ráðgjöf á sviði fjármála, sjávarútvegs og jarðvarma. STARFSFÓLK CAPACENT GLACIER Framkvæmdastjórarnir Magnús Bjarnason og Sigurður Harðarson eru vinstra megin í fremstu röð. Magnús segir mikil verðmæti felast í þekkingu og tengslum starfsmanna Capacent Glacier á sviði jarðvarma og sjávarútvegs. Verðmat endurskoðunar- fyrirtækisins Deloitte Touche á efnahagsreikningi nýju bank- anna er á áætlun, samkvæmt upplýsingum frá Fjármála- eftirlitinu. Stefnt var að því að skila verðmatinu inn í síðasta lagi í gær. Við tekur skoðun breska fjármálafyrirtækisins Olivers Wyman á verðmatinu og mun það birta endanlegt verðmat á efnahagsreikningi nýju bank- anna um miðjan mánuðinn. Þegar verðmati lýkur munu bankarnir gefa út skuldabréf til gömlu bankanna í skiptum fyrir eignir. - jab Verðmat á áætlun Bílaframleiðandinn Porche hefur tilkynnt um stórkostlega hagnaðar- aukningu á mánuðunum sex fram til janúarloka. Aukningin er til komin vegna eignarhlutar fyrir- tækisins í Volkswagen Group. Í frétt Ríkisútvarpsins breska (BBC) kemur fram að hagnaður félagsins á tímabilinu nemi 5,5 milljörðum evra, eða sem nemur 896 millj- örðum íslenskra króna. Er það fjórum sinn- um meira en á sama tíma ári fyrr. Hagnaðaraukning- in er til komin vegna mikillar hækkunar á verði hlutabréfa Volkswagen, en Porche á 50 prósenta hlut í félaginu. Tölurn- ar breiða þar með yfir fjórðungs- samdrátt í bílasölu Porche, en fé- lagið hefur bent á þá staðreynd að falli verð bréfa Volkswagen þá falli sömuleiðis hagnaðartölur Porche. Félagið tryggði sér fyrir um viku 10 milljarða evra lán til að auka við hlut sinn í Volkswagen. - óká Græða þrátt fyrir samdrátt í sölu Óli Kristján Ármannsson skrifar Áhugaleysi virtra erlendra fjármálafyrirtækja á fjárfestingum á Íslandi í einkavæðingarferli bank- anna kemur ekki á óvart að mati Kaarlos Jännäris, finnska bankasérfræðingsins sem í byrjun vikunnar kynnti skýrslu um íslenskt fjármálaeftirlit. Í kafla um bakgrunn bankakrísunnar fjallar Jänn- äri um einkavæðingu bankanna. Hann segir baga- legt fordæmi hafa verið búið til þegar Samson, fjár- festingarfélagi Björgólfsfeðga, hafi verið heimilað að kaupa 45 prósenta hlut í Landsbankanum og þar með horfið frá fyrirætlunum um dreifða eignarað- ild. „Ákvörðunin var mestanpart pólitísk. Sem dæmi var Fjármálaeftirlitið ósátt við niðurstöðuna og veitti ekki samþykki sitt, snemma árs 2003, fyrr en eftir langa yfirlegu. Sama átti við um kaup „S-hópsins“ á Búnaðarbankanum,“ segir í skýrslu Jännäris. Í skýrslunni segir Jännäri smæð landsins, sveiflu- kennt og lokað hagkerfi með krónuna sem gjaldmið- il hafa fælt erlenda banka frá. „Engu að síður virðist sem að minnsta kosti einn virtur banki hafi sýnt ís- lenska markaðinum áhuga, en verið hafnað, líklega vegna verndarsjónarmiða,“ segir í skýrslunni. Hreinn Loftsson, sem var formaður framkvæmda- nefndar um einkavæðingu 1992 til 2002 kann- ast ekki við að erlendum banka hafi verið hafnað í einkavæðingarferlinu. „Vera má að þarna sé bland- að saman atburðum sem áttu sér stað 1998 þegar Enskilda bankinn sænski vildi fá að kaupa Lands- bankann,“ segir hann. Þegar viðræðum við Ensk- ilda og Íslandsbanka um kaup á Landsbankanum var slitið í ágústlok 1998 sagði Finnur Ingólfsson, þá viðskiptaráðherra, að „ekki væri rétti tíminn til að selja“ og kynnti nýja stefnumótun um sölu bankanna. Hreinn Loftsson segir að eftir að nefndinni hafi verið falin umsjón með sölu bankanna hafi HSBC verið falið að veita henni ráðgjöf um framkvæmdina. Síðsumars 2001 hófst síðan hinn eiginlegi söluferill, en árásirnar á tvíburaturnana í New York í Banda- ríkjunum 11. september það ár hafi sett strik í reikn- inginn. „Við það dó allur áhugi erlendis, en HSBC hafði unnið að því að finna samstarfsaðila sem hefði reynslu, kunnáttu og getu til þess að stýra stærstu bönkum landsins. Eftir því sem leið fram á haustið og fram í desember urðu menn úrkula vonar um að flötur væri á því að fá hér inn erlenda aðila,“ segir Hreinn. Viðræður hafi átt sér stað við að minnsta kosti tvo banka, en þegar á hólminn var komið reynd- ist ekki áhugi fyrir hendi. Rétta leiðin segir hann að hefði verið að fresta fyrirætlunum um sölu um eitt til þrjú ár þar til markaðir næðu sér á strik aftur. Í staðinn hafi verið tekin pólitísk ákvörðun um að ganga til viðræðna við Samson um kaup á ráðandi hlut í Landsbankanum. „Áhugi sænska bankans 1998 tel ég hins vegar að hafi orðið til þess að farið var í formlegt ferli þar sem leitað var að aðilum sem áhuga hefðu og þeim gefinn kostur á að senda inn tilboð, en þó ekki í allan bank- ann því gefa átti almenningi færi á að eiga hlut. Menn vildu vanda sig við þetta og gæta þess að fá ekki á sig ákúrur um að hafa afhent einhverri sænskri auðfjöl- skyldu einn helsta banka landsins á silfurfati.“ Hreinn segir sama eiga við um Samson og S-hóp- inn að hvorugur hafi í raun uppfyllt þau skilyrði sem gera hafi átt til kjölfestufjárfestis í íslensku bönk- unum. „S-hópurinn með fyrrverandi viðskiptaráð- herra og seðlabankastjóra frá því skömmu áður inn- an borðs uppfyllti vitanlega ekki skilyrði sem gerð eru til kaupenda banka og það gerði Samson ekki heldur, sem var ekki með nokkra reynslu af banka- rekstri. En þarna fór allt ævintýrið af stað, eftir að horfið var frá ákvörðun framkvæmdanefndarinnar um að fresta sölu bankanna.“ Verklagsreglum ýtt til hliðar eftir hryðjuverk Áhugaleysi erlendra banka á Íslandi eftir hryðjuverka árásir í Bandaríkjunum haustið 2001 varð til þess að verklagi einkavæðingar var breytt. Erlendum bönkum ekki hafnað. Skilanefnd SPRON ber að fullu ábyrgð á þeirri óvissu sem nú ríkir hjá viðskiptavinum SPRON, að mati Nýja Kaupþings. Í til- kynningu bankans kemur fram að allt frá því beiðni kom frá stjórn- völdum um að hann tæki við inn- lánum viðskiptavina SPRON og Nb.is hafi honum verið umhug- að um að viðskiptavinir SPRON yrðu fyrir sem minnstum óþæg- indum. „Innistæðurnar sem færð- ust yfir í Nýja Kaupþing að beiðni stjórnvalda eru í raun skuld bankans við viðskiptavini SPRON. Þar sem innistæður eru forgangskröfur eru allar eignir SPRON að veði fyrir þeirri skuld- bindingu sem Nýja Kaupþing tók yfir. Nýja Kaupþing hefur því talið nauðsynlegt að búið væri að ganga formlega frá skulda- bréfi vegna innistæðna áður en farið væri að huga að sölu eigna SPRON. Skilanefnd SPRON hefur ekki virt þessi tilmæli frá bank- anum,“ segir í tilkynningunni, en MP banki hefur keypt netbanka og útibúanet SPRON á 800 millj- ónir króna. Í tilkynningu Nýja Kaupþings kemur jafnframt fram að bank- inn hafi ráðið til sín á annan tug starfsmanna SPRON til þess að sinna þeim verkefnum sem bank- inn hafi verið beðinn um að sinna. - óká Vildu láta sölu SPRON bíða EFTIR LOKUN Starfsfólk SPRON við Skólavörðustíg á fundi skömmu eftir að isjóðurinn var tekinn yfir. MARKAÐURINN/GVA „Allt sem við gerum tengist Ís- landi á einn eða annan hátt,“ segir Jón Ólafsson, stjórnarformaður átöppunarfyrirtækisins Icelandic Water Holdings. Fyrirtækið hefur keypt auglýsingu á leik Skota og Íslendinga í undankeppni fyrir HM 2010 sem fram fer á Hamden Park í Glasgow í Skotlandi í dag. Fyrirtækið framleiðir vatn á flöskum undir merkjum Icelandic Glacial. Í auglýsingunum verður lögð áhersla á að vatnið sé það fyrsta sem hlotið hafi viðurkenn- ingu The CarbonNeutral Company fyrir algera kolefnisjöfnun. - jab Vatnið á Skotaleiknum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.