Fréttablaðið - 01.04.2009, Blaðsíða 16
16 1. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR
FRÉTTASKÝRING: Obama til Evrópu
FRÉTTASKÝRING
AUÐUNN ARNÓRSSON
audunn@frettabladid.is
Barack Obama lagði í gær
upp í fyrstu Evrópuferð
sína eftir að hann tók við
embætti fyrir tveimur
mánuðum. Sú ferð verður
ekki eintómir fagnaðar-
fundir.
Evrópubúar fögnuðu innilega
kjöri Baracks Obama til forseta
Bandaríkjanna í nóvember síðast-
liðnum. Nú kemur hann í fyrstu
heimsóknina eftir embættistök-
una til „gömlu álfunnar“, en fagn-
aðarstemningin er liðin hjá. Dag-
leg samskipti bandamannanna
beggja vegna Atlantsála eru vand-
kvæðum bundin, ekki sízt vegna
þess að enn eru margar lykilstöð-
ur í ráðuneytum í Washington,
sem eiga að sinna samskiptunum
við Evrópu, ómannaðar.
Hveitibrauðsdögum lokið?
Stjórnmálaskýrendum þykir
sennilegt að hinn nýi Bandaríkja-
forseti, sem svo miklar vonir eru
bundnar við eftir átta ára lægð í
samskiptunum yfir Atlantshafið
vegna Bush-stjórnarinnar, eigi í
Evrópuförinni eftir að upplifa að
hveitibrauðsdögunum sé lokið og
alvara hversdagsstjórnmálanna á
krepputímum taki við.
Þó er næsta víst að honum verði
mætt af velvilja, einkum og sér
í lagi af þeim þjóðum og ráða-
mönnum Evrópu sem var hvað
mest uppsigað við Bush-stjórn-
ina. Á þeim tveimur mánuðum
sem hann hefur haldið um stjórn-
taumana vestra hefur hann gert
ýmislegt sem fellur vel í kramið
- lokað Guantanamo-fangabúðun-
um á Kúbu, bannað yfirheyrsluað-
ferðir hjá CIA sem margir flokka
sem pyntingar, og nálgast sjón-
armið Evrópumanna í ýmsum
af heitustu deilumálum alþjóða-
stjórnmálanna, svo sem varðandi
samskiptin við Íran og Mið-Austur-
lönd, og í loftslagsmálum.
Segjast vilja hlusta
Háttsettir fulltrúar Bandaríkja-
stjórnar hafa líka í aðdraganda
ferðarinnar reynt að skapa gott
andrúmsloft fyrir viðræður leið-
toganna með yfirlýsingum á borð
við „við viljum endurreisa virð-
ingu fyrir Bandaríkjunum, eink-
um og sér í lagi í Evrópu.“ Þessir
fulltrúar hinna nýju valdhafa
vestra segjast vilja „leggja vel
við hlustir“.
Það vantar heldur ekki að
Obama ætlar sér að eiga ítar-
leg skoðanaskipti við leiðtoga
Evrópu:
- Á G20-fundinum í Lundúnum
hittir hann brezka forsætisráð-
herrann Gordon Brown, stjórnar-
andstöðuleiðtogann David Camer-
on og Elísabetu II drottningu.
- Hann mun eiga fund með
Nicolas Sarkozy Frakklandsfor-
seta í tengslum við leiðtogafund
NATO í Strassburg og Kehl.
- Með Angelu Merkel, kanzlara
Þýzkalands, fundar hann í Baden-
Baden, þar sem NATO-leiðtogarn-
ir, þar á meðal Jóhanna Sigurðar-
dóttir forsætisráðherra, munu
snæða saman kvöldverð.
- Hann mun auk þess eiga sinn
fyrsta tvíhliða fund með Dmítrí
Medvedev Rússlandsforseta í
tengslum við G20-fundinn í Lund-
únum. Þar mun hann einnig hitta
Hu Jintao Kínaforseta, og vera má
að utan Evrópu þyki þessir fund-
ir hans áhugaverðari en þeir sem
hann á með leiðtogum Evrópu-
sambandsríkjanna.
Deilumálum frestað?
Það er enda svo, að nokkrum
þungvægustu deilumálunum virð-
ist hafa verið skotið á frest:
- Á G20-fundinum virðist ekki
eiga að þvinga neinn til að setja
meira opinbert fé í kreppuvarna-
aðgerðir. Bandaríkjastjórn vill að
sérstaklega Þjóðverjar setji meira
fé í slíkar aðgerðir, en vestra vilji
menn heldur ekki knýja fram
atkvæðagreiðslu um málið á fund-
inum - það kvað bandaríski fjár-
málaráðherrann hafa fullvissað
þýzka efnahagsmálaráðherrann
um.
- Í bili mun Obama heldur ekki
beita evrópska kollega sína meiri
þrýstingi um að senda fleiri her-
menn til Afganistans. Hvert
bandalagsríki verði að leggja það
af mörkum sem það telji réttast
– þetta kvað vera hin nýja stefna
í Hvíta húsinu. Þessa stefnu er
þó hægt að túlka sem vantrausts-
yfirlýsingu í garð Evrópumanna
– Bandaríkin vilji frekar leysa
málin upp á eigin spýtur.
Lykilstöður enn ómannaðar
Annað vandamál, sem gerir bættu
samstarfi yfir Atlantshafið erfitt
fyrir, er hve margar lykilstöð-
ur í ráðuneytunum í Washington
eru enn ómannaðar vegna hins
langa og stranga ferlis sem þeir
eru látnir ganga í gegn um sem
veljast í þær stöður. Til að mynda
hefur Phil Gordon, maðurinn sem
á að stýra þeirri deild bandaríska
utanríkisráðuneytisins sem sinnir
samskiptum við Evrópu, ekki enn
verið formlega staðfestur í emb-
ætti af öldungadeild Bandaríkja-
þings.
„Það er ótrúlegt hve fáir eru
til viðræðu af hálfu Bandaríkja-
stjórnar,“ hefur fréttavefur Der
Spiegel eftir háttsettum þýzkum
embættismanni, sem átti í viðræð-
um við bandaríska fjármálaráðu-
neytið í sambandi við mál þýzku
Opel-bílaverksmiðjanna, sem
eru hluti af GM-samsteypunni
sem hefur hlotið gríðarhá lán úr
bandaríska ríkissjóðnum til að
afstýra gjaldþroti. Bretar eru líka
sagðir mjög ósáttir við það hve
illa þeirra mönnum gengur að fá
svör frá bandarískum starfssyst-
kinum.
Hlakkar í gagnrýnisröddum
Fréttir af óánægju af þessu tagi
valda því, að það hlakkar í þeim
Bandaríkjamönnum, einkum
fulltrúum Bush-stjórnarinnar
fyrrverandi, sem fannst alltaf að
hrifning Evrópumanna af Obama
væri yfirdrifin og hún gæti ekki
endað í neinu öðru en vonbrigð-
um. „Hér með sést að það var ekki
innistæða fyrir því að gefa sér að
Evrópa myndi fylkja sér að baki
þessari Bandaríkjastjórn,“ hefur
Washington Post eftir Nile Gard-
iner, Evrópumálasérfræðingi við
Heritage-stofnunina í Washington,
sem hefur náin tengsl við Repú-
blikanaflokkinn. Það er reynd-
ar svo, að evrópskir ráðamenn
hafa lýst verulegum efasemdum
um stefnu Obama-stjórnarinnar í
málefnum Afganistans, og um til-
lögur Bandaríkjamanna um leiðir
út úr alþjóðlegu fjármála- og efna-
hagskreppunni.
En slíkar efasemdir hafa ekki
náð til almennings í Evrópulönd-
unum. Í hans augum er ljóminn af
stjórnmálastjörnunni Obama enn
óskaddaður og því er við því að
búast að hann fái hlýjar móttökur
þar sem evrópskur almenningur
fær á annað borð tækifæri til að
berja stjörnuna augum. „Obama
getur eftir sem áður leitað stuðn-
ings í Evrópu við stefnumið
Bandaríkjanna og skapað hrifn-
ingu fyrir samstilltum aðgerðum,“
segir Karen Dornfried frá Þýzka
Marshall-sjóðnum (German Mars-
hall Fund) í Washington, „sem
George W. Bush gat ekki.“
Erfið Evrópuferð stjórnmálastjörnunnar
© GRAPHIC NEWS
Fyrsta Evrópuför Obama forseta
Ætlunarverk Baracks Obama Bandaríkjaforseta í fyrstu
ferð sinni til Evrópu frá því hann tók við embætti er
að festa í sessi tengslin milli bandamanna beggja
vegna Atlantshafs, eiga samráð um aðgerðir gegn
heimskreppunni og um stefnuna í Afganistan.
1
2
3
4
5
5 4
3
2
1
31. marz-2. apríl, London:
G20-fundur
3.-4. Apríl, Strassborg í
Frakklandi og Kehl í Þýzka-
landi: 60 ára afmælis-
leiðtogafundur NATO.
Obama á þar tvíhliða
fundi við Nicolas Sarkozy
Frakklandsforseta og
Angelu Merkel, kanzlara
Þýzkalands
5. apríl, Prag í Tékk-
landi: Hittir leiðtoga
aðildarríkja Evrópusam-
bandsins
6. apríl, Ankara í Tyrk-
landi: Ávarpar Tyrklandsþing
7. Apríl, Istanbúl í Tyrk-
landi: Sækir fund SÞ um Banda-
lag menningarsvæða – gæti notað
þennan vettvang til að ávarpa heim múslima
Bretland
Þýskaland
Tékkland
Tyrkland
Frakkland
137 / VESTURBÆJARÚTIBÚ
4
10
4
0
0
0
|
l
an
d
sb
an
ki
nn
.is
LAGT Í ‘ANN Obama-hjónin veifa viðstöddum á Andrews-herflugvellinum við Washington er þau gengu um borð í forsetavélina
sem flutti þau til Lundúna, fyrsta áfangastaðar Evrópuferðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP