Fréttablaðið - 01.04.2009, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 01.04.2009, Blaðsíða 40
 1. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR8 Gleyminn forseti Tveir nýir flokksformenn voru kjörnir um helgina, Bjarni Bene- diktsson í Sjálfstæðisflokki og Jóhanna Sigurðardóttir í Samfylk- ingu. Athygli vakti, að Guðbjartur Hannesson, forseti Alþingis, sem talar jafnan um sig sem hæstvirtan forseta, þegar hann flytur mál af forsetastóli, sá ekki ástæðu til að óska þingmönnunum til hamingju með hið nýja og mikla traust, sem þeim hefur verið sýnt. Sturla Böðvarsson, þáverandi forseti Alþingis, óskaði Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni heilla hinn 20. janúar, þótt Sigmundur Davíð sæti ekki á þingi. bjorn.is Góð kjör á lánum til VBS og Saga Capital eru forsenda þess að skuldin fáist endurgreidd. Með góðum kjörum er verið að gera fyrirtækjunum kleift að ráða við afborganir af lánunum. Þetta segir fjármálaráðherra. Því gildir ekki hið sama um skuldsettar íslenskar fjölskyld- ur? Er það vegna þess að kosning- ar eru fram undan og minnihluta- stjórnin telur sig ekki hafa umboð þjóðarinnar til að gera þær breyt- ingar á kerfinu sem nauðsynlegt er? Er félagshyggjuflokkunum treystandi? Er hægt að treysta þessum flokk- um eftir kosningar ef þeir segja ekki frá hugmyndum sínum núna? Ætla félagshyggjuflokkarn- ir að leysa vanda tugþúsunda íslenskra fjölskyldna sem hafa eingöngu bankana sem ráðgjafa? Sem ráðleggja fjölskyldum að bíða á meðan útbúnir eru pappír- ar um að bankinn eignist heimilið. Af hverju heyrum við ekkert um hvað eigi að gera við allar tómu íbúðirnar? Jú, ný lög eru sett svo lífeyrissjóðirnir megi eignast fast- eignir! Afnumið er ábyrgðarmanna- kerfi lána en það gildir bara fyrir framtíðina, ekki fortíðina og gagn- ast því ekki fjölskyldunum sem eru að missa allt jafnvel vegna ábyrgða fyrir aðra. Mega Íslendingar ekki byrja upp á nýtt? Breytingar á gjaldþrotalögunum breyta engu fyrir of skuldsettar fjölskyldur. Þær hafa ekki þann valkost að fara í gjaldþrot og byrja upp á nýtt. Á Íslandi leyfist fyrirtækjum að byrja upp á nýtt en ekki einstaklingum. Skulduga Íslendinga má hundelta alla ævi með því að vekja upp kröfur. Í nágrannalöndum okkar er skuld- sett fólk verndað af neytendalög- um svo ekki sé hægt að binda það í þrældóm ævina út eins og hér er. Ekkert er gert til bjargar illa stöddum fjölskyldum. Í ríkis- stjórnarflokkunum er sama fólk- ið, að nota sömu verkfærin, og setti þjóðina í þennan vanda og þorir hvorki né getur hugsað á nýjum nótum. Nýrra hugmynda er þörf Niðurfelling skulda og greiðsluað- lögun ætti ekki einungis að vera fyrir valin fyrirtæki, líka fyrir fjölskyldurnar í landinu. Borgarahreyfingin vill raun- verulegar úrbætur. Flokkakerfi að fótum fram MARGRÉT RÓSA SIGURÐARDÓTTIR vefstjóri Borgara- hreyfingarinnar Af netinu BJÖRN BJARNASON Í okkar nafni? Breska blaðið the Guardian birtir í dag á forsíðu áhugaverða og hrollvekjandi grein þar sem greint er frá því að Hamid Karzai, forseti Afganistans hafi undirritað lög þar sem réttindi kvenna eru skert verulega.[...] NATO á í stríði í Afganistan. Ísland er í NATO. Full- trúi Íslands situr í hermálanefnd Atlantshafsbandalagsins. Er það stefna ríkisstjórnar Íslands að styðja stríð sem hefur að mark- miði að lappa upp á ríkisstjórn sem brýtur svo gróflega og grímu- laust mannréttindi á helmingi íbúa sinna, konum landsins? Á meðan við erum í stríði í Afganistan erum við að skrifa upp á kúgun af þessu tagi. Viljum við slíkt í okkar nafni? arni.eyjan.is ÁRNI SNÆVARR Í fjötrum fjórflokksins Það hefur lengi verið samráð meðal fjórflokksins um að halda lýðræðismarkaðnum í fjórþættum fjötrum fjórflokksins og innbyrðis skilningur milli flokkanna á því að leyfa svonefndu lausafylgi, kannski um 20% af heildarfjölda kjósenda, að rása milli flokka í kosningum. thrainn.eyjan.is ÞRÁINN BERTELSSON Flokkakerfi ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.