Fréttablaðið - 01.04.2009, Blaðsíða 37
MIÐVIKUDAGUR 1. apríl 2009 5
Fyrir um það bil ári hélt for-ystumaður í íslenskum stjórn-
málaflokki því blákalt fram að ein-
hver mesta kjarabót fyrir heimilin
í landinu væri að fella niður eða
lækka verulega tolla á innfluttum
landbúnaðarvörum og opna þar
með fyrir stórfelldan innflutning
þeirra. Þetta var sagt þó svo að
vitað væri að aðeins 6-7 prósent af
útgjöldum heimilanna færu í kaup
á innlendum matvælum. Svona
málflutningur er í besta falli lýð-
skrum, en þó meir í ætt við áróður
gegn bændastéttinni og matvæla-
framleiðslu í landinu.
Stefnum mataröryggi ekki í voða
Kreppa undangenginna vikna
hefur vonandi dæmt þessi sjónar-
mið dauð og ómerk. Hún hefur
sýnt okkur fram á hversu mikils
virði það er að innlend matvæla-
framleiðsla standi sterkum fótum,
svo að ekki þurfi að eyða dýrmæt-
um gjaldeyri í kaup á matvælum
sem vel er hægt að framleiða
hér.
Á sama tíma og rætt er um
nauðsyn þess að rýmka fyrir
auknum innflutningi matvæla
hingað til lands hafa þjóðir, meira
að segja innan ESB, gripið til þess
ráðs að banna útflutning á korni
til að tryggja nægt framboð inn-
anlands. Ef íslenskum bænd-
um eru tryggð eðlileg starfskil-
yrði er auðvelt að framleiða hér á
landi allar þær mjólkurvörur og
allt það kjöt sem þjóðin þarfnast.
Auk þess hefur kornrækt verið að
stóraukast og bændur eru alltaf
að ná betri og betri tökum í þeirri
ræktun.
Ekki einungis gefur það fyrir-
heit um að í framtíðinni verði
hægt að rækta hér megnið af því
fóðurkorni sem landbúnaðurinn
þarfnast, heldur hefur brautryðj-
andastarf fjölskyldunnar á Þor-
valdseyri sýnt fram á að vel er
hægt að framleiða hér bæði bygg
og hveiti í stórum stíl til manneld-
is. Ekki má heldur gleyma marg-
sönnuðum möguleikum til bleikju-
eldis í sveitum landsins. Með allt
þetta í huga verður að krefjast
þess að stjórnvöld geri ekkert sem
stefnt geti þessari framleiðslu og
þar með matvælaöryggi þjóðar-
innar í hættu.
Hreinleiki íslenskrar framleiðslu
Ekki aðeins eru bændur lands-
ins færir um að sjá þjóðinni fyrir
öllum þeim matvælum sem að
framan eru talin, heldur er hrein-
leiki framleiðslu þeirra líka ein-
stakur. Við búum við bæði hreint
vatn og loft og íslenskir búfjár-
stofnar hafa lengi verið að miklu
leyti einangraðir og eru því að
mestu lausir við marga smit-
sjúkdóma sem herja á nágranna-
lönd okkar. Eins hefur íslensk-
um svína- og kjúklingabændum
tekist mjög vel til í baráttu sinni
við salmónellu og kamfýlóbakter
og eru þar í algjörum sérflokki
miðað við nágrannalönd okkar.
Það getur ekki verið að stjórn-
völd séu tilbúin til að gera nokk-
uð sem geti stefnt þessari gæða-
framleiðslu íslenskra bænda og
þar með matvælaöryggi þjóðar-
innar í hættu. Því verður að gera
þá kröfu að lokað verði fyrir þann
möguleika sem opnað er á í mat-
vælafrumvarpinu sem liggur nú
fyrir á Alþingi, að hægt sé að
flytja hingað til lands hrátt kjöt
jafnvel þótt heilbrigðisvottorð
fylgi. Það er auðvelt að eyðileggja
hreinleika og góða ímynd búvara
með skammsýnum aðgerðum, en
erfiðara er að ná þeim til baka.
Það hefur alltaf verið nauðsyn
að standa vörð um íslenskan land-
búnað en aldrei sem nú á óvissum
og erfiðum tímum. Við vitum hvað
við höfum, en ekki hvað við hljót-
um. Stöndum því vörð um land-
búnaðinn og veljum íslenskt!
Landbúanður
Því verður að gera þá kröfu að
lokað verði fyrir þann mögu-
leika sem opnað er á í matvæla-
frumvarpinu sem liggur nú fyrir
á Alþingi, að hægt sé að flytja
hingað til lands hrátt kjöt jafn-
vel þótt heilbrigðisvottorð fylgi.
Íslenskur landbúnaður og matvælaöryggi
ÞÓRUNN RÖGN-
VALDSDÓTTIR,
Stjórnarmaður í
UVG
Hreinlega langar ekki í sætindi
og er hætt öllu narti
w
w
w
.s
m
id
ja
n.
is Turbo Greens frá Gillian McKeith er
fáanlegt í öllum helstu apótekum, heilsubúðum,
Hagkaup, Fjarðarkaup, Nóatúni og Krónunni.
Eftir að ég byrjaði að taka inn TURBO GREENS duftið
langar mig hreinlega ekki í sætindi og er hætt öllu
narti, sem er ótrúlegt!
Erna Sigurbjörnsdóttir 57 ára, afgreiðslumaður í sjoppunni í Fjarðar-
kaupum í Hafnarfirði, var efins um að hún gæti haldið út í starfi sínu í
sjoppunni þar sem nammifreistingarnar eru svo yfirþyrmandi. “Ég gat
ekki staðist freistinguna og var í tíma og ótíma farin að kaupa mér
allskonar nammi til að taka með mér heim og var oft búin að klára
það áður en heim var komið. Aukakílóin hlóðust utan á mig og verst
var að ég var orðin mjög orku- og framtakslaus og var hætt að gera
neitt heima nema það nauðsynlegasta. Þurfti að sofa mikið og var
sífellt þreytt. Las í tímariti um eitthvað undraefni sem gæti hjálpað
mér að losna út úr þessum vítahring og ákvað í byrjun ágúst 2008 að
prófa þetta efni sem heitir TURBO GREENS.
Síðan þá (5 mánuðir) hef ég tekið inn 1 ½ tsk. af TURBO GREENS
dufti á hverjum morgni á fastandi maga og hafa orðið ótrúleg
umskipti á heilsu minni, orku og líkams-þyngd. Ég er full af orku,
labba alltaf í vinnuna sem ég hafði varla ekki orku til áður. Ég nenni
öllu núna og kem hress heim eftir vinnudaginn. Ég hef tapað 8 kg.
sem er frábær bónus og fyrst og fremst er ég svo miklu glaðari og
ánægðari með tilveruna. Eftir að ég byrjaði að taka inn TURBO
GREENS langar mig alls ekki í sætindi og er hætt öllu narti sem er
ótrúlegt, segir Erna að lokum, kímin.”
Turbo Greens er kröftug blanda af lífrænt
ræktaðri ofurfæðu: SPÍRULÍNU, BYGG-
GRASI, HVEITIGRASI, AÐALBLÁBERJUM,
EPLAPETÍNI OG SÍTRÓNUBERKI. Sann-
kölluð orku- og næringarsprengja,
auðmeltanleg, glútínlaus, prótein-, stein-
efna- og vítamínauðug. Þessi blanda er
mjög svo blóðsykursjafnandi og er æski-
legt að taka inn 1-2 tsk. á morgnana til
þess að ná sömu áhrifum og Erna. Í 2 tsk
skammti er nægjanleg dagleg þörf að
vítamínum og steinefnum. Hrærið duftinu
í vatn eða eplasafa, einnig gott að blanda
í próteinhristinga.
TILBOÐ
20%
AFSLÁTTUR
1-8 APRÍL
Auglýsingasími
– Mest lesið