Fréttablaðið - 01.04.2009, Blaðsíða 59
MIÐVIKUDAGUR 1. apríl 2009 35
FÓTBOLTI Það ríkir mikil bjartsýni í
herbúðum enska landsliðsins fyrir
leikinn gegn Úkraínu á Wembley í
kvöld. Liðið verður sterkara með
hverjum leik undir stjórn Ítalans
Fabio Capello. Hann er farinn að
ná meira úr lykilmönnum en áður
og leikmenn keppast við að hrósa
stjóranum sínum.
Wayne Rooney fékk sérstakt
hrós frá þjálfaranum eftir leik-
inn gegn Slóvakíu um helgina og
Rooney borgaði fyrir sig í gær.
„Við trúum því að við getum
unnið alla leiki og það er að mörgu
leyti þjálfaranum að þakka. Hann
er alveg frábær. Veit hvað hann
vill fá frá okkur og kann að ná því
besta úr okkur,“ sagði Rooney en
sjálfstraustið í enska landsliðinu
var ekki svona gott þegar Capello
tók við stjórnartaumunum.
„Ég held að allir leikmenn liðs-
ins hafi mikið sjálfstraust núna,“
sagði Capello. „Þeir leika án ótta
og geta nú leikið af sama sjálfs-
trausti með landsliðinu og þeir
gera með félagsliði sínu. Það var
ekki þannig áður.“
- hbg
Englendingar taka á móti Úkraínu á Wembley:
Mikið sjálfstraust hjá
enska landsliðinu
GLEÐI Það er mikil stemning hjá ensku landsliðsmönnunum þessa dagana sem leika
við hvurn sinn fingur. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI Fabio Capello, landsliðs-
þjálfari Englands, hefur staðfest
að framherjinn hávaxni Peter
Crouch verði einn á toppnum hjá
enska landsliðinu gegn Úkraínu
í kvöld.
Það verða svo annað hvort
Wayne Rooney eða Steven
Gerrard í holunni fyrir aftan
Crouch.
„Ég er viss um að Crouch er
besti kosturinn sem ég hef í
þessa stöðu,“ sagði Capello sem
á í talsverðum framherjavand-
ræðum og nú síðast kallaði hann
á Gabriel Agbonlahor í hópinn í
stað Darrens Bent sem meiddist.
- hbg
Byrjunarlið enska liðsins:
Peter Crouch í
fremstu víglínu
PETER CROUCH Fær tækifæri í byrjunar-
liðinu í kvöld. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI Terry Butcher, aðstoðar-
landsliðsþjálfari Skota, segir að
það muni koma í hlut miðvallar-
leikmannsins Scotts Brown að
hafa gætur á Eiði Smára Guð-
johnsen í landsleik Skotlands og
Íslands á morgun.
„Scott sópar upp allt sem
kemur inn á svæðið fyrir framan
vörnina og þar mun Eiður Guð-
johnsen halda sér í leiknum,“
sagði Butcher.
„Guðjohnsen er ekki fremsti
maður því Ísland spilar sam-
kvæmt 4-1-4-1 leikkerfinu. Brown
mun gegna mjög mikilvægu hlut-
verki en ég held að við munum
gefa honum frjálsar hendur í
leiknum.
„Við spiluðum alls ekki vel
þegar við mættum Íslandi í sept-
ember en samt unnum við þann
leik. Það er það sem við þurf-
um að gera nú því það er langt
síðan við unnum síðast á Hamp-
den Park,“ sagði Butcher. Síðasti
sigur Skota á Hampden Park í
Glasgow kom árið 2007. - esá
Eiður fær yfirfrakka:
Brown á að
stöðva Eið
EIÐUR SMÁRI Verður í gjörgæslu hjá
Skotum í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/XX
FÓTBOLTI Norska knattspyrnu-
sambandið hefur gefið það út að
þjálfarinn Egil „Drillo“ Olsen
muni stýra norska landsliðinu út
undankeppni HM.
Olsen var fenginn til að stýra
landsliðinu til bráðabirgða á
meðan leitað væri að nýjum
þjálfara í stað Age Hareide. Stór-
kostlegur sigur norska liðsins
gegn Þjóðverjum sannfærði alla
um að hann væri rétti maðurinn
í starfið.
Olsen kemur því með norska
liðið í Laugardalinn í haust er
Ísland tekur á móti Noregi. - hbg
Egil „Drillo“ Olsen:
Verður áfram
með Noreg