Fréttablaðið - 01.04.2009, Blaðsíða 29
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
Áslaug Arnoldsdóttir hjúkrunar-
fræðingur er einn reyndasti sendi-
fulltrúi Rauða krossins á Íslandi og
hefur starfað með hléum á átaka-
svæðum frá árinu 1996. Síðastliðið
haust var hún kölluð til Pakistans
þar sem hún dvaldi í tvo mánuði.
„Í lok ágúst voru gerðar árásir
á ættflokkahéruð í Pakistan, rétt
við landamæri Suður-Afganistans,
en þar hafa talibanar hreiðrað um
sig. Við það urðu 250 þúsund manns
skyndilega flóttamenn og við því
þurfti að bregðast,“ segir Áslaug.
„Rauði krossinn setti í kjölfarið á
fót neyðarteymi þar sem mér var
falið að sjá um heilbrigðisþáttinn.
Okkar hlutverk var að meta fjölda
flóttamanna, aðstæður þeirra og
hvernig ætti að bregðast við. Fljót-
lega var ljóst að við þyrftum að
finna varanlegar búðir þar sem
fólkið var ekki á leiðinni heim í
bráð enda hefur ástandið á svæðinu
versnað til muna síðan í haust.“
Áslaug var eina konan í teyminu.
Hún þurfti að vera í hefðbundnum
fatnaði, var ekki heilsað með handa-
bandi og var ýtt til hliðar í samræð-
um. Ég var alveg gapandi yfir þess-
ari framkomu en svo áttaði ég mig
á því að konur voru hvergi á ferli
og karlmenn þeir einu sem sáust,“
lýsir Áslaug en tekur það fram að
svona sé þessu ekki háttað alls stað-
ar í landinu enda fjölmargar konur
þar sem ganga menntaveginn og fá
að blómstra.
Viðmótið í garð Áslaugar breytt-
ist eitthvað þegar á leið enda gerði
hún mönnum ljóst að hún væri eini
starfsmaður Rauða krossins sem
hægt væri að ræða við um það sem
sneri að heilbrigðismálum. „Þegar
verkefni mínu lauk þurfti ég hins
vegar að fara til minna yfirmanna
og tjá þeim að það yrði að vera karl-
maður sem myndi leysa mig af.
Þetta þótti mér mjög þungbært en
ég komst að raun um að ég komst
ekki nema ákveðið langt í samn-
ingaviðræðum þar sem ég var
kona.“
Áslaug starfaði í mikilli nálægð
við átakasvæði og var mikið um
sjálfsmorðssprengjuárásir. „Yfir-
maður heilbrigðismála í héraðinu,
sem ég starfaði mikið með, sagði
mér að hafa ekki áhyggjur af þeim
af því að það væri svo ríkt í íslam
að hlífa konum við slíku. Meira að
segja sjálfsmorðssprengjuárásar-
mennirnir myndu virða það,“ segir
Áslaug sem er ávallt í startholunum
fyrir Rauða krossinn.
vera@frettabladid.is
Sinnti hjálparstarfi í
Pakistan í skugga átaka
Áslaug Arnoldsdóttir hefur starfað fyrir Rauða krossinn um margra ára skeið og er hjálparstarf órjúfan-
legur hluti af lífi hennar. Síðastliðið haust lá leið hennar til Pakistan þar sem hún aðstoðaði flóttamenn.
Áslaug lítur til með særðum eftir sjálfsmorðssprengjuárás í norðvesturhluta Pakistan. MYND/ÚR EINKASAFNI
ITALIUFERDIR.COM er heimasíða þar sem
finna má skemmtilegar hjóla- og gönguferðir um
Ítalíu. Átta daga útivistar- og ævintýraferð er meðal
þess sem er í boði í sumar.
s
g Mjódd
UPPLÝSINGAR O
Næsta námskeið
hefst 3. apríl n.k.
Kerlingarfjöll um páskana
Sjá nánar á www.utivist.is