Fréttablaðið - 01.04.2009, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 01.04.2009, Blaðsíða 6
6 1. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR Hefur þú prófað kannabis? Já 29% Nei 71% SPURNING DAGSINS Í DAG: Á Fjármálaeftirlitið að halda heimildum til að taka yfir stjórn fjármálafyrirtækja? Segðu þína skoðun á visir.is BETRA START MEÐ EXIDE-RAFGEYMUM 15% afsláttur Upplýsingar í síma 515 1100 Sendið pantanir á pontun@olis.is Eigum fyrirliggjandi mikið úrval rafgeyma frá Exide, ýmsar stærðir og gerðir fyrir bíla, báta og önnur tæki. Gæðafram- leiðsla sem reynst hefur afar vel við íslenskar aðstæður. STJÓRNMÁL Áhrif efnahagsþreng- inga á einstaklinga eru ekki komin fram og mikilvægt er að úrræði til að bregðast við fjárhagsvanda heimilanna séu samfelld, segir í skýrslu um velferðarmál í kjölfar kreppunnar sem Ásta R. Jóhann- esdóttir, félags- og tryggingamála- ráðherra, kynnti í gær. Ráðherra kynnti í gær aðgerðaáætlun ríkis- stjórnarinnar um velferð. Stofnaður verður mótvægis- sjóður sem veiti fé til rannsókna á sviði velferðarmála og átaks- verkefna fyrir þá hópa sem verst koma út úr kreppunni. Til þess verða settar 30 milljónir. Þá munu sérfræðingar fylgjast með félags- legum og fjárhagslegum afleiðing- um bankahrunsins á fjölskyldur í landinu. Ráðherra segir að ekki sé um loforð um aukin fjárútgjöld að ræða heldur raunsæja áætlun sem endurspegli verkefni stjórnvalda. Þá sé mikilvægt að sparnaður í einum hluta hins opinbera kerfis leiði ekki til aukins kostnaðar ann- ars staðar. Gríðarlega mikilvægt sé að gott aðgengi verði að velferðarþjónust- unni og að skilvirk úrræði vegna skuldastöðu heimilanna verði tryggð. Leitað verði fjölbreyttra leiða til að skapa fleiri störf. Í áætluninni er tilgreint hvaða ráðuneyti bera ábyrgð á einstök- um aðgerðum. - kóp Félagsmálaráðherra kynnir aðgerðaáætlun stjórnvalda um velferð: Líðan fólks á eftir að versna ÁÆTLUN KYNNT Félagsmálaráðherra kynnti áætlun stjórnvalda í velferðar- málum í gær. Þar kemur fram að áhrif kreppunnar á einstaklinga séu ekki komin fram að fullu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNMÁL Í því árferði sem nú ríkir á alþjóðlegum fjármála- mörkuðum er ómögulegt fyrir lífeyrissjóðina að selja eignir í útlöndum til að flytja heim gjald- eyri. Innan stjórnkerfisins er nú allra leiða leitað til að létta á þrýstingnum á krónunni og er meðal annars horft til þess að lífeyrissjóð- irnir leggist á árarnar. Jóhanna Sig- urðardóttir for- sætisráðherra sagði á fundi með blaðamönnum í gær að verið væri að skoða ýmsar hugmyndir. Spurning væri hvort lífeyrissjóð- irnir vildu koma með gjaldeyri til landsins í því augnamiði. Hrafn Magnússon, framkvæmda- stjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir stjórnvöld ekki hafa fært málið í tal við sjóðina með form- legum hætti en lýsir þá reiðubúna til viðræðna. „En gallinn er sá að eignir okkar erlendis eru nú á mjög lágu gengi. Við seljum þær ekki á brunaútsölu,“ segir Hrafn. Málið horfði öðruvísi við ef eignirnar væru verðmeiri. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra sagði í gær að tappa þyrfti þrýstingnum af kerfinu og koma því í jafnvægi á nýjan leik. Ein fær leið væri eignasala lífeyrissjóð- anna, önnur væri að innlendir aðilar bjóðist til að taka þetta fé að láni til einhvers tíma þannig að það bind- ist hér inni í hagkerfinu „og menn taki stöðu með krónunni og með hagkerfinu í staðinn fyrir að fara.“ Þriðja leiðin gæti verið að undirbúa að hleypa því fé út sem þurfi að fara. Slíkt sé reyndar óhjákvæmilegt þar sem sumir jöklabréfaeigendur eru bundnir skilmálum og kvöðum sem nú þegar mæla fyrir um að þeir selji bréf sín. Kemur þar meðal annars til lánshæfismat íslenska ríkisins. „Það þarf að undirbúa og við að hafa bolmagn til að láta það gerast án þess að það valdi jafnvægisleysi og trufli of mikið gengi krónunn- ar,“ sagði Steingrímur. Nauðsyn- legt væri að ná utan um þennan óstöðugleika í heild, „þessa tifandi sprengju sem hefur verið í hag- kerfinu alveg frá því að þetta kvika fé fór að streyma hér inn í stórum stíl árin 2004-5 og menn af miklu andvaraleysi tóku bara fagnandi á móti“, sagði Steingrímur í gær. bjorn@frettabladid.is Efna ekki til útsölu til bjargar krónunni Eins og sakir standa kemur ekki til greina af hálfu lífeyrissjóðanna að selja eignir í útlöndum og flytja heim gjaldeyri. Biðlað er til þeirra um að taka þátt í að létta á þrýstingnum á krónunni. Sjóðirnir segja hagstæð kjör verða að bjóðast. HRAFN MAGNÚSSON FARIÐ YFIR STÖÐUNA Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra ræddu meðal annars um gjaldeyrishöftin og jöklabréfin á vikulegum blaðamannafundi sínum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STJÓRNMÁL Íslensk og bresk stjórn- völd eiga nú í viðræðum um lausn á deilu þjóðanna um IceSave-reikn- ingana. Eru nýjar og áður óræddar útfærslur uppi á borðum. Utanríkisráðherrar Íslands og Bretlands, Össur Skarphéðinsson og David Miliband, fjölluðu um málið í Lundúnum í gær en ytra eru einnig fulltrúar í sérstakri IceSave-samninganefnd Íslands. Segir í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu að ráð- herrarnir hafi átt hreinskiptnar og uppbyggilegar viðræður um óleyst úrlausnarefni og tvíhliða samskipti. Sammæltust þeir, sam- kvæmt tilkynningunni, um að ljúka viðræðum vegna IceSave á ásættanlegan hátt fyrir báðar þjóðir eins fljótt og kostur er. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra sagði á fundi með blaðamönnum í gær að jákvæð þróun hefði orðið í málinu, heil- miklum tengslum hefði verið komið á á nýjan leik milli stjórn- valda ríkjanna og verið væri að ræða nýjar mögulegar útfærslur til lausnar. Í viðtali á mbl.is í síðustu viku sagði Steingrímur að glæsi- leg niður staða væri í sjónmáli í IceSave-deilunni. Inntur eftir skýringum á þeim orðum sagðist Steingrímur þurfa að viðurkenna að orðið „glæsilegt,“ hafi ekki verið vel valið. Jákvæð þróun, sé hins vegar rétt lýsing. - bþs Utanríkisráðherrar Íslands og Bretlands ræddu um lausn IceSave-deilunnar: Nýjar útfærslur til skoðunar RÆDDU UM ICESAVE Utanríkisráðherrar Bretlands og Íslands hittust í Lundúnum í gær. MYND/UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ KAUPMANNAHÖFN, AP Danska leyniþjónustan varaði í gær við því að „umtalsverð áhætta“ væri á því að Dönum á faraldsfæti í sumum löndum múslima yrði rænt. Enn væri mikil reiði í garð þjóðarinnar vegna myndbirt- inga Jyllandsposten, en árið 2005 voru birti blaðið tólf myndir af Múhameð spámanni.. Danir á ferð í Pakistan, Afgan- istan, víða í Mið-Austurlöndum og Austur-Afríku voru sérstak- lega beðnir að vera á varðbergi. „Vopnaðir öfgahópar gætu beitt sér fyrir að ræna Dönum. Ekki aðeins vegna Múhameðs- myndanna, heldur einnig til þess að vinna sig í áliti gagnvart leið- togum al-Kaída,“ segir Jakob Scharf, yfirmaður dönsku leyni- þjónustunnar. - kóp Reiði vegna myndbirtinga: Danir varaðir við aðgerðum ATVINNULÍF Sveitarstjórn Blá- skógabyggðar hefur skorað á ríkið að standa við fyrirheit um stórátak í uppbyggingu skógrækt- ar. „Skógarplöntuframleiðend- ur hafa byggt upp og aðlagað sín fyrirtæki að áformum rík- isvaldsins. Nú stefnir í að ríkið muni lækka framlög sín til þessa málaflokks um allt að 45 prósent. Þessi ákvörðun mun hafa veruleg áhrif á starfsemi skógarplöntu- framleiðenda og hæpið að þeir muni lifa af slíkan niðurskurð,“ segir sveitarstjórnin sem kveður garðyrkjuna í raun stóriðju Blá- skógabyggðar. - gar Sveitarstjórn í Bláskógabyggð: Skógarbændur í hæpinni stöðu Veiðisýningu aflýst Stórsýningunni Veiði 2009 sem halda átti í vor hefur verið aflýst. Ástæðan er kreppan að því er kemur fram í tilkynningu frá sýningarhaldaranum, Ólafi M. Jóhannessyni. VIÐSKIPTI Sturla bílstjóri í fyrsta sæti Sturla Jónsson vörubílstjóri fer fyrir lista Frjálslynda flokksins í Reykjavíkur- kjördæmi suður. Áður var ákveðið að Ásgerður Jóna Flosadóttir yrði í fyrsta sæti en en hún sagði sig úr flokknum. STJÓRNMÁL Rákust ekki á unglinga Forvarnanefnd Hafnarfjarðar, sem auglýsti á dögunum opið foreldrarölt fyrir alla áhugasama, gekk ásamt gestum um miðbæinn um síðustu helgi án þess að rekast á einn einasta ungling. HAFNARFJÖRÐUR KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.