Fréttablaðið - 01.04.2009, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 01.04.2009, Blaðsíða 62
38 1. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. hæfileiki, 6. í röð, 8. meðal, 9. keyra, 11. tveir eins, 12. aðferð, 14. vörubyrgðir, 16. fæddi, 17. kk nafn, 18. rell, 20. klaki, 21. nabbi. LÓÐRÉTT 1. íþróttafélag, 3. fisk, 4. ölvun, 5. styrkur, 7. dynkur, 10. skel, 13. temja, 15. á fæti, 16. rjúka, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. gáfa, 6. rs, 8. lyf, 9. aka, 11. ll, 12. meðal, 14. lager, 16. ól, 17. ari, 18. suð, 20. ís, 21. arða. LÓÐRÉTT: 1. fram, 3. ál, 4. fyllerí, 5. afl, 7. skellur, 10. aða, 13. aga, 15. rist, 16. ósa, 19. ðð. „Ég er ekki sannfærður um að ham- borgarar séu fitandi,“ segir Tómas Tómasson, eigandi Hamborgara- búllunnar, sem verður sextugur á laugardaginn. Til að sýna fram á það ákvað hann að sitja fyrir ber að ofan þrátt fyrir að hafa borðað einn hamborgara á dag að meðal- tali síðustu fimm ár en Búllan er einmitt fimm ára í apríl. „Núna þennan mánuð [mars] er ég búinn að borða meira en bara einn til að afsanna að þeir séu fitandi,“ segir hann. Sagan á bak við uppátæki Tóm- asar er sú að samstarfsmaður hans stækkaði 25 ára gamla mynd af honum úr tímaritinu Samúel sem var tekin af honum berum að ofan í Los Angeles. „Ég var svo bara kallaður til og mér sagt að mynd- in væri komin upp og ég varð bara að sætta mig við það,“ segir hann en myndin hangir uppi utan á Búll- unni við Geirsgötu. Tommi segist hafa æft stíft í Los Angeles á staðnum Golds Gym sem hefur verið kallaður mekka lík- amsræktar í heiminum. „Við fórum þangað ég og félagi minn og vorum þar að æfa í tæpt ár. Að loknu þessu ári var þessi mynd sem núna prýð- ir Búlluna tekin,“ segir Tommi, sem æfir núna í World Class. „Þegar ég var búinn að selja millj- ón Tommaborgara tók ég mér árs frí meðan ég var að átta mig á hvað ég tæki mér næst fyrir hendur. Á þeim tíma kynntist ég Hard Rock Café-mönnunum sem varð síðar mitt næsta verkefni. Á meðan ég var að fá yfir mig andann var ég þarna og lyfti lóðum og reyndi að koma kroppnum í samt lag,“ segir hann. „Sumir halda að myndin sé fótó sjoppuð en það er nú ekki.“ Tommi segist enn vera í fínu formi þrátt fyrir að vera orð- inn sextugur og hamborgaraát- ið breyti þar engu. „Ég hugsa að maður fái aldrei leið á hamborg- urum, soðinni ýsu og pylsum. Sá matur sem við Íslendingar erum aldir upp við, súpukjöt og svona, er svo látlaus þannig að maður getur alltaf fengið sér einn þótt maður sé kannski búinn að borða nóg í dag. Ég bíð spenntur eftir því að fá fyrsta borgara dagsins, ég skil ekki af hverju ég fæ ekki leið á þessu,“ segir hann og bætir við: „Ég vil taka það fram að það er ekkert eins skemmtilegt og að steikja hamborgara. Ég get staðið allan daginn og steikt hamborgara og ég er ekki að skrökva.“ Í tilefni sextugsafmælisins ætlar Tommi að hitta þrjú af börnunum sínum í Los Angeles, þau Mel- korku, Yngva Tý og Tómas Áka. „Við ætlum að eyða afmælisdeg- inum saman. Þau búa hingað og þangað um heiminn og við ætlum að sameinast öll í Los Angeles,“ segir hann áður en hann rífur sig úr að ofan. freyr@frettabladid.is TÓMAS TÓMASSON: SEXTUGUR Á LAUGARDAGINN EN Í FÍNU FORMI Lifandi sönnun þess að borgarar eru ekki fitandi BER AÐ OFAN Tómas Tómasson ber að ofan og í fínu formi fyrir utan Hamborgara- búlluna á Geirsgötunni. Myndin sem hann stendur við er úr Samúel fyrir 25 árum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Ég geri kannski ekki þá kröfu að RÚV sýni beint frá þessari keppni en mér finnst að hún eigi að taki þetta upp og sýna enda þykir mér að RÚV eigi að sinna þessari sjálf- sprottnu menningu,“ segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra. Katrín var innt eftir viðbrögðum við þeirri ákvörðun RÚV að sýna ekki frá Söngkeppni framhalds- skólanna sem fram fer á Akureyri þann 18. apríl. Henni finnst eft- irsjá af þessari keppni á dagskrá RÚV. Töluverðrar óánægju gætir meðal framhaldsskólanema með þá ákvörðun RÚV að taka söng- keppnina af dagskrá. Auður Kolbrá Birgisdóttir, nemandi í Kvenna- skólanum í Reykjavík, hefur stofn- að Facebook-síðu þar sem skorað er á RÚV að endurskoða þessa ákvörðun. Og viðbrögðin hafa verið gríðarleg. Þegar þetta er skrifað hafa vel á fjórða þúsund einstaklingar skráð sig á síðuna. „Þetta er nettur skandall, okkur finnst RÚV höfða mikið til eldra fólksins en gleyma okkur sem erum yngri,“ segir Auður en hún stefnir á að ná tíu þúsund „vinum“ í lok þessarar viku. „Krökkum í grunnskóla og alveg upp í háaldrað fólk þykir þessi keppni áhugaverð,“ bætir Auður við. Samkvæmt síð- ustu tölum frá Hagstofunni stunda rúmlega tuttugu þúsund nám í dag- skóla á framhaldsskólastigi. Þórhallur Gunnarsson, dag- skrárstjóri RÚV, segir að þetta breyti engu um ákvörðun RÚV. „Auðvitað vildum við keyra á full- um dampi en eins og ástandið er í dag þá er það ekki hægt.“ Hann segir jafnframt að stærsti kostn- aðarliðurinn sé staðsetning keppn- innar á Akureyri. „En hvort það hefði breytt einhverju, að keppnin væri haldin hér fyrir sunnan, leyfi ég mér að efast um,“ segir Þór- hallur. Hann bætir því við að upphaflega hafi staðið til að keppnin færi fram 4. apríl, sama kvöld og úrslitaviðureignin í Gettu betur er. „Breytt dagsetn- ing skiptir samt engu, útsendingin er of dýr fyrir okkur núna.“ - fgg Framhaldsskólanemar æfir út í RÚV EFTIRSJÁ Katrín Jakobs- dóttir vill veg Söngkeppn- innar sem mestan. Þór- hallur Gunnarsson segir keppnina of dýra í ár. Hljómsveitin Dr. Spock ætlar að taka upp nýtt útvarpsleikrit í samvinnu við Rás 2 sem verður byggt á síðustu plötu hennar, Falcon Christ. Leikritið, sem er yfir klukkutími að lengd, verður flutt á skírdag og endurflutt á annan í páskum. Verð- ur það auglýst sem páskaleikrit Rásar 2. „Þetta er í rauninni byggt á þessum hugarheimi sem varð til í kringum plötuna okkar,“ segir söngvarinn Óttarr Proppé, sem er að leggja loka- hönd á handritið. „Þegar við vorum að vinna músík- ina við plötuna varð til einhver sápuóperuheimur sem við sáum hljómsveitina passa í. Við sáum plötuna dálítið fyrir okkur sem „sándtrakk“ við ímynd- aða bíómynd og það má segja að síðan hafi kvikn- að þessi hugmynd um að byggja útvarpsleikrit á bíómyndinni sem er ekki til.“ Upptökur á leikrit- inu fara fram annað kvöld og hljómsveit- inni innan handar verður starfs- fólk Rásar 2. Óli Palli verður sögu- maður, Margét Erla Maack leikur örlagakvendi og Freyr Eyjólfsson illmennið. Dr. Spock hefur á ferli sínum verið ófeiminn við að prófa nýja hluti og er skemmst að minn- ast útgáfutónleika sveitarinnar í miðjum spinningtíma fyrir jólin. „Við erum alltaf að leita okkur að rétta forminu til að tjá okkur almennilega. Þetta er bara hluti af þeirri leit,“ segir Óttarr. „Þetta er algjörlega nýtt fyrir okkur öllum og eftir því sem ég best veit er þetta í eitt af fyrstu skiptunum sem það er flutt útvarpsleikrit upp úr poppplötu, þannig að þetta er mjög spennandi.“ -fb Dr. Spock semur páskaleikrit Rásar 2 SPOCK Á RÁS 2 Ólafur Páll Gunnarsson verður sögumaður páskaleikrits Dr. Spock. Óttarr Proppé segir þetta spenn- andi verkefni. Ég fer oftast á Bæjarins bestu þegar ég fæ mér skyndibita. Pylsu og kók og svo skrepp ég upp í Vikivaka eftir lakkrísröri sem er ómissandi með. Þegar ég vil gera betur við mig fer ég á Shalimar í Austurstræti og fæ mér einhvern indverskan rétt dagsins. Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, hjúkrunar- og kynfræðingur Stefán Karl Stefánsson situr ekki auðum höndum á meðan hann bíður eftir niðurstöðum úr hinum og þessum áheyrnarprufum í hinni stóru Ameríku. Kappinn er nefni- lega að setja saman sína fyrstu breiðskífu fyrir börn og unglinga og mun hún koma út í sumar á vegum Senu. Stefán þykir ansi liðtækur söngvari eins og hann hefur sýnt með Stuðmönnum og auðvitað í Latabæ og söngleiknum um Trölla. Vantrú hefur kunngjört hver er handhafi hinna árlegu Ágústín- usar-verðlauna sem félagið hefur veitt síðan 2005. Sigurvegarinn þarf að hafa ögrað mannlegri skynsemi með orðum sínum og það kemur kannski ekki á óvart að hann skuli koma úr prestastéttinni. En sigurvegarinn er sr. Þórhallur Heimisson og orðin sem hann lét falla um Svarthöfða-uppákomuna frægu. Í sætunum fyrir neðan hann eru kannski nöfn sem koma á óvart en það eru fyrrum samherjarnir úr ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks, þau Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir og Guðni Ágústsson. Tónlistartímaritið Mónitor er hvergi nærri dautt úr öllum æðum þó tölublöðum hafi fækkað og kemur Mónitor nú út ársfjórðungslega. Atli Fannar Bjarkason, hinn skeleggi ritstjóri, situr nú sveittur við að klára vorritið sem kemur út 8. apríl. Atli segist á Facebooksíðu sinn vera að vinna viðtal við andstæðu sína og þarf engum að koma á óvart sem þekkir Atla að sú andstæða er ímynd heilbrigðis – en til Atla Bjarka sást í Hafnar- firði á tali við skær- ustu handboltastjörnu landsins: Aron Pálmarsson. -fgg, jbg FRÉTTIR AF FÓLKI NUDD Verð frá 1690.- Selásbraut 98 110 Árbæ S:577 3737
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.