Fréttablaðið - 01.04.2009, Blaðsíða 14
14 1. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
■ Pac-Man er
einn vinsælasti
tölvuleikur allra
tíma. Upphafleg
útgáfa leiksins
kom út í Japan
árið 1980 en
hann náði fljót-
lega miklum vinsældum í Banda-
ríkjunum og víðast hvar annars
staðar í heiminum. Leikjahönn-
uðurinn Toru Iwatani kallaði Pac-
Man upphaflega Puck Man og
var leikurinn gefinn út undir því
nafni í Japan. Nafninu var hins
vegar breytt á Bandaríkjamarkaði
vegna ótta um að óprúttnir aðil-
ar myndu freistast til að breyta
P-inu í upphafi nafnsins í F, og
mynda þannig vinsælt blótsyrði
á merkingum spilakassa.
PUCK MAN
Elsa G. Björnsdóttir út-
skrifaðist sem stúdent af
tungumálabraut um síðustu
jól, fyrst heyrnarlausra á
Íslandi. Hún stundar nú
nám í Kvikmyndaskóla
Íslands og er meðeigandi
Draumasmiðjunnar, sem
býður upp á leikhús fyrir
heyrnarlausa.
„Þetta var púsluspil og dálítið
strembið en ég var ákveðin í að
klára þetta nám, því nú er ekki
hægt að segja að heyrnarlausir
geti ekki lært tungumál. Við
getum allt sem við viljum,“ segir
Elsa G. Björnsdóttir, nemandi í
Kvikmyndaskóla Íslands og með-
eigandi Draumasmiðjunnar, sem
sérhæfir sig í leikhúsi fyrir heyrn-
arlausa auk hefðbundinnar leik-
hússtarfsemi. Elsa útskrifaðist af
tungumáladeild Borgarholtsskóla
um síðustu jól.
Elsa segir það afrek út af fyrir
sig að hafa útskrifast af málabraut.
„Það var fullt af hlutum sem hefðu
getað komið í veg fyrir að þetta
tækist, aðallega vegna þess að þeir
sem ráða halda að við sem erum
heyrnarlaus getum þetta ekki.
Það er í raun forræðishyggja sem
hefur valdið því að ég er sú eina
með þessa gráðu á Íslandi í dag,“
segir Elsa.
Elsa hefur alla tíð haft mik-
inn áhuga á tungumálum og sótt-
ist meðal annars eftir því að læra
tungumál í Fjölbrautaskólanum
í Breiðholti og Menntaskólanum
við Hamrahlíð eftir grunnskól-
ann. „Mér var sagt að heyrnalaus-
ir gætu ekki verið á málabraut því
það væri of erfitt, en ég skil ekki
þá stefnu að útiloka tungumála-
nám þótt maður sé heyrnarlaus og
heyri ekki hvernig málið er talað.
Ég hætti því námi í þó nokkur ár
þar til vinkona mín, sem er ensku-
kennari við Borgarholtsskóla,
mælti með skólanum. Ég ákvað því
að athuga hvort ég fengi að fara á
málabraut þar og var sagt að ekk-
ert væri sjálfsagðara. “ segir Elsa
og bætir við að áhugi sé aðalatriðið
þegar kemur að námi og það gildi
jafnt um heyrnarlausa og aðra.
Elsa lauk náminu með aðstoð
táknmálstúlka og miklu sjálfs-
námi. Eftir útskrift skráði hún sig
í Kvikmyndaskóla Íslands, þar sem
hún hefur kvikmyndaleik að sér-
grein. „Ég hafði sótt um í leiklist-
arskóla áður, en það truflaði inn-
tökunefndirnar mikið að ég var
heyrnarlaus. Hjá Kvikmyndaskól-
anum er þessu allt öðruvísi farið.
Viðhorfið þar er að allir græði á
að hafa mig í skólanum og læri
mikið af mér. Ég elska þetta nám
og finnst ég svo heppin að hitta
loks fólk sem sér möguleika í stað
hindrana.“
Elsa vinnur nú að sinni fyrstu
stuttmynd sem hún frumsýnir í
Kvikmyndaskólanum í maí næst-
komandi. Um er að ræða spennu-
drama með óvæntum endi. „Ég
skrifa handritið og leik í myndinni,
en svo skaffar skólinn leikstjóra,
aðra leikara, hljóðmann, tökumann
og klippara. Þetta er mjög spenn-
andi verkefni, og það er ekki hægt
að segja að það sé lítið að gera í
þessum skóla,“ segir Elsa.
Elsa er fimm barna móðir og
hefur starfað í Draumasmiðj-
unni frá árinu 1999. Hún telur
það skyldu sína að berjast fyrir
leikhúsmenningu meðal heyrn-
arlausra á Íslandi. „Aðgengi
heyrnarlausra að leikhúsi er mun
meira annars staðar í heiminum
en hér. Ég vil berjast fyrir því að
það breytist, enda á það að vera
sjálfsagður hlutur,“ segir Elsa G.
Björnsdóttir.
kjartan@frettabladid.is
Heppin að hitta fólk sem sér
möguleika í stað hindrana
ÁNÆGÐ Elsa er hæstánægð með námið við Kvikmyndaskóla Íslands. Hún vill berjast fyrir leikhúsmenningu meðal heyrnarlausra
á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
„Í þessum töluðu orðum er ég að lesa grein
eftir Styrmi Gunnarsson, minn gamla
ritstjóra á Mogganum, um Evrópusam-
bandið. Stundum er ég sammála honum
og stundum elska ég að vera ósammála,
en það er alltaf gaman að lesa hans
skrif. Svo hef ég verið að dunda mér
við að horfa á hina áhugaverðu ræðu
Davíðs Oddssonar á landsfundinum
á Netinu og fleira skemmtilegt,“ segir
Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður
heilbrigðisráðherra.
Að sögn Höllu er nóg um að vera á
vinnustaðnum í heilbrigðisráðuneyt-
inu. „Við erum til dæmis að undibúa
vinnudag fyrir starfsmenn, þar sem
málin verða rædd í málstofum og
fleira. Heilbrigðisþjónustan stendur
á miklum tímamótum og við viljum
að þau verði nýtt til góðs. Það er nauðsynlegt
að tala um hlutina og þær breytingar sem
þarf að gera. Þetta er auðvitað tímafrekt en
skilar sér vonandi í betri ákvarðanatökum.“
Halla er farin að horfa til sumarsins
fram undan. „Það fer að koma tími til að
setja Fótboltafélag Íslands af stað að
nýju, en það er hópur sem hittist
einu sinni í viku yfir sumarið og
æfir fótbolta. Ég er þjálfarinn,
og við fáum til okkar alls konar
fólk sem hefur jafnvel aldrei
leikið knattspyrnu áður. Félagið
leikur ekki í neinni deild, en við
viljum samt meina að við séum
Íslandsmeistarar í blönduðum
fótbolta. Knattspyrna á að vera
fyrir alla,“ segir Halla Gunnars-
dóttir.
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? HALLA GUNNARSDÓTTIR, AÐSTOÐARMAÐUR RÁÐHERRA
Hugar að sumrinu framundan
Rétti andinn
„Ef tækifæri gefst til að
vinna þá reynum við það að
sjálfsögðu.“
PÉTUR PÉTURSSON AÐSTOÐAR-
LANDSLIÐSÞJÁLFARI UM LANDS-
LEIKINN GEGN SKOTUM Í DAG
Fréttablaðið, 31. mars
Esjan út af borðinu
„Það hefur verið bent á að
Esja er fjall Reykvíkinga
en Kaupþing er banki sem
starfar um land allt.“
FINNUR SVEINBJÖRNSSON BANKA-
STJÓRI KAUPÞINGS UM FYRIRHUG-
AÐA NAFNBREYTINGU BANKANS.
Morgunblaðið, 31. mars.
„Það er að
sjálfsögðu
nauðsynlegt að
gera eitthvað,
þó sjálfur sé ég
sem betur fer
svo heppinn
að ég þarf
ekki á svona
aðgerðum að
halda. Maður
hefur samt
áhyggjur af því
hvort þetta
nýtist þeim sem mest þurfa á því að
halda. En það er meiri von um það
með þessu en 20 prósent vitleys-
unni,“ segir Björn Gunnlaugsson
kennari um nýsamþykkt lög um
greiðsluaðlögun.
Björn segir að einhverjir muni missa
húsnæði sitt, sem sé skelfilegt.
„Menn steyptu sér samt á mismun-
andi forsendum út í skuldir. Þeir
sem létu plata sig til að taka lán í
erlendri mynt eru í vondum málum,
en það er spurning hvort þeir hefðu
átt að vita betur. Þetta er skref í
rétta átt og við munum komast
upp úr kreppunni. Kapítalíska kerfið
gengur í sveiflum og það má ekki
halda að niðursveiflan vari að eilífu,
ekki frekar en uppsveiflan.“
SJÓNARHÓLL
GREIÐSLUAÐLÖGUN
BJÖRN GUNN-
LAUGSSON Gítar-
leikari hljómsveit-
arinnar Blóð.
130 / HAMRABORG
María Björg á kött sem
heitir Seðill. Hún og 28
aðrir taka vel á móti þér
í Hamraborg.
Komdu við í útibúinu í Hamraborg 8
eða hringdu í okkur í síma 410 4000.
4
10
4
0
0
0
|
l
an
d
sb
an
ki
nn
.is