Fréttablaðið - 01.04.2009, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 01.04.2009, Blaðsíða 52
28 1. apríl 2009 MIÐVIKUDAGUR folk@frettabladid.is > FÉKK BARN Í AFMÆLISGJÖF Leikkonan Alyson Hannigan fékk frábæra afmælisgjöf á þriðjudag- inn þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn. Hannigan varð 35 ára daginn sem dóttirin Satyana kom í heiminn. Alyson Hann- igan er gift Alexis Denisof en þau kynntust við tökur á Buffy the Vampire Slayer árið 2000. Hún er annars þekktust fyrir hlutverk sín í American Pie og gamanþáttunum How I Met Your Mother. Leikarinn Samuel L. Jackson ljær hinum nýútkomna tölvuleik Afro Samurai rödd sína. Leikurinn er byggður á samnefndum teikni- myndum sem Jackson talaði ein- mitt líka inn á og framleiddi. Í Afro Samurai fara leikmenn í hlutverk einmana stríðsmanns sem þvælist um heiminn í leit að morðingja föður síns. För hans dregur hann djúpt inn í leyndar- dóma samúræjahefðanna. Í tölvu- leiknum eru þekktar persónur úr teiknimyndunum og er allt auka- efnið gert með aðdáendur mynd- anna í huga. Tón- listin í leiknum er gerð af rapparan- um RZA úr hljómsveitinni Wu Tang Clan. Talar fyrir Afro Samurai Verið er að rífa niður æskuheim- ili gítarsnillingsins Jimi Hendrix í borginni Seattle í Bandaríkjun- um. Hendrix bjó þar á aldrinum tíu til þrettán ára og fékk fyrst áhuga á tónlist á þeim tíma. „Það er synd að enginn yfir- maður hjá borginni vildi bjarga staðnum þar sem Jimi bjó,“ sagði Charles R. Cross, höfundur ævi- sögu Hendrix. „Við skulum hafa það á hreinu að hann er fræg- asti náunginn sem hefur nokkurn tíma fæðst í Seattle.“ Eitthvað af upprunalegum innanstokksmunum hússins verður þó varðveitt, þar á meðal eldhússkápar, baðkarið og hurðin sem gengið var um baka til. Æskuheimili Hendrix rifið JIMI HENDRIX Verið er að rífa niður æskuheimili gítarsnillingsins sem lést árið 1970. ÓVENJULEGT HLUTVERK Leikarinn Samuel L. Jackson talar inn á tölvuleik- inn Afro Samurai. Halldór Bragason og félagar í Nordic All Star Blues Band fá ekki að spila blús fyrir fangana í hegningarhúsinu við Skólavörðu- stíg við setningu Blúshátíðar í Reykjavík 4. apríl. „Við blúsarar höfðum hugsað okkur að spila nokkur lög í fullum trúnaði og kær- leika fyrir okkar minnstu bræður sem komast ekki á Blúshátíð,“ segir Halldór sem fékk þau svör að fangarnir sjálfir hafi afþakkað heimsóknina. Honum þykir útskýringin frekar þunn í roðinu og telur að fangaverðirnir geti ekki talað fyrir munn fanganna, sem flestir séu vafalítið miklir blúsarar. „Við ætlum að gera okkar glaðan dag á laugardaginn og þetta átti að vera okkar fyrsta verk,“ segir Halldór. „Ég hef ekki tíma til að eltast við einhverja nei- kvæðni. Við verðum tilbúnir þegar kallið kemur.“ - fb Fangar afþakka blús HALLDÓR BRAGASON Ómþýðir blústónar Halldórs og félaga fá ekki að hljóma í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Michael Jack- son er sagð- ur hafa beðið þau Britney Spears og Justin Timberlake um að syngja með sér á einhverj- um af þeim fimmtíu tónleik- um sem hann ætlar að halda í London á árinu. Jackson óttast að erfitt verði að halda ferskleikanum í svona langri tónleikaröð. Hugmyndin er að þau syngi á fimm tónleikum hvort. Hann hefur líka beðið Timbaland um að syngja með sér. Vill Britney og Justin MICHAEL JACKSON Stór sena fyrir bandarísku stórmyndina Iron Man 2 verður tekin upp í nágrenni Svínafellsjökuls eftir páska. Áheyrnarprufur fara fram í myndasögubúðinni Nexus í dag. Stór hópsena fyrir bandarísku stórmyndina Iron Man 2 verður tekin upp í nágrenni við Svínafells- jökul strax eftir páska. Þetta hefur Fréttablaðið eftir áreiðanleg- um heimildum. Hópur leikmuna- smiða er væntanlegur til lands- ins fyrir helgi og er reiknað með að vinna við leikmyndina hefjist strax á laugardaginn. Reykjavik Castings hefur boðað til áheyrnar- prufa í spilasal Nexus við Hverfis- götu í dag klukkan tólf og staðfesti framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins það í samtali við Fréttablað- ið. „Þeir þurfa í kringum hundrað manns, af öllum stærðum og gerð- um,“ segir Alexía Björg Jóhannes- dóttir hjá Reykjavík Casting. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins eru tvær ástæður fyrir að ákveðið var að taka senuna á Íslandi. Hækkun endurgreiðslu til kvikmyndagerðarmanna og veik staða krónunnar vógu þar þungt en leikstjórinn mun einnig hafa heillast af landslaginu við Svína- fellsjökul. Um er að ræða sama svæði og notast var við í Batman Begins. Leikstjóri Iron Man 2 er Jon Favreau og mun hann koma hing- að til lands ásamt fimmtíu manna tökuliði. Ekki er talið líklegt að stjörnur leikhópsins verði með í för. Með aðalhlutverk í Iron Man fer Robert Downey Jr. en af öðrum leikurum í myndinni má nefna Scarlett Johansson og Mickey Rourke. Fyrsta Iron Man-myndin sló í gegn um allan heim í fyrra. Iron Man 2 verður frumsýnd á næsta ári. Fulltrúi frá framleiðendum myndarinnar var væntanlegur í gærkvöldi en hann mun aðstoða Reykjavik Casting við að velja rétta fólkið. Gísli Einarsson, eig- andi myndasöguverslunarinnar Nexus, var að vonum spenntur yfir þessu öllu þegar Fréttablaðið náði tali af honum. „Já, þetta er auð- vitað frábært og það var minnsta málið að leyfa þeim að fá afnot af salnum undir svona áheyrnar- prufu.“ freyrgigja@frettabladid.is IRON MAN 2 TIL ÍSLANDS STÓRLEIKARAR Robert Downey Jr., Scarlett Johansson og Mickey Rourke eru í aðal- hlutverkum í kvikmyndinni Iron Man 2. Stór hópsena fyrir myndina verður tekin upp á Svínafellsjökli strax eftir páska. Áheyrnarprufur verða í spilasal Nexus á Hverfisgötu í hádeginu. Anita Briem hefur verið ráðin í eitt aðalhlutverkanna í vampíru- kvikmyndina Dead of Night sem byggð er á myndasögu eftir hinn ítalska Tiziano Sclavi. Orðróm- ur hefur lengi verið á kreiki um að Anita myndi hreppa hlutverk- ið og nú virðist það vera staðfest samkvæmt kvikmyndavefnum ifmagazine.com. Ráðgert er að kostnaður við gerð myndarinn- ar verði í kringum 20 milljónir dollara sem samsvarar rúmlega tveimur milljörðum íslenskra króna. Anita mun samkvæmt ifmagaz- ine.com-vefnum leika eina af ást- konum aðalpersónunnar; Dylan Dog en sá er leikinn af Brandon Routh sem fór á kostum í hlut- verki Ofurmennisins fyrir nokkr- um árum. Routh og Anita ættu að geta spjallað sitthvað um Ísland á tökustaðnum í New Orleans því Routh er góðvinur Guðna Gunn- arssonar, ropejóga-meistarans, en Guðni aðstoðaði Routh við að takast á við frægðina. Reiknað er með að myndin verði frumsýnd síðar á þessu ári en Anita hefur haft í nægu að snúast að undanförnu þrátt fyrir að hafa gefið hlutverk í þriðju seríu The Tudors frá sér. Hún leikur meðal annars lítið hlut- verk í kvikmyndinni Everything will happen when you die og svo The Storyteller. - fgg Anita Briem leikur gegn Ofurmenninu Á FRUMSÝNINGU Anita hefur verið dugleg að mæta á frumsýningar í Hollywood að undanförnu og hér er hún á frumsýningu I Love You Man. NORDICPHOTOS/GETTY ÍSLANDSVINUR Brandon Routh er mikill aðdáandi Íslands og er góðvinur Guðna Gunnarssonar, rope-jóga- meistara. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.