Morgunblaðið - 10.01.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.01.2006, Blaðsíða 1
Íslendingur á toppnum Eyþór Guðjónsson ánægður með velgengni Hostel Menning Íslensk hönn- un í London Roðtöskur og lopahúfur frá Íslandi til sölu í Knightsbridge Daglegt líf Íþróttir í dag STOFNAÐ 1913 9. TBL. 94. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur, um að hafna kröfu verjenda í Baugsmálinu, að átta ákæruliðir, sem enn eru fyrir héraðsdómi, verði látnir falla niður. Féllst Hæstiréttur ekki á að settan rík- issaksóknara hafi skort umboð til að fara með málið. Þá hafi dóms- málaráðherra ekki verið vanhæfur til að skipa sérstakan saksóknara. „Við erum ánægð með að það skuli vera komin niðurstaða um þennan ágreining,“ segir Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jó- hannessonar. „Það er niðurstaða Hæstaréttar að málið geti haldið áfram og það séu engin vandamál sem tengjast skipun saksóknarans. Það er búið að leiða það álitaefni til lykta,“ segir hann. „Það sem er fram undan hjá okkur er að reyna að þrýsta á um að aðalmeðferð í þessu máli geti farið fram jafnfljótt og verða má,“ segir Gestur. „Dómurinn er nánast óbreytt staðfesting á úrskurði héraðs- dóms,“ segir Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksókn- ari. „Þessi dómur talar sínu máli. Nú heldur málið bara áfram.“ Gestur segir enn fremur að skv. niðurstöðu Hæstaréttar leiki ekki lengur vafi á um umboð og heim- ildir saksóknara. „Það er hins veg- ar mjög merkilegt í þessum dómi að dómurinn telur greinilega að það hafi verið mikið álitamál hvort hæfi Björns Bjarnasonar hafi verið fyrir hendi,“ segir hann og vísar til orðalags í dómnum. Í umfjöllun sinni um þetta segir Hæstiréttur: „Fallist er á með hér- aðsdómara að ýmis þessara um- mæla séu mjög gagnrýnin í garð Baugs hf. og að minnsta kosti sumra varnaraðilanna, en ekki verður séð að þau tengist sérstak- lega einstökum sakarefnum í mál- inu. Er heldur ekki fram komið að ráðherrann fari með stjórnsýslu- vald á þeim sviðum, sem ummæli hans varða. Að öllu virtu er ekki nægilega sýnt fram á að ráð- herrann hafi með ummælum sínum orðið vanhæfur til að setja ríkis- saksóknara í málinu og að líta beri svo á að af þeirri ástæðu hafi ekki verið sótt þing af hálfu ákæruvalds er það var tekið fyrir í héraðs- dómi.“ Páll Hreinsson, lagaprófessor við HÍ, segir að niðurstaðan um hæfi ráðherra sé nokkuð í sam- ræmi við dómaframkvæmd sem fylgt hefur verið hingað til. Hún sé einnig í samræmi við dómafram- kvæmd sem megi t.d. finna í Dan- mörku. „Þar eru ráðherrum játað- ar mjög rúmar heimildir til þess að tjá sig, enda fara þeir með pólitíska stefnumótun og verða að geta brugðist við á líðandi stund.“ Í dag verður fyrirtaka í Héraðs- dómi Reykjavíkur, vegna þess þáttar málsins er varðar beiðni rík- issaksóknara um dómkvadda matsmenn til að yfirfara rannsókn- argögn. Kröfum um niðurfellingu Baugsmálsins hafnað í Hæstarétti í gær Aðalmeðferð hefjist eins fljótt og verða má Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is  Dómur | 10 og forystugrein „ÉG fagna því að Hæstiréttur skuli staðfesta niðurstöðu héraðs- dóms og unnt verði að snúa sér að því að fjalla efnislega um þetta flókna mál,“ segir Björn Bjarna- son dómsmálaráðherra um dóm Hæstaréttar í gær. „Mér kom aldrei til hugar að ég væri vanhæfur til að setja rík- issaksóknara til að fara með málið, þótt stór orð hafi verið látin falla í minn garð af hálfu sumra, sem sæta ákæru í Baugsmálinu eða halda uppi vörnum fyrir þá,“ segir Björn. Kom aldrei til hugar að ég væri vanhæfur Björn Bjarnason Garcia getur leikið  Ísland fái sæti í Skandinavíudeildinni  Nýtt líf Adrians Mutu  Appleby varðist Singh STARFSMENN borgaryfirvalda í Istanbúl í Tyrk- landi eltast við grunsamlegan kjúkling sem þeir hyggjast aflífa. Þar eru menn byrjaðir að láta farga fuglum á stórum alifuglabúum af ótta við fuglaflens- una sem hefur orðið tveimur börnum að bana í aust- anverðu landinu. Fimm ný tilfelli af fuglaflensu í fólki hafa greinst í landinu en 12 manns í Istanbúl, sem grunur lék á að hefðu smitast, reyndust ekki vera það. Sænskir vísindamenn við Karólínsku stofnunina, sem rannsakað hafa fuglaflensuna í Asíu, segja hana mun útbreiddari en talið hafi verið en ekki jafn hættulega fólki og óttast hafi verið. Flestir sem hafi smitast lifi veikina af og allir sem hafi dáið hafi kom- ist í snertingu við sýkta fugla eða afurðir þeirra. Reuters Grunsamlegur kjúklingur SIF Vígþórsdóttir, skólastjóri Norðlingaskóla, hefur að frum- kvæði Reykjavíkurborgar unnið að því að breyta launa- og vinnutíma- fyrirkomulagi kennara við skólann. Hún segir að markmiðið sé að geta betur mætt þörfum skólans og þró- un hans. Samkomulag um þetta efni var undirritað milli skólans og fræðsluyfirvalda í ágúst sl. Ósátt við afstöðu FG „Í samkomulaginu eru laun kennara við skólann hækkuð um 31 til 35% gegn því að vinnuskyldan þeirra sé frábrugðin þeirri vinnu- skyldu sem skilgreind er í kjara- samningi grunnskólakennara,“ út- skýrir Sif. Hún segir að samkomulagið sé byggt á bókun fimm í kjarasamningi grunnskóla- kennara. Félag grunnskólakenn- ara (FG) er hins vegar andvígt samkomulaginu. „Það er skoðun FG að fræðsluyfirvöld Reykjavík- ur og skólastjóri og kennarar Norðlingaskóla geti með góðu móti rammað það skólastarf og þá skólastefnu sem fyrirhuguð er í skólanum inn í núverandi samn- ing,“ segir í greinargerð FG. Sif kveðst afar ósátt við afstöðu Félags grunnskólakennara. Deilt um tilraun með vinnutíma og laun kennara  Vill gera tilraun með laun | 6 STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum og Frakklandi vöruðu í gær klerkastjórnina í Íran við því að hefja á ný eftir tveggja ára hlé tilraunir með kjarnorkueldsneyti. Vesturveldin óttast að tilraunirnar séu aðeins skálkaskjól fyrir tilraunir til að smíða kjarnavopn. „Við hvetjum Írana til að afturkalla strax og skilyrðislaust þessa ákvörðun sína,“ sagði Philippe Douste- Blazy, utanríkisráðherra Frakklands, eft- ir fund í París með Javier Solana, sem fer með utanríkismál Evrópusambands- ins. Íranar fullyrða að ætlun þeirra sé ein- göngu að vinna að friðsamlegri notkun kjarnorku, einkum framleiðslu á raf- magni. Þeir hafa á hinn bóginn hafnað boði Rússa um að framleiða eldsneytið. Yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofn- unarinnar, IAEA, Mohammad ElBaradei, sagði í gær að ríki heims væru að „missa þolinmæðina“ gagnvart Íran. Talsmaður stjórnar George W. Bush Bandaríkja- forseta, Scott McClellan, varaði Írana við því að svo gæti farið að málið yrði tekið fyrir í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þar gæti niðurstaðan orðið sú að sam- þykkja refsiaðgerðir gegn Íran fyrir að brjóta gegn ákvæðum alþjóðlegra samn- inga sem ríkið á aðild að og kveða á um bann við frekari útbreiðslu kjarnavopna. AP Javier Solana (t.h.) og Philippe Douste- Blazy á fundinum í París í gær. Íranar varaðir við Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Chicago. AFP. | Mús í borginni Fort Sumner í Nýju-Mexíkó í Bandaríkj- unum hefndi sín grimmilega á manni sem rakst á hana og ætlaði að drepa hana með því að fleygja henni í hrúgu af brennandi laufi. Hún brenndi timburhús mannsins til ösku. Eigandi hússins, hinn 81 árs gamli Luciano Mares, segist hafa veitt músina í húsi sínu um helgina og fleygt henni á hrúguna sem brann glatt í garðinum. „Músin var byrjuð að loga en þá hljóp hún að húsinu,“ sagði hann í samtali við blaðið Clovis News Journal. Juan Chavez, slökkviliðsstjóri á staðnum, sagði músina hafa komist að einum veggnum og eldurinn úr henni greinilega læst sig í timbrið. Liðsmenn tveggja slökkviliða börð- ust í tvær stundir við eldinn en allt kom fyrir ekki; húsið brann til ösku. Mýslan sem hefndi sín

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.