Morgunblaðið - 10.01.2006, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.01.2006, Blaðsíða 39
BJÖRN Hlynur Haraldsson, sem síð- ast vakti athygli fyrir aðalhlutverkið í Strákunum okkar eftir Róbert Dou- glas, hefur verið valinn til að taka þátt í dagskránni Shooting Star, eða Rís- andi stjarna, á komandi Kvik- myndahátíð í Berlín. Hann hefur einnig leikið í kvikmyndunum Kalda- ljósi í leikstjórn Hilmars Oddssonar og Reykjavík Guesthouse: Rent a bike eftir Unni Ösp Stefánsdóttur og Björn Thors. Björn Hlynur er jafnframt einn af meðstofnendum leikhúshópsins Vest- urports sem staðið hefur fyrir sýn- ingum á Rómeó og Júlíu og Woyzeck. Þá lék Björn Hlynur á síðasta ári í Blóðbrúðkaupi í Almeida Theatre í London. „Með þátttöku sinni fetar Björn Hlynur í fótspor þekktra leik- ara á borð við Daniel Craig (næsti James Bond), Franka Potente (Run Lola Run, The Bourne Identity), Daniel Bruhl (Goodbye Lenin) og Jakob Cedergren (Dark Horse eftir Dag Kára),“ að því er fram kemur í tilkynningu frá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Aðrir íslenskir leikarar sem hafa verið valdir Rísandi stjörnur eru Álf- rún Örnólfsdóttir, Ingvar E. Sigurðs- son, Hilmir Snær Guðnason, Baltasar Kormákur, Margrét Vilhjálmsdóttir og Nína Dögg Filippusdóttir. Kvikmyndir | Kvikmyndahátíðin í Berlín Björn Hlynur er Rísandi stjarna Björn Hlynur í hlutverki sínu sem samkynhneigði fótboltakappinn Óttar í Strákunum okkar. Kvikmyndahátíðin í Berlín fer fram 9.–19. febrúar. www.berlinale.de Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 16 ára Sýnd kl. 6, 8 og 10Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 12 ára Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 14 ára JUST FRIENDS Stranglega bönnuð innan 16 ára eeee Ó.Ö.H. / DV eee D.Ö.J. / Kvikmyndir.com 400 KR Í BÍÓ* * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu JUST FRIENDS Sýnd kl. 8 og 10 B.i. 16 ára Sýnd kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 8 og 10 B.i. 14 ára Sýnd kl. 6 ísl tal Sýnd kl. 5.45 B.i. 14 ára 20% afsláttur af miðaverði fyrir viðskiptavini KB Banka Stranglega bönnuð innan 16 ára ÞAÐ ER TIL STAÐUR ÞAR SEM SJÚKUSTU FANTASÍUR ÞÍNAR VERÐA AÐ VERULEIKA! eeee Ó.Ö.H. / DV eeee Dóri DNA / DV FEITASTI GRÍNSMELLUR ÁRSINS! Sími 551 9000Miðasala opnar kl. 17.15 20% afsláttur af miðaverði fyrir viðskiptavini KB Banka ....eiturgóð mynd.... Sirkus 30.12.05 eeee HJ / MBL ÞAÐ ER TIL STAÐUR ÞAR SEM SJÚKUSTU FANTASÍUR ÞÍNAR VERÐA AÐ VERULEIKA! Sími 553 2075 miðasala opnar kl. 17.30 eeee Ó.Ö.H. / DV eee D.Ö.J. / Kvikmyndir.com A.G. / BLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 2006 39 Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Fagrahlíð - 2ja - Hafnarfjörður Hraunhamar kynnir sérlega fallega og bjarta tveggja herbergja endaíbúð á 1. hæð í litlu fjölbýli. Sérinngangur, rúmgóð björt forstofa, flísar, gott eldhús með snyrtilegri innréttingu, hvít og beyki, flísar á milli skápa, björt stofa, ágætt svefnherbergi, skápar á gangi. Gott baðherbergi, sturtuklefi, gott þvottahús (geymsla m. hillum innaf), dúkur á gólfi. Sér- afnotaréttur af garði. Góð eign. LAUS STRAX. Kvikmyndamiðstöð Íslands gaf ný-verið vilyrði fyrir 38 milljóna krónastyrk til handa Íslenska kvik-myndafélaginu vegna framleiðslu á kvikmyndinni Astrópía, sem stefnt er að verði frumsýnd um næstu jól. Leikstjóri mynd- arinnar er Gunnar Björn Guðmundsson sem hlaut Edduna árið 2003 fyrir stuttmyndina Karamellumyndin, en framleiðendur eru þeir Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson. Ottó Geir Borg, sem skrifaði handritið að Astrópíu ásamt Jóhanni Ævari Grímssyni, segir að umfjöllunarefnið sé heldur óvenju- legt. „Þetta er rómatísk gamanmynd með fantasíu ívafi, svona sambland af Clueless og Lord of the Rings. Hún fjallar um glansgellu, konu sem lifir hinu ljúfa lífi þangað til hún vaknar upp við vondan draum einn daginn þar sem hún er búin að missa allt. Kærastinn hennar er kominn í fangelsi og hún á engan pening þannig að hún þarf að vera sjálfstæð- ari en hún var. Fyrir vikið verður hún sterk- ari og betri karakter og fer að vinna í spila- verslun, svona nörda-verslun,“ segir Ottó, og bætir því við að ekki sé búið að ákveða hve- nær tökur hefjast. „Það verður vonandi bara sem fyrst.“ Kostnaður um 102 milljónir Ekki hefur verið ráðið í helstu hlutverk en Ottó segir fjölmarga áhugasama. „Leikarar eru enn bara á blaðinu, það eru margir sem hafa sýnt myndinni áhuga og verið orðaðir við hana en ég þori samt ekki að fara með neitt.“ Aðspurður segir Ottó styrkinn góðan, en 38 milljónir dugi þó ekki til að gera Astrópíu. „Þetta er góður peningur sem dugar eitthvað, en það kostar meira að gera þessa mynd,“ segir Ottó en kostnaður við myndina er áætl- aður um 102 milljónir króna. Hlutverki Ottós við gerð myndarinnar er að mestu lokið. „Það má líta á þetta sem svo að við Jóhann Ævar séum bara arkitektar sem teiknuðum hús, svo koma verkfræðingar, eig- endur og aðrir og reisa húsið,“ segir Ottó. Kvikmyndir | Astrópía fær 38 milljónir frá Kvikmyndamiðstöð Íslands Morgunblaðið/Þorkell Ottó Geir Borg skrifaði handritið að Astrópíu ásamt Jóhanni Ævari Grímssyni. www.kisi.is Sambland af Clueless og Lord of the Rings FRAMLEIÐENDUM spennumynd- arinnar Köld slóð hefur tekist að útvega nægilegt fjármagn til að hefja fram- leiðslu en í síð- ustu viku varð ljóst að Norræni kvikmyndasjóð- urinn kæmi að fjármögnun myndarinnar. Leggur hann til 20 milljónir króna og Kvik- myndamiðstöð Íslands 40 millj- ónir, að því er fram kemur í til- kynningu frá Sagafilm. Hefjast tökur í næsta mánuði og fara þær að stærstum hluta fram austur við Búrfell. Myndin fjallar um harðsvíraðan íslensk- an blaðamann sem lendir í mikilli hættu þegar hann rannsakar dularfullt dauðs- fall á virkjunarsvæði á hálendi Íslands. Leikstjóri hennar er Björn Br. Björns- son en hann er jafnframt framleiðandi ásamt Kristni Þórðarsyni, sem jafnframt er handritshöfundur, og Magnúsi V. Sig- urðssyni auk Sagafilm. Meðframleiðandi er Angel Production í Danmörku. Í helstu hlutverkum eru Þröstur Leó Gunnarsson, Elva Ósk Ólafsdóttir, Helgi Björnsson, Hjalti Rögnvaldsson, Tómas Lemarquis, Anita Briem og hinn danski Lars Brygman. Eins og Morgunblaðið hefur áður greint frá hefur Köld slóð þegar verið seld til danska ríkissjónvarpsins. Frum- sýning myndarinnar er áætluð í lok árs 2006. Kvikmyndir | Spennu- myndin Köld slóð Tökur hefj- ast í febrúar Björn Brynjúlfur Björnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.