Morgunblaðið - 10.01.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.01.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 2006 33 DAGBÓK 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. He1 b5 7. Bb3 0-0 8. h3 Bb7 9. d3 d6 10. a3 h6 11. Rc3 He8 12. Rd5 Rxd5 13. Bxd5 Dc8 14. c3 Rd8 15. d4 Bf6 16. Rh2 exd4 17. Rg4 Bg5 18. cxd4 Bxd5 19. exd5 Hxe1+ 20. Dxe1 Kf8 21. Bxg5 hxg5 22. De3 f6 23. He1 Dd7 24. h4 Rf7 25. De6 Hd8 26. h5 f5 Staðan kom upp í heimsbikarmóti FIDE sem lauk fyrir nokkru í Khanty- Mansiysk í Rússlandi. Rússneski of- urstórmeistarinn Alexander Grischuk (2.720) hafði hvítt gegn bandaríska kollega sínum Gata Kamsky (2.690). 27. Rf6! gxf6 engu skárra hefði verið að leika 27. … Dxe6 vegna 28. dxe6 gxf6 29. e7+. 28. Dxf6 He8 29. He6! Lykilleikurinn þar eð nú getur svartur sig hvergi hrært. 29. … Dd8 30. Dxf5 g4 31. Hf6 He7 32. h6 Dd7 33. Dg6 og svartur gafst upp enda fátt til varnar. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Okrað á matvörum GREINARGÓÐAR verðkannanir Alþýðusambands Íslands að undan- förnu á matvöruverði í Reykjavík, sýna m.a. að búðir í eigu sama fyrir- tækis, sem kaupir vöruna á ná- kvæmlega sama verði, eru jafnan með hæsta verðið í búðum sem heita „Tíu ellefu“, og lægsta verðið í búð- um sem heita „Bónus“. Í könnun frá 1. desember sl. má sjá nokkur dæmi um mismuninn. Sjá töflu. Mismunur á þessum sex hlutum er sex hundruð áttatíu og níu krón- ur, eða rúmlega helmingur! Mikið hefur verið fjallað um hátt verð á matvörum hér að undanförnu, og hafa hálærðir spekingar reynt að finna ástæðu þess, án árangurs. Þegar forsvarsmenn ofangreinds fyrirtækis eru spurðir hvernig standi á, að þrátt fyrir mikla lækkun á erlendum gjaldeyri, hafi verð ekki lækkað á Íslandi, heldur sé það um 40% hærra en í nágrannalöndunum, er skýringin sú, að ríkið leggi svo há gjöld á vörurnar, en allt mundi lagast ef það hætti því. Ekki hafa spekingarnir beðið þá að skýra út, hvers vegna önnur búð- in þarf að selja sömu vöru á meira en helmingi hærra verði en hin, þótt þær greiði nákvæmlega jafn hátt innkaupsverð og innflutningsgjöld. Og engum dettur í hug, að ríkið þurfi að afla tekna til að geta veitt þá þjónustu sem af því er krafist. Og nú auglýsa Hagkaup ekki lægsta verðið, heldur það skemmti- legasta! Alþýðusambandi Íslands færi ég kærar þakkir fyrir mjög vandaða og þarfa upplýsingaöflun. Sparsamur eldri borgari. Ljóni er týndur LJÓNI er 2ja ára brúnbröndóttur með gult nef. Hann týndist frá Ljós- heimum sl. laugardag. Hann var ekki með ól en er eyrnamerktur. Þeir sem gætu gefið upplýsingar vinsamleg hafið samband í síma 567 2316 eða 822 0163. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is VELDU EIGNAMIÐLUN eignamidlun@eignamidlun.is www.eignamidlun.is Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Traustur kaupandi óskar eftir 250-300 fm raðhúsi í Fossvogi. Staðgreiðsla í boði. Nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson. RAÐHÚS Í FOSSVOGI ÓSKAST Viltu læra brids? BRIDSSKÓLINN ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ Byrjendanámskeið Bridsskólans hefst 23. janúar Tíu kvöld, einu sinni í viku Hringdu og fáðu upplýsingar í síma 564 4247 milli kl. 13 og 18 virka daga Áfundi ECRI, Europen Commision forRacism and Intolerance sem á íslenskuhefur verið kölluð Evrópunefndin gegnkynþáttamisrétti, í desember síðast- liðnum var Baldur Kristjánsson kosinn fyrsti varaforseti samtakanna. Baldur er tilnefndur af Íslands hálfu í samtökin. Hvað er ECRI? „ECRI er nefnd á vegum Evrópuráðsins með það verkefni að berjast gegn kynþáttafordómum, kynþáttamisrétti, útlendingafælni, gyðingaandúð og skorti á umburðarlyndi í Evrópu, út frá sjónar- miði mannréttindasáttmála Evrópu.“ Hvað er gert til að ná þessum markmiðum? „Það sem ECRI hefur gert er að greina stöðuna í hverju ríki Evrópuráðsins fyrir sig. Farið er ofan í saumana á löggjöf og framkvæmd hennar; að- gerðir stjórnvalda til að sporna gegn kynþátta- misrétti eru metnar og reynt er að leggja dóm á hið almenna andrúmsloft í hverju ríki fyrir sig. Staða minnihlutahópa, innflytjenda og hælisleit- enda er ávallt könnuð sérstaklega. Þegar hafa verið gerðar tvær skýrslur um Ísland, og Ísland er einnig á dagskrá á árinu 2006. Fulltrúar ECRI koma hingað nú í mars til að kynna sér allar að- stæður, ræða við fulltrúa stjórnvalda og fulltrúa sjálfstæðra aðila á þessu sviði. Mér sýnist að skýrslan ætti að koma út í haust.“ Eru kynþáttafordómar víðtækt vandamál í Evrópu? „Já, og fara vaxandi ef eitthvað er. Annars gleymist iðulega í umræðunni að langflest fólk lif- ir saman í sátt og samlyndi og gerir ekkert mál úr mismundandi uppruna, mismunandi trú o.s.frv. Við erum að lifa tíma þegar fólk flytur til Evrópu. Fólk lagar sig að nýju samfélagi hægt og rólega en ræktar um leið sína eigin arfleifð. Það virðist vera mannskepnunni eiginlegt og þannig fáum við fjölbreytileg og skemmtileg samfélög.“ Hvernig metur þú stöðuna hérlendis? „Hér er fátítt held ég að kynþáttaforrdómar leiði til óheillatilvika og ég er stoltur af því fyrir okkar hönd, að þeir sem reyna að gera út á kyn- þáttafordóma í opinberri umræðu fá ekki hljóm- grunn. Hins vegar eru kynþáttafordómar til stað- ar og við gætum lent í slæmum málum ef við vöndum okkur ekki. Hér þurfum við til dæmis lög sem banna misrétti – hvers konar misrétti. Nú er þetta á víð og dreif í lögum. Fólk þarf að geta gengið að þessu á einum stað. Þróist hér misrétti vegna upppruna erum við í slæmum málum.“ Nefndir | Baldur Kristjánsson er 1. varaforseti Evrópunefndar um kynþáttamisrétti Barist gegn kynþáttafordómum  Baldur Kristjánsson er fæddur 22. júlí 1949. Foreldrar hans eru Kristján Benediktsson fyrrv. borgarfulltrúi og Svanlaug Ermenreks- dóttir kennari. Baldur er fæddur og uppalinn Reykvíkingur, stúdent frá ML, með BA-próf í félagsvísindum frá HÍ og guðfræðipróf frá sama skóla. Þá er hann með magistergráðu í guðfræði og siðfræði frá Harvard University. Hann gegnir nú embætti sóknarprests í Þor- lákshöfn og nágrenni. Eiginkona Baldurs er Svafa Sigurðardóttir dýralæknir. Saman eiga þau tvö börn en alls á Baldur sex börn, þar af fimm á lífi. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 80 ÁRA afmæli. Í gær, 9. janúar,varð áttræður Sigmundur Sigurgeirsson húsasmíðameistari. Bónus 10–11 Mismunur Hveiti 2 kg 39 kr. 99 kr. 154% Púðursykur 500 g 109 kr 169 kr. 55% Möndlur 100 g 108 kr. 179 kr. 66% Vanilludropar 48 kr. 89 kr. 85% Smjörlíki 500 g 83 kr. 169 kr. 104% Mylluterta 228 kr. 599 kr. 163% Samtals 615 kr. 1304 kr. RANNSÓKNARKVÖLD verður haldið á miðvikudag í húsi Sögu- félagsins, Fischersundi 3, kl. 20. Úlfhildur Dagsdóttir flytur þar erindið Brennið þið menningarvitar: flóð og fjara í ís- lenskum bók- menntum 2005. Stiklað verður á stóru í hraðri yfirferð um bóka- útgáfu síðasta árs, fundin mynstur, lagðar línur. Engir glæpir verða leystir, né verð- ur brennandi spurningum svarað; í besta falli verður nokkurra slíkra spurt. Úlfhildur Dagsdóttir er bók- menntafræðingur og hefur m.a. skrifað bókmenntagagnrýni fyrir Bókmenntavefinn, bokmenntir.is. Úlfhildur Dagsdóttir Erindi um bókaútgáfu KAMMERKÓR Reykjavíkur vantar söngfólk í allar raddir. Æft er einu sinni í viku í Skaft- fellingabúð. Söngstjóri er Sigurður Bragason. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Pétur í síma 898 1792 eða Þorstein í síma 863 1129. Söngfólk vantar Varnarþraut. Norður ♠ÁD72 ♥953 N/Allir ♦G ♣ÁKDG6 Vestur ♠965 ♥ÁD4 ♦Á10753 ♣43 Vestur spilar út tígulfimmu (fjórða hæsta) gegn þremur gröndum eftir þessar upplýsandi sagnir: Vestur Norður Austur Suður -- 1 lauf Pass 1 hjarta Pass 1 spaði Pass 1 grand Pass 3 hjörtu Pass 3 grönd Pass Pass Pass Austur fær fyrsta slaginn á tígul- kóng, spilar tíguláttu til baka og sagnhafi lætur níuna. Vestur tekur slaginn á tíuna, en hvað á hann svo að gera? Tígulstaðan er nokkurn veginn á hreinu: suður hefur byrjað með D9xx og valdar því litinn frá sókn úr vestri. Austur þarf að eiga innkomu – nánar tiltekið, annan hálitakóng- inn. Það er í lagi að skipta yfir í spaða ef makker á kónginn þar, en ekki ef heildarmyndin er þessi: Norður ♠ÁD72 ♥953 ♦G ♣ÁKDG6 Vestur Austur ♠965 ♠1043 ♥ÁD4 ♥K102 ♦Á10753 ♦K82 ♣43 ♣10752 Suður ♠KG8 ♥G876 ♦D964 ♣98 Best er að spila litlu hjarta í þriðja slag. Sú vörn hittir strax í mark ef makker á hjartakónginn, en ef suður á hjartakóng (og makker spaða- kóng), er svo sem engu fórnað, því sagnhafi verður um síðir að svína sjálfur í spaða. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is UNDIRBÚNINGUR að tón- leikahaldi Salarins fyrir starfsárið 2006–2007 er haf- inn. Tómstunda- og menning- arsvið Kópavogs mun að venju standa að tónleikaröðinni Tíbrá og býður tónlistarfólki að sækja um þátttöku. Tónlist- armenn hafa verið mjög áhugasamir um þetta fyr- irkomulag og hafa tugir um- sókna borist árlega. Óskað er eftir umsóknum um tón- leikahald í Tíbrá starfsárið 2006– 2007 og skulu þær hafa borist til Tómstunda- og menningarsviðs Kópavogs fyrir 10. janúar 2006, ásamt ferilskrám flytjenda, kjörtíma fyrir viðkomandi tónleika og efnis- skrá. Umsóknir um tónleikahald í Tíbrá sendist til Tómstunda- og menning- arsviðs, Fannborg 2, 200 Kópavog- ur, c/o Björn Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri eða með tölvupósti til Sigurbjargar Hauksdóttur, ritara Tómstunda- og menningarsviðs, sig- urbjorg@kopavogur.is Valið er úr umsóknum og öllum svarað að vali loknu. Umsóknir um þátttöku í tónleikaröðinni Tíbrá Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.