Morgunblaðið - 10.01.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.01.2006, Blaðsíða 32
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ÉG HATA KETTI! JÁ, ÉG HATA ÞÁ! HATA ÞÁ, HATA ÞÁ, HATA ÞÁ! ÉG HELD ÉG HAFI HITT ÞENNAN GAUR HVERT FÓRU ALLIR? PABBI, MÁ ÉG FARA Á HESTBAK? KALVIN, ÉG ER UPPTEKINN ÉG VERÐ EKKI ALLTAF SVONA LÍTILL. TÍMINN LÍÐUR HRATT OG EINN GÓÐAN VEÐURDAG VERÐ ÉG STÓR EINHVERN DAGINN ÁTTU EFTIR AÐ SJÁ EFTIR ÞVÍ AÐ HAFA EKKI TEKIÐ MIG Á HESTBAK, ÞEGAR ÉG VAR NÓGU LÍTILL TIL ÞESS AÐ ÞAÐ VÆRI HÆGT NEI, STÖKKTU YFIR! ÉG HELD AÐ ÉG SÉ BÚINN AÐ HLAUPA AF MÉR SAMVISKUBITIÐ HANN HELDUR AÐ ÞÚ MUNIR VERÐA FRÆGUR HANN VILL AÐ ÞÚ ÁRITIR SVERÐIÐ ÞITT SVO HANN GETI KEYPT ÞAÐ AF ÞÉR ÞETTA ER UPPÁHALDS ÞÁTTURINN MINN, HANN HEITIR „KATTA- LEIKAR“ FYRST ELTA ÞEIR KÖTTINN MEÐ SLÁTTUVÉL, EFTIR ÞAÐ LÁTA ÞEIR HANN HLAUPA Í GEGNUM HUNDAGEYMSLU OG AÐ LOKUM ÞARF HANN AÐ STÖKKVA YFIR VATN FULLT AF PÍRANA FISKUM! HVAÐ ERTU AÐ TALA UM GRÍMUR. ÞETTA ERU BARA ÓLYMPÍULEIKARNIR! ÉG VEIT EKKI HVAÐA STÖÐ ÞÚ HORFIR Á EN ÞETTA ER HUNDASTÖÐIN! HVAÐ? ÞÚ SAGÐIR MÉR AÐVEKJA ÞIG EFTIR SÓLSETUR JÁ, ÞAÐ ER KOMINN TÍMI FYRIR KÓNGULÓARMANNINN EKKI GUNNA! HÚN ER VERSTI KENNARINN Í ÖLLUM SKÓLANUM HVERNIG ÞÁ? HÚN BANNAR OKKUR AÐ TALA Í TÍMUM, LÆTUR OKKUR ALLTAF LÆRA HEIMA OG KLAGAR Í FORELDRA ÉG KANN VEL VIÐ ÞANNIG LEIÐINDI ÞETTA ER SLÆMT GUNNA VERÐUR UMSJÓNAR- KENNARINN ÞINN Dagbók Í dag er þriðjudagur 10. janúar, 10. dagur ársins 2006 Víkverji hefur miklaráhyggjur af Vatnsmýrarsvæðinu. Víkverji hefur aldrei haft mikla trú á ís- lenskum skipulags- fræðingum og arki- tektum og telur ekki ólíklegt að í Vatns- mýrinni rísi enn einn Grafarvogurinn. Víkverji býst líka við því að hinn smái en kröftugi þrýstihópur sterkefnaðra frí- stundaflugmanna, sem stunda hobbí sitt frá Reykjavíkurflugvelli, muni koma því í gegn að a.m.k. ein flugbraut verður eftir til að skera Vatnsmýrina í tvennt. Ellegar að innanlands- flugvöllur verður reistur rétt utan við bæjarmörkin til að spara frí- stundaflugmönnunum þann 20 mín- útna viðbótarakstur sem yrði suður í Keflavík. Víkverja þykir Vatnsmýrarmálið allt dæmigert fyrir skammsýni og stefnuleysi skipulagsmála á Íslandi. Fyrst menn vilja ekki hafa flugvöll í mýrinni, en engu að síður hafa stutt frá hátæknisjúkrahúsi til næsta flug- vallar, af hverju er þá ekki nýja sjúkrahúsið einfaldlega reist mið- svæðis á höfuðborgarsvæðinu, t.d. í hrauninu í Hafnarfirði. Þá væru aldeilis mörg deilumál leyst í einni svipan. Draumur Víkverja um Vatnsmýrina er að þar rísi loksins sá reisulegi og lifandi miðbær sem Reykja- vík hefur aldrei eign- ast, en Apóteks-húsið og Hótel Borg eru eini vísirinn að; 3–5 hæða fjölbýlisraðhús í anda Lundúna, Boston og Amsterdam, í rétt- hyrndu gatnakerfi í anda New York (engar sveigjur og beygjur og völundarhús eða vist- götur, og alls engar stofnbrautir), og tvö alvöru boulevard (með trjágöng- um eftir miðjunni) í anda Parísar sem lægju í „X“ yfir vatnsmýrina. Í miðju X-ins væri fallegt og reisulegt torg, miðstöð og hjarta fyrir uppá- komur, jafnvel með hringekju. Í Vatnsmýrinni væru tignarleg moska, sínagóga og orþódox kirkja, og fal- legur skurður í anda Pétursborgar lægi áleiðis að Tjörninni. Það mætti jafnvel afmarka litla eyju sem yrði fríríki svipað Kristjaníu. Sami arki- tektinn fengi ekki að hanna fleiri en tvö samliggjandi hús og viðhaldsfrí álklæðning væri stranglega bönnuð. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is         Leikhús | Æfingar á Hungri eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur Bachmann hófust í gær. Þetta er nýtt íslenskt leikverk sem verður frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhússins hinn 17. febrúar nk. Hungur er spennuleikrit um ým- iss konar fíkn, s.s. fíkn í ást, fíkn í fullkomnun, fíkn í mat, fíkn í höfnun, og át- röskun. Verkið gerist í nútímanum og er undir sterkum áhrifum internetsins og nútíma afþreyingarmenningar. Leikendur eru Helga Braga Jónsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Þor- steinn Bachmann og Ásta Sighvats Ólafsdóttir. Leikstjóri er Guðmundur Ingi Þorvaldsson. Morgunblaðið/Ásdís Æfingar hafnar á Hungri MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Því hvar sem fjársjóður yðar er, þar mun og hjarta yðar vera. (Lk. 12, 34.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.