Morgunblaðið - 10.01.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.01.2006, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING MÉR var einu sinni sögðsaga af vandræðagangigamallar konu þegar sími hringdi í fyrsta sinn í húsi í litlu sjávarþorpi vestur á fjörðum fyrir hartnær öld. Síminn hringdi, og yngra heimilisfólk vant við lát- ið utan þessi gamla kona. Henni var sagt að bera tækið upp að andlitinu og segja „halló“ í sím- ann. „Halló í símann,“ sagði kon- an við þann sem hinum megin á línunni var … og þannig endar sagan. Sjálfsagt hefur þessi gamla kona ekki fengið mörg símtöl um dagana, og sjálfsagt hefur hún aldrei eignast „græjur“, en kannski heyrt í útvarpi. Tölvur voru auðvitað varla orðnar að hugmynd. Sú kynslóð sem nú er á fullorð- insárum þekkir græjufarganið; síma, farsíma, tölvur, sjónvarp, myndbandsspilara, plötuspilara, geislaspilara, dvd-spilara. Allar gegna þær sínu hlutverki hver og hafa gert frá upphafi. En nú eru tímarnir að breytast og þróun tækninnar er óðum að má út mörkin á milli þeirra, og hugtakið „tölva“ getur allt eins átt við síma, sjónvarp eða úr, eins og box, skjá, lyklaborð og mús á skrifborði. Heimabíó er ekki bara græja sem spilar dvd-myndir, heldur gegnir hún líka því hlut- verki að vera plötuspilari, klukka, útvarp, og jafnvel fleira. Skrif- arar í tölvum hafa leyst seg- ulbandstæki og önnur afrit- unartæki af hólmi, og sími getur verið nánast hvað sem er. Staf- ræn tækni hefur gjörbreytt því hvernig tónlist, myndlist og kvik- myndum er miðlað. Í afar forvitnilegri grein hér í blaðinu í síðustu viku, lýsti Árni Matthíasson því hvernig tónlistar- útgáfubransinn hefur brugðist við þessum breytingum, – með því að þráast við, aðhafast lítið sem ekk- ert og reyna í lengstu lög að halda í horfinu, meðan völd hans þverra, á kostnað einstaklingsins sem á í dag mun auðveldara en áður með að finna sér óskatónlist- ina með lítilli fyrirhöfn gegnum netið fyrir mun lægri upphæðir en þegar keyptir eru geisladiskar úr búð, – jafnvel ókeypis. Í stað þess að stökkva um borð og nýta sér tæknibreytingarnar í eigin þágu hafa útgefendur verið upp- teknir af því að búa til afrit- unarvarnir og torvelda fólki með ýmsu móti að nýta sér nýju tæknina. Það virðist þó duga skammt. Tæknin og netið hafa gert það mun auðveldara bæði að framleiða tónlist og miðla henni.    Einn áhugaverðasti flöturinn átækniþróuninni hlýtur þó að felast í þeim breytingum sem eru að verða á því hvernig tónlistar er notið. Fyrir eldri kynslóðir var það athöfn að setja plötu á fóninn, og setjast svo í sófa eða stól og hlusta. Í dag er hægt að upplifa hana nánast alls staðar, hverjar sem kringumstæður manns eru, og jafnvel með takmarkaðasta safni af græjum. Litlu músíkspilararnir, I-pod, og MP3-spilarar hafa gerbreytt hversdagslegri upplifun á tónlist. Inn á þá hleður þú nákvæmlega því sem þú vilt hlusta á – ekki öðru. Þau smæstu þessara tækja eru varla fyrirferðarmeiri en fingur – eða greiðslukort, og eru fislétt. Þótt flestir noti enn hefð- bundin heyrnartól til að hlusta, er líka hægt að hlusta snúrulaust. Með einu millistykki er hægt að tengja litlu spilarana við bíltæki, og spila uppáhaldsmúsíkina sína í bílnum, án þess að vera með bíl- inn fullan af geisladiskum sem tómt vesen og stórhættulegt er að nota meðan ekið er. Þessar litlu tónlistarveitur gera það þannig að verkum að auðvelt er hlusta á tónlist við nánast hvaða kring- umstæður sem er. Eins og Árni benti á í sinni grein, er „platan“ ekki lengur jafnþýðingarmikið fyrirbæri og áður við að njóta tónlistar. Fólk kaupir einfaldlega ekki plötu lengur ef það er kannski bara eitt lag sem til þess höfðar. Þá er hagkvæmara að finna það á netinu og vera laus við það sem maður ekki vill. Ókostirnir eru þó um leið aug- ljósir, – því oft er það þannig að tónlist sem ekki vekur áhuga við fyrstu heyrn kann að vinna á og verða í uppáhaldi við nánari kynni. Á móti kemur að hver og einn getur leyft sér að kynna sér og eignast ýmsa tónlist sem alla jafna myndi ekki rata á plötur eða er ekki seld í plötubúðum. Tölvan, heimabíóið og mús- íkspilararnir hafa því bæst við sem hverjar aðrar tónlistargræjur og eru viðbót við hefðbundna plötu- og geislaspilara.    Það kann þó eflaust að komaeinhverjum á óvart, þótt það sé engan veginn ný frétt, að mest seldu músíkspilararnir í dag séu farsímar, sem á nokkrum árum hafa orðið allra hversdagslegasta þarfaþing. Flestir farsímar í dag eru búnir öllum kostum litla músíkspilarans, i-podsins og mp3-spilarans. Flestir nota símann sinn jafnvel án þess að vita af þessum möguleika. Far- sími með möguleika á USB teng- ingu við tölvu, býður upp á þann kost að inn á hann sé hlaðið þeirri tónlist sem notandinn kýs að hafa við höndina í daglegu amstri. Best gæti ég trúað að flestum þyki þetta ekki síðri kost- ur við síma, en sá að geta tekið ljósmyndir með honum. Í upphafi var það auðvitað gagnrýnt að hljómgæði á tónlist úr síma gætu varla orðið góð, og sú gagnrýni var réttmæt. En hugmyndaríkt tæknifólk lætur ekki svoleiðis krí- tík setja sig út af laginu, og varla kom til greina að fara að tengja lítið gemsakríli við venjulegt stórt hátalarakerfi. Í dag er hægt að fá hleðslutæki við síma, sem er þannig úr garði gert, að við það er tengd pínulítil græja sem í senn hýsir hátalara, magnara og loftnet. Þegar síminn er ekki í notkun situr hann einfaldlega í hleðslutækinu sínu, og getur spil- að músík hvort sem er úr inn- byggðum tónlistarspilaranum eða jafnvel símaútvarpinu, – þar sem auðvitað má hlusta á talmálsrásir líka; – og hljómgæðin eru fín. Þannig getur síminn nú yfirtekið hlutverk hljómflutningstækis, náttborðsvekjaraklukku og út- varps, fyrir utan öll hin „fiffin“ sem í honum eru: myndavél, tölvupóst, netið, símboða, dagbók og hvað það nú allt er. Í farsíma er svo hægt að kaupa minniskort af ýmsum stærðum, allt eftir því hve notandinn vill vera stórtækur í tónlistarhlustun, eða öðrum þeim aðgerðum sem tækið býður uppá. Tæknin breytir venjunum, og nýjar venjur kalla á nýja tækni. Þetta helst í hendur. Geisladiskar með því notkunarmynstri sem við- gekkst þegar þeir komu á mark- aðinn, munu áður en langt um líð- ur heyra sögunni til eins og hljómplatan. Þrátt fyrir það mun tónlistarunnandinn hafa fleiri kosti á að velja sér fjölbreyttari tónlist, og mun eiga auðveldara með að njóta hennar hvar, hvern- ig og hvenær sem hann vill. Fyrst af öllu tólið tekur … ’Það kann að koma ein-hverjum á óvart, þótt það sé engan veginn ný frétt, að mest seldu músíkspilararnir í dag séu farsímar.‘ AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir Morgunblaðið/Ásdís GSMS, gamall sími með snúru, var gegn og góður á sinni tíð, en hefði lítið að segja í síma nútímans. begga@mbl.is BOÐIÐ var til „öðruvísi“ Vín- artónleika í Íslensku óperunni á sunnudagskvöldið. Um var að ræða þekkt verk á borð við Síðdegi skóg- arpúkans eftir Debussy og Vín- arvalsa eftir Strauss, en útsetning- arnar á þeim voru hins vegar sjaldheyrðar og voru þær eftir tvo félaga Vínarskólans svokallaða, þá Anton Webern og Arnold Schön- berg, auk nemanda þess síðar- nefnda, Benno Sachs. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt kammerútgáfuna af tónsmíð Debussys, sem var fyrir strengja- hljóðfæri, tréblásara, píanó, slag- verk og stofuorgel (harmóníum), en hún kom ótrúlega vel út í flutningi Kammersveitarinnar Ísafold undir öruggri, markvissri stjórn Daníels Bjarnasonar. Litbrigðin sem maður þekkir úr hljómsveitarútgáfunni voru öll til staðar, og fleiri til; áferðin var í mjúkum fókus, einmitt eins og tón- list Debussys á að hljóma og var heildarhljómurinn sérlega fallega mótaður. Túlkunin einkenndist af skáld- legri dýpt sem var afar hrífandi og var stígandin í tónlistinni auðheyri- lega úthugsuð. Sömu sögu er að segja um tvo valsa eftir Johann Strauss II sem voru spilaðir af fágaðri glæsi- mennsku og einnig sjarmerandi út- setningu eftir Schönberg á tveimur jólasálmum, Það aldin út er sprungið og Heims um ból, en hún var skemmtilega draumkennd og fljót- andi. Vissulega má segja að heldur seint hafi verið að flytja jólasálma 8. janúar, en þar sem jólin voru fram- lengd vegna veðurs má segja að það hafi verið í lagi! Hápunktur tónleikanna var síð- asta atriði dagskrárinnar, Söngvar farandsveins, eftir Mahler í túlkun Ágústs Ólafssonar bariton, en út- setningin var eftir Schönberg. Ég verð að viðurkenna að mér hugnast betur útgáfan fyrir söng- rödd og píanó sem oftar heyrist, en engu að síður var túlkun Ágústs og kammersveitarinnar einstaklega áhrifamikil. Fyrir utan örlítið ómarkvissa tóna á efsta sviðinu í fyrsta og síðasta lag- inu var söngurinn ótrúlega fagur, hann var þrunginn einlægni og gæddur alls konar blæbrigðum. Náttúrustemningin og eftirsjáin sem gegnsýrir tónlistina var fylli- lega til staðar í flutningnum og var útkoman svo seiðandi að lengi verð- ur í minnum haft. Ágúst Ólafsson Daníel Bjarnason Skáldleg dýpt og hrífandi túlkun TÓNLIST Íslenska óperan Kammersveitin Ísafold og Ágúst Ólafs- son fluttu öðruvísi Vínartónlist. Stjórn- andi var Daníel Bjarnason. Sunnudagur 8. janúar. Söng- og kammertónleikar Jónas Sen TVEGGJA ís- lenskra lista- manna er getið í desemberhefti listtímaritsins Art Review. Í báðum tilfellum er um að ræða lista yfir það sem þykir spennandi og marktækt í listum og hönn- un. Guðrúnar Lilju Gunnlaugsdóttur hönnuðar er get- ið í greininni The Shape of Things to Come eftir blaðamanninn Helen Kirwan- Taylor, en Guð- rún Lilja hannar undir merkjum Stodiobility. Þykir Kirwan-Taylor hún einn af tíu mest spennandi hönnuðunum um þessar mundir, sem sýnt þyki að eigi eftir að verða þekkt nöfn í hönnunarbransanum. „Óforskammað falleg“ kallar hún húsgögnin úr smiðju Guðrúnar Lilju. Hins vegar telur Art Review myndlistarmanninn Ragnar Kjart- ansson í hópi 20 af mest lofandi myndlistarmönnum heimsins, í greininni Bright Young Things. „Ragnar Kjartansson (eða Rassi Prump) hefur á skömmum tíma getið sér orð sem einn af mest skapandi og lofandi myndlist- armönnum Íslands,“ segir blaðið í umfjöllun sinni. „Verk hans dansa á mörkum tónlistar, myndlistar og leiklistar, og brjóta á spennandi hátt á bak aftur mörk hins smekk- lega.“ Listtímarit | Tveggja íslenskra lista- manna getið í desemberhefti Art Review Forsíða Art Review í desember. Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir Ragnar Kjartansson Ragnar Kjartansson og Guðrún Lilja spennandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.