Morgunblaðið - 10.01.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.01.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 2006 25 UMRÆÐAN TALSMENN stóriðju hérlendis hafa hampað því óspart að með til- liti til gróðurhúsa- lofts mengi vatns- aflsvirkjanir allt að tífalt minna en virkjanir sem ganga fyrir jarðefnaelds- neyti. Þessum að- ilum sést yfir að Kyótósáttmálinn skammtar iðnríkj- unum ákveðinn kvóta og segir ekk- ert fyrir um hvernig hann er nýttur og að ekki er greint al- þjóðlega á milli ein- stakra þátta sem mengun valda. Ýmsir hafa líka bent á að vatnsaflsvirkjanir eru misjafnar innbyrðis með tilliti til losunar gróðurhúsalofts, m.a. hef- ur heimsnefndin um stíflur (World Commission on Dams) bent á sér- stöðu virkjana í jökulám. Kalsíum bindur gróðurhúsaloft Nýbirtar rannsóknaniðurstöður um áhrif aurburðar í jökulám á kolefnishringrás og loftslagsbreyt- ingar styðja þetta og benda til að virkjun eins og við Kárahnjúka sé engu betri í loftslagssamhengi en virkjun byggð á jarðefnaeldsneyti. Þessu veldur stöðvun á aurrennsli til sjávar í miðlunarlónum, en það er kalsíum í framburðinum sem bindur koltvísýring í hafinu í rík- um mæli og hafið tekur af þeim sökum við meira af gróðurhúsa- lofti úr andrúmslofti. Rannsóknaniðurstöðurnar birt- ust nú í ársbyrjun í Geology (I, 2006), tímariti bandaríska jarð- fræðafélagsins (Geological Society of America) www.gsajournals.org/ gsaonline/?request=get-archive , og hljóta þær að vekja mikla at- hygli víða og ekki síst hérlendis. Höfundar eru Sigurður R. Gísla- son í Háskóla Íslands, Eric H. Oelkers frá Toulouse-háskóla og Árni Snorrason forstöðumaður vatnamælinga Orkustofnunar. Sjálfur Dettifoss skreytir af þessu tilefni forsíðu tímaritsins. Rann- sóknir þeirra félaga varða kalsí- um-flæði, annars vegar í upplausn og hins vegar í aurburði frá þrem- ur jökulám á Norðausturlandi og þýðingu þessa fyrir kolefnis- búskap hafsins þar sem kalsíum binst koltvísýringi og dregur þannig úr gróð- urhúsaáhrifum. Hingað til hefur ver- ið talið að uppleyst kalsíum og kalsíum í aurburði ánna væri sem næst jafnt að magni til en annað kemur á dag- inn. Aurburðurinn leggur þar margfalt meira til af efninu kalsíum. Aurburðinn með í losunarútreikninga Rannsóknir þeirra fé- laga byggjast á mælingum í jökul- ánum á 30–40 ára tímabili, þar af á tveimur stöðum í Jöklu (Jökulsá á Dal). Niðurstöðurnar endurspegla áhrif veðurfars, hitastigs og úr- komu á báða þessa kalsíumgjafa en þau reynast mun meiri hvað aurburðinn varðar. Breytileika á daglegu kalsíum- flæði aurburðar í Jöklu innan árs- ins telja þeir vera af stærðargráð- unni fjórir en aðeins af stærðinni einn fyrir uppleyst kalsíumflæði. Árlegt uppleyst kalsíumflæði í Jöklu sveiflast sem nemur 2.6 en í aurburði um 7.1. Þar eð kalsíum- flæði tengt aurburði eykst meira við hlýnun en flæði uppleysts kalsíums hefur aurburðurinn vax- andi áhrif á hlýviðrisskeiðum til jöfnunar á hitastig jarðar með því að draga úr gróðurhúsaáhrifum. Benda höfundarnir á að við lík- anútreikninga á koltvísýringi í andrúmslofti á liðinni tíð og til framtíðar litið þurfi að taka þessi gagnvirku viðbótaráhrif (additio- nal feedback) með í reikninginn til að spá sem nákvæmast fyrir um þróun loftslags á heimsvísu. Óbeislaðar jökulár mikilvæg auðlind Athygli vekur hve aur- framburður til sjávar frá ám á eldfjallaeyjum er mikill að magni til í samanburði við ár á jarð- fræðilega gömlum meginlöndum. Aurburðurinn reynist því meiri sem bergið er yngra. Þannig skil- ar rof (mechanical weathering) frá Íslandi til hafs um 0,7% af öllu aurburðarflæði á jörðinni en það svarar til um fjórðungs alls aur- burðar frá ám í Afríku að magni til. Því hefur aurburður frá íslensk- um ám hlutfallslega mjög mikla þýðingu við að jafna út hitasveifl- ur og draga úr hlýnun af völdum gróðurhúsaáhrifa á heimsvísu. Séu árnar stíflaðar eins og nú er unnið að við Kárahnjúka sest aurinn til í miðlunarlóninu ofan stíflu og skilar sér ekki til hafs. Að þessu leyti blasir við að ís- lensku jökulárnar með ótrufluðu rennsli eru mikilvæg auðlind í baráttunni við gróðurhúsaáhrif. Séu þær virkjaðar er þessi eig- inleiki þeirra ekki lengur til stað- ar. Því ætti að reikna áhrifin af virkjun þeirra inn í losunar- uppgjörið hérlendis sem og annars staðar með hliðstæðum hætti. Falsrök fyrir Kárahnjúkavirkjun Grein nefndra höfunda fjallar hvorki um einstakar virkjanir né er þar að finna tölulega útreikn- inga vegna stöðvunar á aurrennsli sem sest til í miðlunarlónum. Af niðurstöðu ofangreindra rannsókna má hins vegar ráða að röksemdir sem virkjunaraðilar hafa mjög haldið á lofti um afar jákvæð loftslagsáhrif virkjana eins og Kárahnjúkavirkjunar í sam- anburði við virkjanir sem knúðar eru af jarðefnaeldsneyti fá ekki staðist. Skaðsemi Kárahnjúka- virkjunar og hliðstæðra fram- kvæmda er því að líkindum langt- um meiri en hingað til hefur verið talið. Fróðlegt verður að sjá viðbrögð opinberra aðila hérlendis og for- ráðamanna Landsvirkjunar við niðurstöðum þessara rannsókna og fylgjast með því hvernig þær koma til með að hafa áhrif á út- reikninga á losun einstakra ríkja á gróðurhúsalofti í framtíðinni. Virkjanir, aur- burður og gróður- húsaáhrif Hjörleifur Guttormsson fjallar um loftslagsáhrif virkjana ’Skaðsemi Kárahnjúkavirkjunar og hliðstæðra framkvæmda er því að líkindum langtum meiri en hingað til hefur verið talið.‘ Hjörleifur Guttormsson Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra. ÍÞRÓTTA- og æskulýðsmál hafa verið í góðum farvegi í borg- inni, en betur má ef duga skal. Þótt við eigum marga frábæra íþróttamenn og lista- menn eru of mörg börn sem hætta íþróttaiðkun, listnámi eða annarri skipulegri tómstundastarfsemi of snemma. Þannig fara hæfileikar for- görðum og ein- staklingarnir og sam- félagið fá ekki notið þeirra. Stuðningur við íþróttastarfsemi og listnám hefur verið verulegur. Uppbygg- ing mannvirkja fyrir flestar greinar íþrótta hefur verið allmikil. Laugardalur er orðinn að íþrótta- og útivistar- paradís og í öðrum hverfum borg- arinnar hafa íþróttafélög yfirleitt annaðhvort sína eigin íþrótta- aðstöðu, leigja hana af borginni eða fá stuðning til þess. Fleiri íþróttahús eru í undirbúningi. Þá hafa listaskólar, s.s. tónlistar- skólar, fengið talsverð framlög á hverju ári. Bætum í og jöfnum Samt er það svo að þessu er ekki jafnt skipt. Framlögin til íþróttafélaganna og tónlistarskólanna nýt- ast best þeim sem hafa tækifæri, getu og efni á því að iðka við- komandi list eða íþrótt. Jafnvel hófleg iðkendagjöld geta verið hindrun. Þess vegna er eðlilegt að rætt sé um hvort hægt sé að styðja bet- ur við listir og íþrótt- ir, þannig að börn gætu t.d. valið eina list- eða íþróttagrein sér og fjölskyldu sinni að kostnaðarlausu upp að vissum aldri. Auðvitað myndi þetta kosta sitt til viðbótar því framlagi sem t.d. íþróttafélög og tónlistarskólar fá nú þegar til að standa undir húsaleigu, æfingum og kennslu. Tilraunir í þessa veru hafa verið gerðar í fáeinum sveitarfélögum og það hefur verið ákveðið að kanna þetta hér í Reykjavík. Ekki er ástæða til að ætla annað en að Reykjavíkurborg gæti komið þessu í kring ef vilji er fyrir hendi. Vissulega getum við þurft að velja og hafna þegar við stönd- um frammi fyrir ýmsum leiðum og valkostum í tengslum við útgjöld borgarinnar. En ef hægt væri að finna ásættanlega lausn á þessu yrði það ekki aðeins lyftistöng fyr- ir íþróttaiðkun og listnám heldur einnig stórt framfaraskref á jafn- réttisbrautinni fyrir börnin í borg- inni. Íþróttir og listir fyrir öll börn Eftir Stefán Jóhann Stefánsson ’Öll börn ættuað geta valið eina list- eða íþróttagrein sér að kostnaðarlausu.‘ Stefán Jóhann Stefánsson Höfundur er fulltrúi Samfylking- arinnar í velferðarráði Reykjavíkur og tekur þátt í prófkjöri Samfylking- arinnar 11.–12. febrúar nk. Prófkjör Reykjavík Á UNDANFÖRNUM vikum hafa heyrst mótmælaraddir frá ýmsum þeim sem láta sig listdans á Íslandi varða vegna áforma mennta- málaráðherra um lokun Listdans- skóla Íslands. Þótt við séum í hópi þeirra sem stutt hafa áframhaldandi starf- semi Listdansskólans og önnur okkar raunar ein af frumkvöðlum að uppbyggingu ríkisrek- ins listdansskóla þá finnst okkur skorta uppbyggilega umræðu um hvað gæti komið í staðinn fyrir ríkisrek- inn listdansskóla. Sé full alvara á bak við þau orð mennta- málaráðherra að ekki verði dregið úr fram- lagi ríkisins til upp- byggingar á listdans- kennslu á Íslandi eigum við að horfa fram á veginn og meta hvaða ný tækifæri eru framundan sem eðli- legt er að við hag- nýtum okkur og svara betur breyttum kröf- um. Í okkar huga er brýn þörf á „akademískri“ þjálfun úrvalsnemenda frá níu ára aldri. Nem- enda sem líklegt er að standist meiri kröfur en gengur og gerist. Hér er um að ræða hóp tiltölulega fárra nem- enda sem standast strangt inntökupróf og eru tilbúnir til að feta braut kröfuharðrar listgreinar. Slík upp- bygging á námi er kostnaðarsöm og á að okkar dómi að byggjast á faglegum metnaði með stuðningi ríkisins og einkafyrirtækja sem sífellt er að færast í vöxt. Færa má fyrir því rök að slíkur rekstur ætti betur heima í sjálfstæðu félagi sem byggði fjárhagslegan grunn á fjárframlagi frá ríki og styrktaraðilum svo sem fyrirtækjum eða einstaklingum og inntökugjöldum frá nemendum. Stjórn félagsins gæti verið skipuð fagfólki sem tilnefnt yrði af Félagi ís- lenskra listdansara ásamt fólki með viðskiptareynslu. Framkvæmda- stjórn félagsins yrði sömuleiðis skip- uð fólki með viðskiptareynslu en fag- legi þátturinn yrði í höndum færasta fagfólks á sínu sviði. Með þessu móti gæti orðið til skilvirk uppbygging á góðum kjarna góðra listdansara í ein- um skóla í fjárhagslega traustu um- hverfi. Líta ber á að hér er um að ræða tiltölulega lítinn hóp nemenda sem þörf er á að haldi hópinn en sé ekki dreift á mismunandi skóla. Einu hagsmunir þessa félags væru að mennta úrvalsdansara og að skólinn stæði und- ir sér fjárhagslega. Samhliða þessu námi geta einkaskólar nú sem endranær sinnt grunn- kennslu yngri nemenda og annarra nemenda á öllum aldri án sérstakra niðurgreiðslna. Benda má á hliðstæðu í breyttu rekstrarformi ríkisútvarpsins en þá var tekin ákvörðun um uppbyggingu menning- arútvarps þar sem rekstrarformið er hefð- bundið hlutafélagaform. Ríkið gerir síðan samn- ing við ríkisútvarpið um uppbyggingu á menn- ingarlegu dagskrárefni. Þar er tekin ákvörðun um að slík uppbygging eigi betur heima í sér- stöku félagi en hjá einkareknu stöðvunum. Af hverju skyldi þessi stefna hafa verið tekin nema af þeirri ástæðu að heppilegra og hag- kvæmara sé að byggja upp slíkt dagskrárefni á einum stað. Að auki er auðveldara að hafa eft- irlit með því að samn- ingsskyldum sé fylgt. Ballettskóli Sigríðar Ármann er sá skóli sem við erum í forsvari fyrir og hefur verið starf- ræktur undanfarin 54 ár. Skólinn hefur verið einkarekinn allt frá stofnun og án allra rík- isstyrkja. Slíkt form hefur farnast skólanum vel. Við hvetjum til frjó- samrar umræðu um þetta mikilvæga málefni og hvetjum ráðherra og ann- að fagfólk í greininni til uppbyggj- andi umræðu og yfirvegaðra ákvarð- ana sem teknar eru í sátt og samráði við þá sem best þekkja. Listdans til framtíðar Ásta Björnsdóttir og Sigríður Ármann fjalla um listdans Sigríður Ármann ’Í okkar hugaer brýn þörf á „akademískri“ þjálfun úrvals- nemenda frá níu ára aldri. Nemenda sem líklegt er að standist meiri kröfur en geng- ur og gerist.‘ Sigríður Ármann er einn af frum- kvöðlum listdans á Íslandi. Ásta Björnsdóttir er núverandi skólastjóri Ballettskóla Sigríðar Ármann og hefur starfað sem ballettkennari undanfarin 25 ár. Ásta Björnsdóttir FRÉTTIR hafa borist af því að Tónlistarskóli Félags ís- lenskra hljómlistarmanna hafi orðið að segja tugum tónlistar- nemenda upp skólavist vegna þess að ríki og sveitarfélög hafa ekki gengið frá samningum um fjármögnun þessa náms. Sama máli gegnir um fjölda annarra tónlistarskóla. Þetta er alger- lega óviðunandi. Tónlistarskólar gegna lykilhlutverki í því að halda hér uppi blómlegu tónlist- arlífi sem skilar vellíðan og vel- megun. Tónlistargeirinn er öfl- ug atvinnugrein hérlendis og umsvif í menningu er á við stærstu atvinnuvegi okkar. Verðmætasköpunin er því mjög mikil í tónlistinni auk annarra verðmæta sem hún skapar fyrir hvern og einn og er ekki mæld í peningum auk hins mikilvæga forvarnarhlutverks tónlistar- náms. Við verðum að hlúa að starfi tónlistarskóla því það tók tæpa öld að byggja þá upp en það tekur einungis nokkur ár að rífa þá niður. Við höfum skyldur gagnvart nemendum, foreldrum, tónlist- arkennurum og öllum öðrum í samfélaginu að tryggja öflugt tónlistarlíf hérlendis. Kjörnum fulltrúum okkar í ríkisstjórn, á Alþingi og í sveitastjórnum ber að lagfæra þetta ástand strax. Annars eru þeir ekki að sinna skyldum sínum. Ágúst Einarsson Tryggið starfsemi tónlistarskóla Höfundur er prófessor í Háskóla Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.